„Við ætlum ekki að gefa neitt eftir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. maí 2020 19:19 Verkfallsverðir Eflingar fóru um í dag og fylgdust með hvort verið væri að virða verkfallið. Vísir/Friðrik Þór Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður. Verkfall nærri þrjú hundruð félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Kópavogsbæ og fleiri sveitarfélögum hófst á hádegi í gær. Verkfallið hefur áhrif á fjóra grunnskóla og fjóra leikskóla í bænum en vegna verkfallsins eru nær engin þrif í þessum skólum. Í dag var því flestum þeirra lokað að mestu leyti. „Við náttúrulega lokuðum skólanum í morgun og við getum náttúrlega ekki haldið úti lögbundnu skólastarfi. Þannig þetta bitnar bara mjög illa á okkur,“ segir Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri Álfhólsskóla. Hún segir ljóst að aðeins sé hægt að taka móti elstu nemendunum hluta úr degi á meðan að verkfallið stendur en hinir nemendurnir verða að vera heima. „10. bekkur kom í dag og ég sem sagt sá um þrif í gær til þess að þau gætu komið í dag og við ætlum að stefna að því að þau geti komið til okkar.“ „Við höfum ekki orðið vör við nein verkfallsbrot. Við urðum reyndar vör við mikið af útikennslu sem að okkur var sagt að væri samkvæmt stundaskrá og við verðum bara að treysta því,“ segir Valgerður Árnadóttir teymisstjóri félagssviðs Eflingar sem sinnti verkallsvörslu í dag. „Það er baráttuhugur í öllum. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir núna,“ segir Fríða Hammer starfsmaður heimaþjónustu Kópavogs. Verkföll 2020 Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Kjaramál Kópavogur Tengdar fréttir Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15 Formaður SÍS segir kröfur Eflingar vera langt fram úr hófi Á þriðja hundrað félagsmenn Eflingar hófu verkfall nú í hádeginu. Verkfallið hefur mikil áhrif á skólastarf í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. 5. maí 2020 13:17 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður. Verkfall nærri þrjú hundruð félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Kópavogsbæ og fleiri sveitarfélögum hófst á hádegi í gær. Verkfallið hefur áhrif á fjóra grunnskóla og fjóra leikskóla í bænum en vegna verkfallsins eru nær engin þrif í þessum skólum. Í dag var því flestum þeirra lokað að mestu leyti. „Við náttúrulega lokuðum skólanum í morgun og við getum náttúrlega ekki haldið úti lögbundnu skólastarfi. Þannig þetta bitnar bara mjög illa á okkur,“ segir Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri Álfhólsskóla. Hún segir ljóst að aðeins sé hægt að taka móti elstu nemendunum hluta úr degi á meðan að verkfallið stendur en hinir nemendurnir verða að vera heima. „10. bekkur kom í dag og ég sem sagt sá um þrif í gær til þess að þau gætu komið í dag og við ætlum að stefna að því að þau geti komið til okkar.“ „Við höfum ekki orðið vör við nein verkfallsbrot. Við urðum reyndar vör við mikið af útikennslu sem að okkur var sagt að væri samkvæmt stundaskrá og við verðum bara að treysta því,“ segir Valgerður Árnadóttir teymisstjóri félagssviðs Eflingar sem sinnti verkallsvörslu í dag. „Það er baráttuhugur í öllum. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir núna,“ segir Fríða Hammer starfsmaður heimaþjónustu Kópavogs.
Verkföll 2020 Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Kjaramál Kópavogur Tengdar fréttir Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15 Formaður SÍS segir kröfur Eflingar vera langt fram úr hófi Á þriðja hundrað félagsmenn Eflingar hófu verkfall nú í hádeginu. Verkfallið hefur mikil áhrif á skólastarf í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. 5. maí 2020 13:17 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15
Formaður SÍS segir kröfur Eflingar vera langt fram úr hófi Á þriðja hundrað félagsmenn Eflingar hófu verkfall nú í hádeginu. Verkfallið hefur mikil áhrif á skólastarf í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. 5. maí 2020 13:17