Vonast til þess að heilastarfsemi mótastjóra KSÍ verði rannsökuð er hann hættir: „Ótrúlegt verk“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 08:30 Þorkell Máni Pétursson hefur áhuga á að kanna heilastarfsemi Birkis Sveinssonar en Birkir er einn aðalmaðurinn á hverju fótboltasumrinu á eftir öðru. vísir/s2s Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður, vonast eftir því að heilastarfsemi Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, verði rannsakað er hann hættir en Birkir tilkynnti í gær drög að Íslandsmótinu 2020. Spilaðir verða tæplega fimm þúsund leikir á vegum KSÍ í sumar og hefur því verið nóg að gera hjá Birki undanfarnar vikur. Rikki G fékk þá Þorkel Mána og fyrrum markahrókinn Atla Viðar Björnsson til sín í settið í gær þar sem þeir ræddu byrjun Íslandsmótsins meðal annars en drög að sumrinu voru tilkynnt í gær. „Mér finnst þetta gleðidagur. Það er verið að sýna okkur að það er dagsetning til að horfa á þetta og fótboltinn fer að rúlla fyrr en síðar. Mér finnst bjart yfir og það er að vora. Þetta er allt að gerast,“ sagði Atli Viðar. Máni var sammála en setti spurningarmerki við mótið. „Það er frábært að þeir gátu sett upp mótin en það eru alls konar spurningar sem maður spyr sig til dæmis af hverju hefst neðri deildin ekki miklu fyrr? Hún byrjar eftir Pepsi Max-deild karla. Það er enginn að fara mæta á völlinn hvort sem er.“ Ritstjóri Fótbolti.net, Elvar Geir Magnússon, skrifaði í gær pistil og skildi ekkert í því að mótið yrði ekki byrjað fyrr. KSÍ gefur liðunum þrjár vikur til þess að undirbúa sig fyrir mótið. „Liðin í efstu deildinni þurfa klárlega meiri tíma til þess að undirbúa sig og kannski í fyrstu deildinni. Ég tala ekki fyrir 2. til 4. deildina en ég held að þau væru alveg til í að byrja fyrr. Það verður að hrósa Birki Sveinssyni og ég vona að mótastjóri KSÍ verði rannsakaður þegar hann hættir.“ „Þá á að fara og tékka á hvernig heilastarfsemin í þessum manni virkar að setja upp alla þessa leiki. Ég held að hann sé einn eða þeir séu tveir að setja upp alla þessa leiki. Þetta er alveg ótrúlegt verk og vel unnið. Þeir töluðu að það væri möguleiki ef liðin vildu það.“ Klippa: Sportið í kvöld - Atli Viðar og Máni um byrjun Íslandsmótsins Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður, vonast eftir því að heilastarfsemi Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, verði rannsakað er hann hættir en Birkir tilkynnti í gær drög að Íslandsmótinu 2020. Spilaðir verða tæplega fimm þúsund leikir á vegum KSÍ í sumar og hefur því verið nóg að gera hjá Birki undanfarnar vikur. Rikki G fékk þá Þorkel Mána og fyrrum markahrókinn Atla Viðar Björnsson til sín í settið í gær þar sem þeir ræddu byrjun Íslandsmótsins meðal annars en drög að sumrinu voru tilkynnt í gær. „Mér finnst þetta gleðidagur. Það er verið að sýna okkur að það er dagsetning til að horfa á þetta og fótboltinn fer að rúlla fyrr en síðar. Mér finnst bjart yfir og það er að vora. Þetta er allt að gerast,“ sagði Atli Viðar. Máni var sammála en setti spurningarmerki við mótið. „Það er frábært að þeir gátu sett upp mótin en það eru alls konar spurningar sem maður spyr sig til dæmis af hverju hefst neðri deildin ekki miklu fyrr? Hún byrjar eftir Pepsi Max-deild karla. Það er enginn að fara mæta á völlinn hvort sem er.“ Ritstjóri Fótbolti.net, Elvar Geir Magnússon, skrifaði í gær pistil og skildi ekkert í því að mótið yrði ekki byrjað fyrr. KSÍ gefur liðunum þrjár vikur til þess að undirbúa sig fyrir mótið. „Liðin í efstu deildinni þurfa klárlega meiri tíma til þess að undirbúa sig og kannski í fyrstu deildinni. Ég tala ekki fyrir 2. til 4. deildina en ég held að þau væru alveg til í að byrja fyrr. Það verður að hrósa Birki Sveinssyni og ég vona að mótastjóri KSÍ verði rannsakaður þegar hann hættir.“ „Þá á að fara og tékka á hvernig heilastarfsemin í þessum manni virkar að setja upp alla þessa leiki. Ég held að hann sé einn eða þeir séu tveir að setja upp alla þessa leiki. Þetta er alveg ótrúlegt verk og vel unnið. Þeir töluðu að það væri möguleiki ef liðin vildu það.“ Klippa: Sportið í kvöld - Atli Viðar og Máni um byrjun Íslandsmótsins Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira