Nýja brúin fær vegtengingu á næsta ári Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2012 14:15 Nýja brúin í Reykholtsdal hefur staðið tilbúin frá því í vor. Mynd/Friðrik Þór Halldórsson Vegagerðin hefur boðið út lagningu vega að nýrri brú yfir Reykjadalsá í Reykholtsdal í Borgarfirði og samkvæmt útboðsauglýsingu eiga þeir að vera tilbúnir 15. júlí næsta sumar. Nýja brúin, sem lokið var við í vor, mun því standa ónotuð án vegtengingar í heilt ár áður en vegfarendur fá að aka yfir hana. Tilboð í gerð 2,2 kílómetra kafla við Reykjadalsá, milli Reykholts og Kleppjárnsreykja, voru opnuð hjá Vegagerðinni í fyrradag. Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta boð, upp á 53,4 milljónir króna. Það er um 73 prósent af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 72,9 milljónir króna. Sjö tilboð bárust í verkið og voru öll nema eitt undir kostnaðaráætlun. Næstlægsta boð, frá Þrótti á Akranesi, var upp á 56,3 milljónir, eða 77 prósent af kostnaðaráætlun. Vegagerðin fól eigin vinnuflokki brúarsmíðina þar sem hann var verkefnalaus. Hófst hann handa í febrúar og lauk smíðinni í júní. Engin fjárveiting var hins vegar til fyrir vegagerð að brúnni og því stendur hún ónotuð í miðjum Reykholtsdal. Vegfarendur þurfa því enn um sinn að notast við gömlu brúna, sem var byggð árið 1939. Hún er orðin svo léleg að þyngstu ökutæki mega ekki aka yfir hana og er annar landstöpull hennar brotinn. Vegagerðin áætlar að nýjan brúin ásamt nýjum vegum kosti um 300 milljónir króna. Tengdar fréttir Nýja brúin stendur ónotuð - veginn vantar Þorpin tvö í Reykholtsdal í Borgarfirði, Kleppjárnsreykir og Reykholt, fá betri tengingu með nýrri brú yfir Reykjadalsá, sem er að verða tilbúin. Brúin verður þó ekki opnuð fyrr en eftir rúmt ár þar sem fjárveitingu vantar í vegagerð að henni. Gamla brúin er mjó og einbreið en verður leyst af hólmi með nýrri brú sem risin er um eitthundrað metrum austar. 28. júní 2012 10:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út lagningu vega að nýrri brú yfir Reykjadalsá í Reykholtsdal í Borgarfirði og samkvæmt útboðsauglýsingu eiga þeir að vera tilbúnir 15. júlí næsta sumar. Nýja brúin, sem lokið var við í vor, mun því standa ónotuð án vegtengingar í heilt ár áður en vegfarendur fá að aka yfir hana. Tilboð í gerð 2,2 kílómetra kafla við Reykjadalsá, milli Reykholts og Kleppjárnsreykja, voru opnuð hjá Vegagerðinni í fyrradag. Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta boð, upp á 53,4 milljónir króna. Það er um 73 prósent af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 72,9 milljónir króna. Sjö tilboð bárust í verkið og voru öll nema eitt undir kostnaðaráætlun. Næstlægsta boð, frá Þrótti á Akranesi, var upp á 56,3 milljónir, eða 77 prósent af kostnaðaráætlun. Vegagerðin fól eigin vinnuflokki brúarsmíðina þar sem hann var verkefnalaus. Hófst hann handa í febrúar og lauk smíðinni í júní. Engin fjárveiting var hins vegar til fyrir vegagerð að brúnni og því stendur hún ónotuð í miðjum Reykholtsdal. Vegfarendur þurfa því enn um sinn að notast við gömlu brúna, sem var byggð árið 1939. Hún er orðin svo léleg að þyngstu ökutæki mega ekki aka yfir hana og er annar landstöpull hennar brotinn. Vegagerðin áætlar að nýjan brúin ásamt nýjum vegum kosti um 300 milljónir króna.
Tengdar fréttir Nýja brúin stendur ónotuð - veginn vantar Þorpin tvö í Reykholtsdal í Borgarfirði, Kleppjárnsreykir og Reykholt, fá betri tengingu með nýrri brú yfir Reykjadalsá, sem er að verða tilbúin. Brúin verður þó ekki opnuð fyrr en eftir rúmt ár þar sem fjárveitingu vantar í vegagerð að henni. Gamla brúin er mjó og einbreið en verður leyst af hólmi með nýrri brú sem risin er um eitthundrað metrum austar. 28. júní 2012 10:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Nýja brúin stendur ónotuð - veginn vantar Þorpin tvö í Reykholtsdal í Borgarfirði, Kleppjárnsreykir og Reykholt, fá betri tengingu með nýrri brú yfir Reykjadalsá, sem er að verða tilbúin. Brúin verður þó ekki opnuð fyrr en eftir rúmt ár þar sem fjárveitingu vantar í vegagerð að henni. Gamla brúin er mjó og einbreið en verður leyst af hólmi með nýrri brú sem risin er um eitthundrað metrum austar. 28. júní 2012 10:30