Nýja brúin stendur ónotuð - veginn vantar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2012 10:30 Þorpin tvö í Reykholtsdal í Borgarfirði, Kleppjárnsreykir og Reykholt, fá betri tengingu með nýrri brú yfir Reykjadalsá, sem er að verða tilbúin. Brúin verður þó ekki opnuð fyrr en eftir rúmt ár þar sem fjárveitingu vantar í vegagerð að henni. Gamla brúin er mjó og einbreið en verður leyst af hólmi með nýrri brú sem risin er um eitthundrað metrum austar. Gamla brúin er komin á áttræðisaldur, byggð 1939, og orðin svo léleg að þyngstu ökutæki mega ekki aka yfir hana. Vegafarendur milli Reykholts og Kleppjárnsreykja losna við ein gatnamót en fá líka örlítla styttingu vegarins milli þorpanna. Vegagerðin áætlar að nýjan brúin ásamt nýjum vegum kosti um 300 milljónir króna. Sigurður Hallur Sigurðsson, brúarsmiður hjá Vegagerðinni, segir að þetta verði allt annað. Nýja brúin sé í fullri breidd en gamla brúin bæði mjög og léleg og landstöpullinn öðru megin brotinn. „Þanng að þetta skipti miklu máli fyrir byggðina að fá svona góða brú," segir Sigurður Hallur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Brúarsmiðirnir eru flestir Húnvetningar úr vinnuflokki Vegagerðarinnar á Hvammstanga. Þeir hófust handa 16. febrúar í vetur og hefur allt gengið að óskum, að sögn Sigurðar. Þeir hafi þó lent í miklu vatni fyrst og töfum vegna vatnavaxta en þá var Reykjadalsá ekki jafn sakleysisleg og hún hefur verið í sumar. Þótt brúin sé nánast tilbúin fæst fjárveiting til að ljúka vegagerð að henni ekki fyrr en á næsta ári, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Vinnuflokkinn vantaði verkefni og var ákveðið að nýta hann í brúarsmíðina, þótt vegurinn kæmi síðar, en áætlað er að hann verði tilbúinn síðla næsta sumars. Nýja brúin mun því standa þarna ónotuð í rúmt ár. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þorpin tvö í Reykholtsdal í Borgarfirði, Kleppjárnsreykir og Reykholt, fá betri tengingu með nýrri brú yfir Reykjadalsá, sem er að verða tilbúin. Brúin verður þó ekki opnuð fyrr en eftir rúmt ár þar sem fjárveitingu vantar í vegagerð að henni. Gamla brúin er mjó og einbreið en verður leyst af hólmi með nýrri brú sem risin er um eitthundrað metrum austar. Gamla brúin er komin á áttræðisaldur, byggð 1939, og orðin svo léleg að þyngstu ökutæki mega ekki aka yfir hana. Vegafarendur milli Reykholts og Kleppjárnsreykja losna við ein gatnamót en fá líka örlítla styttingu vegarins milli þorpanna. Vegagerðin áætlar að nýjan brúin ásamt nýjum vegum kosti um 300 milljónir króna. Sigurður Hallur Sigurðsson, brúarsmiður hjá Vegagerðinni, segir að þetta verði allt annað. Nýja brúin sé í fullri breidd en gamla brúin bæði mjög og léleg og landstöpullinn öðru megin brotinn. „Þanng að þetta skipti miklu máli fyrir byggðina að fá svona góða brú," segir Sigurður Hallur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Brúarsmiðirnir eru flestir Húnvetningar úr vinnuflokki Vegagerðarinnar á Hvammstanga. Þeir hófust handa 16. febrúar í vetur og hefur allt gengið að óskum, að sögn Sigurðar. Þeir hafi þó lent í miklu vatni fyrst og töfum vegna vatnavaxta en þá var Reykjadalsá ekki jafn sakleysisleg og hún hefur verið í sumar. Þótt brúin sé nánast tilbúin fæst fjárveiting til að ljúka vegagerð að henni ekki fyrr en á næsta ári, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Vinnuflokkinn vantaði verkefni og var ákveðið að nýta hann í brúarsmíðina, þótt vegurinn kæmi síðar, en áætlað er að hann verði tilbúinn síðla næsta sumars. Nýja brúin mun því standa þarna ónotuð í rúmt ár.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira