Erlent

Bananaveldi í harðri deilu

Snærós Sindradóttir skrifar
Bananabófarnir í Chiquita hafa reglulega millifært fjárhæðir á reikning Sameinuðu varnarsveita Kólumbíu (AUC) sem skilgreindar eru sem hryðjuverkasamtök.
Bananabófarnir í Chiquita hafa reglulega millifært fjárhæðir á reikning Sameinuðu varnarsveita Kólumbíu (AUC) sem skilgreindar eru sem hryðjuverkasamtök. Fréttablaðið/Stefán
Stærsta bananafyrirtæki í heimi, Chiquita, stendur í harðvítugri deilu við fórnarlömb árásanna á tvíburaturnana þann ellefta september síðastliðinn. Fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra hafa um nokkra hríð beitt sér fyrir nýjum hryðjuverkalögum í Bandaríkjunum. 

Lögin snúast um að lögsækja megi þá sem stutt hafa við hryðjuverkamenn eða samtök.

Chiquita hefur átt í viðskiptum við Sameinuðu varnarsveitir Kólumbíu, samtök sem skilgreind eru sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Vegna þessa hefur fyrirtækið nú eytt nærri níutíu milljónum í herferð gegn nýju lögunum til að freista þess að verða ekki sótt til saka fyrir viðskiptin. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×