Bastiu-menn sjá bara rautt á nýju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2017 23:00 Það er ljóst að Dragó-styttan í frönsku deildinni er ekki á leiðinni til Bastia-liðsins. Fyrstu tveir mánuður nýja ársins hafa verið bókstaflega rauðir mánuðir hjá þessu liði frá eyjunni Korsíku í Miðjarðarhafinu. SC Bastia hefur verið í efstu deild frá 2012 en liðið hafði þá unnið C-deildina og B-deildina tímabilin á undan.Á undanförnum fjórum tímabilum hefur liðið endaði í 10. til 12. sæti í frönsku deildinni og liðið var í 15.sæti í árslok 2016. Nú tíu leikjum síðar er útlitið hinsvegar orðið slæmt eftir sannkallaða martraðarbyrjun á árinu 2017. SC Bastia er komið niður í fallsæti eftir að hafa aðeins náð í 5 stig af 30 mögulegum í fyrstu tíu deildarleikjum sínum á árinu 2017. Það sem er enn verra að liðið hefur fengið níu rauð spjöld í leikjunum tíu en aðeins skorað samtals sjö mörk. Markatalan er -20 (7-27). Bastia tapaði 5-0 á móti EA Guingamp um helgina og þar fékk Gael Danic að líta rauða spjaldið. Í leiknum á undan var það Nicolas Saint-Ruf sem var rekinn af velli. Enginn hefur þó verið öflugri í rauðu spjöldunum en hinn 32 ára gamli Yannick Cahuzac. Yannick Cahuzac, sem er fyrirliði Bastia-liðsins, hefur tekið út bann í síðustu þremur leikjum en hann hefur endað þrjá af síðustu fjórum deildarleikjum sínum með því að vera sendur snemma í sturtu. Cahuzac hefur alls fengið að líta fjögur rauð spjöld á tímabilinu en þrjú þeirra þó fyrir tvö gul spjöld. Alls hefur SC Bastia fengið þrettán rauð spjöld á tímabilinu eða meiri en öll lið í fimm bestu deildum Evrópu á þessu tímabili. Rauðu spjöldin voru þó „bara“ fjögur um áramótin.Bastia's 2017 so far: games, points, goals, red cards. Beast-ia. #Ligue1 #Bastia pic.twitter.com/JqbLmObseN— SofaScore (@SofaScore) March 13, 2017 Fótbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Það er ljóst að Dragó-styttan í frönsku deildinni er ekki á leiðinni til Bastia-liðsins. Fyrstu tveir mánuður nýja ársins hafa verið bókstaflega rauðir mánuðir hjá þessu liði frá eyjunni Korsíku í Miðjarðarhafinu. SC Bastia hefur verið í efstu deild frá 2012 en liðið hafði þá unnið C-deildina og B-deildina tímabilin á undan.Á undanförnum fjórum tímabilum hefur liðið endaði í 10. til 12. sæti í frönsku deildinni og liðið var í 15.sæti í árslok 2016. Nú tíu leikjum síðar er útlitið hinsvegar orðið slæmt eftir sannkallaða martraðarbyrjun á árinu 2017. SC Bastia er komið niður í fallsæti eftir að hafa aðeins náð í 5 stig af 30 mögulegum í fyrstu tíu deildarleikjum sínum á árinu 2017. Það sem er enn verra að liðið hefur fengið níu rauð spjöld í leikjunum tíu en aðeins skorað samtals sjö mörk. Markatalan er -20 (7-27). Bastia tapaði 5-0 á móti EA Guingamp um helgina og þar fékk Gael Danic að líta rauða spjaldið. Í leiknum á undan var það Nicolas Saint-Ruf sem var rekinn af velli. Enginn hefur þó verið öflugri í rauðu spjöldunum en hinn 32 ára gamli Yannick Cahuzac. Yannick Cahuzac, sem er fyrirliði Bastia-liðsins, hefur tekið út bann í síðustu þremur leikjum en hann hefur endað þrjá af síðustu fjórum deildarleikjum sínum með því að vera sendur snemma í sturtu. Cahuzac hefur alls fengið að líta fjögur rauð spjöld á tímabilinu en þrjú þeirra þó fyrir tvö gul spjöld. Alls hefur SC Bastia fengið þrettán rauð spjöld á tímabilinu eða meiri en öll lið í fimm bestu deildum Evrópu á þessu tímabili. Rauðu spjöldin voru þó „bara“ fjögur um áramótin.Bastia's 2017 so far: games, points, goals, red cards. Beast-ia. #Ligue1 #Bastia pic.twitter.com/JqbLmObseN— SofaScore (@SofaScore) March 13, 2017
Fótbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira