Erlent

Leyniþjónustumaður ákærður í máli Önnu Politkovskaya

MYND/AFP

Níu hafa verið ákærði í Rússlandi fyrir morðið á blaðamanninum Önnu Politkovskaya sem var skotin til bana í október á síðasta ári. Meðal þeirra sem eru ákærðir er yfirmaður í rússnesku leyniþjónustunni.

Anna Politkovskaya var skotinn til bana á heimili sínu í Moskvu. Hún var meðal annars þekkt fyrir að gagnrýna embættisfærslur Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Morðið vakti mikla athygli út um allan heim og mikill þrýstingur myndaðist á rússnesk stjórnvöld að leysa málið sem fyrst.

Leyniþjónustumaðurinn sem er ákærður er talinn hafa komið upplýsingum um dvalarstað Politkovskaya í hendur annars manns sem síðan lét morðingjann fá þær.

Formlegur málflutningur hefst í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×