Erlent

Myrti eiginkonu sína í réttarsal

Maðurinn særði tvo lögfræðinga. Mynd úr safni.
Maðurinn særði tvo lögfræðinga. Mynd úr safni. MYND/AFP

Þrír létust og tveir særðust þegar albanskur karlmaður hóf skothríð inni í réttarsal í borginni Reggio Emilia á Ítalíu í morgun. Meðal þeirra sem létust var kona mannsins en réttarhöld í skilnaðarmáli þeirra hjóna stóðu yfir þegar maðurinn skaut hana.

Þá myrti maðurinn einnig tvo ættingja konunnar sem voru viðstaddir réttarhöldin og særði tvo lögfræðinga áður lögreglan skaut hann til bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×