Erlent

Lög­regla rann­sakar fjalla­kofa Tom Hagen

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla hefur síðustu daga rannsakað húsnæði Hagen frekar, meðal annars heimili hans við Sloraveien í Lørenskog og svo vinnustað hans í Futurum industripark.
Lögregla hefur síðustu daga rannsakað húsnæði Hagen frekar, meðal annars heimili hans við Sloraveien í Lørenskog og svo vinnustað hans í Futurum industripark. EPA

Fjöldi lögreglumanna mættu í morgun að fjallakofa norska auðjöfursins Tom Hagen við Kvitfjell. Þetta staðfestir talsmaður lögreglu í samtali við norska fjölmiðla.

Tom Hagen situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth frá 31. október 2018.

Norskir fjölmiðlar segja lögeglu hafa notast við þrívíddarskanna við fjallakofann í morgun. 

Lögregla hefur síðustu daga rannsakað húsnæði Hagen frekar, meðal annars heimili hans við Sloraveien í Lørenskog og svo vinnustað hans í Futurum industripark. Hefur lögregla lagt hald á einhver gögn.

Fyrr í vikunni var greint frá því að lögregla rannsakaði nú ræsisbrunn í innkeyrslunni á lóð Hagen í Lørenskog.

Málið var fyrst rannsakað sem mannrán, en Tom Hagen er nú talinn hafa sviðsett ránið til að villa um fyrir lögreglunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.