Rebic hetjan sem tryggði Frankfurt bikarinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. maí 2018 20:05 Rebic skoraði tvö af þremur mörkum Frankfurt í kvöld Vísir/Getty Frankfurt er bikarmeistari eftir sigur á Bayern München í úrslitaleiknum í kvöld. Bayern náði því ekki að leika eftir leik Wolfsburg í kvennafótboltanum og tryggja sér tvennuna heima fyrir. Ante Rebic kom Frankfurt yfir á 11. mínútu leiksins eftir framúrskarandi stungusendingu Kevin-Prince Boateng inn í hlaupið hjá Rebic sem kom honum einum gegn Sven Ulreich í markinu og Króatinn kláraði vel í marknetið. Frankfurt leiddi þegar liðin gengu til búningsherbergja en Pólverjinn Robert Lewandowski jafnaði fyrir Bayern stuttu eftir að seinni hálfleikur hófst. Allt stefndi í að framlengja þyrfti leikinn þegar Rebic kom Frankfurt aftur yfir með frábæru marki. Danny da Costa átti stórbrotna sendingu sem hann gæti líklegast ekki leikið eftir þótt hann fengi til þess tíu tilraunir. Boltinn fór yfir nærri allan völlinn og lenti á milli miðvarðanna tveggja. Rebic tók sprett sem Usain Bolt yrði stoltur af og var á undan varnarmönnunum í boltann og vippaði boltanum yfir Ulreich í markinu. Glæsimark og Frankfurt komið með sjö fingur á bikarinn. Allir tíu fingurnir gátu svo fundið fyrir bikarnum þegar Mijat Gacinovic skoraði á sjöttu mínútu uppbótartímans. Bayern fékk hornspyrnu og allir leikmenn liðsins, markmaðurin með talinn, höfðu safnast fyrir í teignum. Boltinn barst til Gacinovic sem tók á sprett og í stað þess að taka áhættuna á því að hitta ekki markið, þó það væri tómt, hljóp hann upp allan völlinn og vann kapphlaupið við varnarmenn Bayern og skilaði boltanum í autt netið og tryggði Frankfurt fimmta bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins. Þýski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Fleiri fréttir Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Sjá meira
Frankfurt er bikarmeistari eftir sigur á Bayern München í úrslitaleiknum í kvöld. Bayern náði því ekki að leika eftir leik Wolfsburg í kvennafótboltanum og tryggja sér tvennuna heima fyrir. Ante Rebic kom Frankfurt yfir á 11. mínútu leiksins eftir framúrskarandi stungusendingu Kevin-Prince Boateng inn í hlaupið hjá Rebic sem kom honum einum gegn Sven Ulreich í markinu og Króatinn kláraði vel í marknetið. Frankfurt leiddi þegar liðin gengu til búningsherbergja en Pólverjinn Robert Lewandowski jafnaði fyrir Bayern stuttu eftir að seinni hálfleikur hófst. Allt stefndi í að framlengja þyrfti leikinn þegar Rebic kom Frankfurt aftur yfir með frábæru marki. Danny da Costa átti stórbrotna sendingu sem hann gæti líklegast ekki leikið eftir þótt hann fengi til þess tíu tilraunir. Boltinn fór yfir nærri allan völlinn og lenti á milli miðvarðanna tveggja. Rebic tók sprett sem Usain Bolt yrði stoltur af og var á undan varnarmönnunum í boltann og vippaði boltanum yfir Ulreich í markinu. Glæsimark og Frankfurt komið með sjö fingur á bikarinn. Allir tíu fingurnir gátu svo fundið fyrir bikarnum þegar Mijat Gacinovic skoraði á sjöttu mínútu uppbótartímans. Bayern fékk hornspyrnu og allir leikmenn liðsins, markmaðurin með talinn, höfðu safnast fyrir í teignum. Boltinn barst til Gacinovic sem tók á sprett og í stað þess að taka áhættuna á því að hitta ekki markið, þó það væri tómt, hljóp hann upp allan völlinn og vann kapphlaupið við varnarmenn Bayern og skilaði boltanum í autt netið og tryggði Frankfurt fimmta bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins.
Þýski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Fleiri fréttir Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Sjá meira