Erlent

Leituðu að byssumanni í Kanada

Freyr Bjarnason skrifar
Lögreglan í Kanada leitaði í gær að Justin Borque sem er grunaður um verknaðinn.
Lögreglan í Kanada leitaði í gær að Justin Borque sem er grunaður um verknaðinn. Fréttablaðið/AP
Umfangsmikil leit stóð yfir í gær að Justin Borque sem er grunaður um að hafa drepið þrjá lögreglumenn í kanadísku borginni Moncton í New Brunswick á miðvikudag.

Þetta er versta árás sem gerð hefur verið á lögreglumenn í landinu í næstum áratug.

Lögreglan hefur þrætt götur Moncton og nágrenni í leit að hinum 24 ára ódæðismanni. Þrisvar sinnum sást til Borque í gærmorgun á gangi í borginni. Hann var vel vopnum búinn, með tvo riffla og í hermannaklæðnaði. Fjölskyldur í borginni þorðu ekki að fara út úr húsi af ótta við að rekast á hann.

Níu ár eru liðin síðan fjórir lögreglumenn voru skotnir til bana á bóndabýli í ríkinu Alberta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×