Átti að fá tekjur af heitum pottum eftir að hafa leikið í auglýsingu en sá manninn aldrei aftur Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 07:00 Viðar Örn gat brosað af sögunni í gær. vísir/s2s Viðar Örn Kjartansson kom sér í fréttirnar í septembermánuði árið 2014 er hann spilaði með Vålerenga en þá auglýsti hann heita potta í Noregi. Hann sagði söguna af þessu skemmtilega atviki í Sportinu í dag þar sem Selfyssingurinn var gestur. Viðar Örn sat þá fyrir ásamt fyrirsætu frá Ítalíu en heitu pottarnir voru meira að segja nefndir eftir Viðari. Þeir hétu nefnilega Örn. Viðar segir að sagan af þessu sé nokkuð skrautleg. „Þetta er ósköp einfalt. Það var einhver stuðningsmaður sem sendi mér línu á Facebook og hann var með hugmynd af einhverjum heita pottum og þeir áttu að vera mjög „fancy“. Þetta átti að heita Örninn, eftir mér, og ég myndi fá smá pening. Um leið og ég sá að ég átti að fá einhvern pening þá sagði ég að ég væri klár,“ sagði Viðar og hélt áfram: „Ég fer til hans og er í fjóra tíma í myndatökum í pottinum með einhverju módeli frá Mílan. Hún hefur örugglega fengið miklu meira en ég því ég fékk ekki mikið. Það var dróni og við áttum að vera þykjast tala saman og þetta var mjög óþægilegt. Svo átti ég að fá cut yfir árið og þeir ætluðu að senda pott á mömmu en ég hef ekki séð þennan mann aftur.“ „Ég var að leita að fyrirtækinu en það er komin einhver allt önnur síða. Það voru komnar alvöru tölur á ári svo ég var klár en svo heyrði ég ekkert meira í honum. Hann talaði aldrei við mig aftur en þetta var fyndið. Hann greiddi mér fyrir myndatökuna svo ég kom vel út úr þessu,“ sagði Viðar brosandi. Innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan. Klippa: Sporitð í dag - Viðar Örn - pottasagan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslendingar erlendis Grín og gaman Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson kom sér í fréttirnar í septembermánuði árið 2014 er hann spilaði með Vålerenga en þá auglýsti hann heita potta í Noregi. Hann sagði söguna af þessu skemmtilega atviki í Sportinu í dag þar sem Selfyssingurinn var gestur. Viðar Örn sat þá fyrir ásamt fyrirsætu frá Ítalíu en heitu pottarnir voru meira að segja nefndir eftir Viðari. Þeir hétu nefnilega Örn. Viðar segir að sagan af þessu sé nokkuð skrautleg. „Þetta er ósköp einfalt. Það var einhver stuðningsmaður sem sendi mér línu á Facebook og hann var með hugmynd af einhverjum heita pottum og þeir áttu að vera mjög „fancy“. Þetta átti að heita Örninn, eftir mér, og ég myndi fá smá pening. Um leið og ég sá að ég átti að fá einhvern pening þá sagði ég að ég væri klár,“ sagði Viðar og hélt áfram: „Ég fer til hans og er í fjóra tíma í myndatökum í pottinum með einhverju módeli frá Mílan. Hún hefur örugglega fengið miklu meira en ég því ég fékk ekki mikið. Það var dróni og við áttum að vera þykjast tala saman og þetta var mjög óþægilegt. Svo átti ég að fá cut yfir árið og þeir ætluðu að senda pott á mömmu en ég hef ekki séð þennan mann aftur.“ „Ég var að leita að fyrirtækinu en það er komin einhver allt önnur síða. Það voru komnar alvöru tölur á ári svo ég var klár en svo heyrði ég ekkert meira í honum. Hann talaði aldrei við mig aftur en þetta var fyndið. Hann greiddi mér fyrir myndatökuna svo ég kom vel út úr þessu,“ sagði Viðar brosandi. Innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan. Klippa: Sporitð í dag - Viðar Örn - pottasagan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslendingar erlendis Grín og gaman Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira