Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2018 15:40 Tröllaukinn spegill JWST. Búið er að framleiða alla hluta sjónaukans en eftir á að setja þá alla saman og prófa. Vísir/AFP Geimskoti James Webb-geimsjónaukans sem átti upphaflega að fara fram á þessu ári seinkar til 2020 vegna tæknilegra örðugleika. Þá er útlit fyrir að kostnaðurinn við þennan stærsta geimsjónauka sögunnar fari fram úr áætlunum bandarískra stjórnvölda. James Webb-geimsjónaukinn (JWST) er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimvísindastofnananna. Honum er ætlað að leysa Hubble-geimsjónaukann af hólmi sem hefur verið í notkun í meira en aldarfjórðung. Upphaflega stóð til að skjóta JWST á loft í október en því var frestað seint á síðasta ári. Þess í stað átti að skjóta honum á loft næsta vor eða sumar. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af því. Í tilkynningu frá NASA kemur fram að ástæðan fyrir seinkunni sé sú að verkfræðingar þurfi lengri tíma til að setja ólíka hluta sjónaukans saman og prófa þá. Við það færist skotglugginn aftur í maí árið 2020.Þingið þarf að samþykkja aukin framlögBreska ríkisútvarpið BBC segir að þetta geti skapað vandamál fyrir fjármögnun sjónaukans. Þegar Bandaríkjaþing samþykkti verkefnið árið 2011 var það þeim skilyrðum háð að kostnaður við þróun og smíði færi ekki fram úr átta milljörðum dollara. Nú er útlit fyrir að kostnaðurinn keyri fram úr því hámarki og þyrfti Bandaríkjaþing þá að samþykkja aukin framlög til sjónaukans. Hinn valkosturinn er að hætta við verkefnið sem hefur kostað bandaríska skattgreiðendur 7,3 milljarða dollara nú þegar. Scientific American bendir á að tafirnar gætu sett strik í reikninginn fyrir áætlanagerð fyrir sjónauka framtíðarinnar. JWST er mun stærri en Hubble, stærsti geimsjónaukinn sem er í notkun. Spegill Hubble er 2,4 metra breiður en þvermál spegilsins í JWST er 6,5 metrar. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann árlegri sporbraut jarðar eftir fullkomlega á ferð hennar í kringum sólina. Tækni Vísindi Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Geimskoti James Webb-geimsjónaukans sem átti upphaflega að fara fram á þessu ári seinkar til 2020 vegna tæknilegra örðugleika. Þá er útlit fyrir að kostnaðurinn við þennan stærsta geimsjónauka sögunnar fari fram úr áætlunum bandarískra stjórnvölda. James Webb-geimsjónaukinn (JWST) er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimvísindastofnananna. Honum er ætlað að leysa Hubble-geimsjónaukann af hólmi sem hefur verið í notkun í meira en aldarfjórðung. Upphaflega stóð til að skjóta JWST á loft í október en því var frestað seint á síðasta ári. Þess í stað átti að skjóta honum á loft næsta vor eða sumar. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af því. Í tilkynningu frá NASA kemur fram að ástæðan fyrir seinkunni sé sú að verkfræðingar þurfi lengri tíma til að setja ólíka hluta sjónaukans saman og prófa þá. Við það færist skotglugginn aftur í maí árið 2020.Þingið þarf að samþykkja aukin framlögBreska ríkisútvarpið BBC segir að þetta geti skapað vandamál fyrir fjármögnun sjónaukans. Þegar Bandaríkjaþing samþykkti verkefnið árið 2011 var það þeim skilyrðum háð að kostnaður við þróun og smíði færi ekki fram úr átta milljörðum dollara. Nú er útlit fyrir að kostnaðurinn keyri fram úr því hámarki og þyrfti Bandaríkjaþing þá að samþykkja aukin framlög til sjónaukans. Hinn valkosturinn er að hætta við verkefnið sem hefur kostað bandaríska skattgreiðendur 7,3 milljarða dollara nú þegar. Scientific American bendir á að tafirnar gætu sett strik í reikninginn fyrir áætlanagerð fyrir sjónauka framtíðarinnar. JWST er mun stærri en Hubble, stærsti geimsjónaukinn sem er í notkun. Spegill Hubble er 2,4 metra breiður en þvermál spegilsins í JWST er 6,5 metrar. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann árlegri sporbraut jarðar eftir fullkomlega á ferð hennar í kringum sólina.
Tækni Vísindi Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11