Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. mars 2018 20:00 Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Um er að ræða norrænan fuglamítil af tegundinni ornithonyssus sylviarium. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs til að mynda ekki vera gætt með því að fara fram á aflífun fuglanna. „Þetta er mítill sem að sýgur blóð og hann hefur áhrif á dýrin, bæði heilbrigði þeirra og velferð og getur valdið verulegu fjárhagslegu tjóni ef hann fer í alifugla. Þetta er einn mesti, alvarlegasti, sjúkdómsvaldur, alvarlegasti sjúkdómsvaldur í alifuglabúðum í norður Ameríku,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir.Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum. Taldar eru verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví en mítillinn getur lifað í margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er að útrýma honum. „Það er mjög erfitt að finna þennan mítil. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við treystum okkur ekki til að hleypa þessu í gegnum sóttkví,“ segir Sigurborg. „Við skulum gefa okkur það að þó það væri hægt að meðhöndla þá er mjög erfitt að finna og sannreyna að meðhöndlun hafi tekist.“ Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og er lögfræðingur verslunarinnar þegar kominn í málið. „Það verður bara að skoða það, núna er málið hjá eiganda fuglanna og innflytjenda og hann verður að fá tíma til að bregðast við og við verðum svo bara að taka á því þegar þar að kemur,“ segir Sigurborg, spurð hvort til greina komi að veita lengri frest en til 4. apríl þar sem eigendur hyggjast leggja fram kæru. „Þetta er alvarlegt mál og við þurfum að taka á því sem slíku.“ Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Um er að ræða norrænan fuglamítil af tegundinni ornithonyssus sylviarium. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs til að mynda ekki vera gætt með því að fara fram á aflífun fuglanna. „Þetta er mítill sem að sýgur blóð og hann hefur áhrif á dýrin, bæði heilbrigði þeirra og velferð og getur valdið verulegu fjárhagslegu tjóni ef hann fer í alifugla. Þetta er einn mesti, alvarlegasti, sjúkdómsvaldur, alvarlegasti sjúkdómsvaldur í alifuglabúðum í norður Ameríku,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir.Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum. Taldar eru verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví en mítillinn getur lifað í margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er að útrýma honum. „Það er mjög erfitt að finna þennan mítil. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við treystum okkur ekki til að hleypa þessu í gegnum sóttkví,“ segir Sigurborg. „Við skulum gefa okkur það að þó það væri hægt að meðhöndla þá er mjög erfitt að finna og sannreyna að meðhöndlun hafi tekist.“ Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og er lögfræðingur verslunarinnar þegar kominn í málið. „Það verður bara að skoða það, núna er málið hjá eiganda fuglanna og innflytjenda og hann verður að fá tíma til að bregðast við og við verðum svo bara að taka á því þegar þar að kemur,“ segir Sigurborg, spurð hvort til greina komi að veita lengri frest en til 4. apríl þar sem eigendur hyggjast leggja fram kæru. „Þetta er alvarlegt mál og við þurfum að taka á því sem slíku.“
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira