Erdogan berst við „Nasista“ og hótar þvingunum Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2017 19:22 Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, fer nú mikinn eftir að þeim var meinað að halda kosningafundi í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Erdogan hefur að undanförnu verið duglegur við að kalla æðstu ráðamenn Þýskalands og Hollands Nasista og segist nú ætla að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, styðja hryðjuverkamenn. Þar að auki ítrekaði hann að Nasista-líkingu sína, í sjónvarpsviðtali nú í kvöld. Auk þess hótaði Erdogan að beita viðskiptaþvingunum gegn Hollandi, bandamönnum sínum innan Atlantshafsbandalagsins.Leita til Tyrkja í Evrópu Saga málsins er sú að Tyrkir hafa verið að senda ráðherra til Evrópu til að tryggja sér atkvæði Tyrkja sem búa þar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi þann 16. apríl. Fjölmargir Tyrkir búa í Evrópu og sem dæmi eru allt að 1,4 milljónir Tyrkja sem geta kosið í Þýskalandi. Um 400 þúsund kosningabærir Tyrkir búa í Hollandi. Atkvæðagreiðslan er um stjórnarskrárbreytingar sem gefa Erdogan mun meiri völd en forsetar í Tyrklandi hafa haft áður. Embætti forsætisráðherra yrði í raun lagt niður. Samband Erdogan og ráðamanna í Evrópu var stirt fyrir vegna ýmissa mannréttindabrota í Tyrklandi og aðgerðir stjórnvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar hluta hersins þar í sumar. Þann 2. maí komu embættismenn í Gaggenau í Þýskalandi í veg fyrir kosningafund Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, og sögðu þeir ástæðuna vera áhyggjur vegna öryggis og mannfjölda. Stjórnendur annarra borga í Þýskalandi fylgdu þeirri ákvörðun.Erdogan brást reiður við og sakaði Þjóðverja um að beita aðferðum Nasista. Merkel sagði ríkisstjórn sína ekki vera á móti kosningafundum Tyrkja í Þýskalandi, en að þeir yrðu að fylgja reglugerðum.Féllu í gildru Erdogan Yfirvöld í Hollandi bönnuðu hins vegar Tyrkjum að halda kosningafundi þar og meinuðu flugvél Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, að lenda í Hollandi. Þá var Fatma Betul Sayan Kaya, fjölskylduráðherra Tyrklands, vísað frá landinu. Christian Kern, kanslari Austurríkis, hefur kallað eftir því að Evrópusambandið leggi blátt bann við kosningafundum Tyrkja. Þeirri uppástungu hefur þó ekki verið tekið vel.Erdogan hefur kallað Hollendinga Nasista minnst tvisvar sinnum um helgina, en Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir slík ummæli óásættanleg og fer fram á afsökunarbeiðni frá Erdogan. Deilan hefur leitt til mótmæla í Hollandi. Sérfræðingar sem AFP fréttaveitan ræddi við segja Hollendinga einfaldlega hafa fallið í gildru Erdogan. Hann hafi í raun verið að leita sér að óvini til að þjappa þjóðernissinnum heima fyrir á bak við sig. Fyrrverandi erindreki ESB í Tyrklandi segir enga leið út úr þessari deilu í fljótu bragði. Mjög lítill munur sé á milli fylkinga í Tyrklandi miðað við skoðanakannanir og að mikið liggi undir hjá Erdogan og stuðningsmönnum hans. Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, fer nú mikinn eftir að þeim var meinað að halda kosningafundi í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Erdogan hefur að undanförnu verið duglegur við að kalla æðstu ráðamenn Þýskalands og Hollands Nasista og segist nú ætla að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, styðja hryðjuverkamenn. Þar að auki ítrekaði hann að Nasista-líkingu sína, í sjónvarpsviðtali nú í kvöld. Auk þess hótaði Erdogan að beita viðskiptaþvingunum gegn Hollandi, bandamönnum sínum innan Atlantshafsbandalagsins.Leita til Tyrkja í Evrópu Saga málsins er sú að Tyrkir hafa verið að senda ráðherra til Evrópu til að tryggja sér atkvæði Tyrkja sem búa þar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi þann 16. apríl. Fjölmargir Tyrkir búa í Evrópu og sem dæmi eru allt að 1,4 milljónir Tyrkja sem geta kosið í Þýskalandi. Um 400 þúsund kosningabærir Tyrkir búa í Hollandi. Atkvæðagreiðslan er um stjórnarskrárbreytingar sem gefa Erdogan mun meiri völd en forsetar í Tyrklandi hafa haft áður. Embætti forsætisráðherra yrði í raun lagt niður. Samband Erdogan og ráðamanna í Evrópu var stirt fyrir vegna ýmissa mannréttindabrota í Tyrklandi og aðgerðir stjórnvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar hluta hersins þar í sumar. Þann 2. maí komu embættismenn í Gaggenau í Þýskalandi í veg fyrir kosningafund Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, og sögðu þeir ástæðuna vera áhyggjur vegna öryggis og mannfjölda. Stjórnendur annarra borga í Þýskalandi fylgdu þeirri ákvörðun.Erdogan brást reiður við og sakaði Þjóðverja um að beita aðferðum Nasista. Merkel sagði ríkisstjórn sína ekki vera á móti kosningafundum Tyrkja í Þýskalandi, en að þeir yrðu að fylgja reglugerðum.Féllu í gildru Erdogan Yfirvöld í Hollandi bönnuðu hins vegar Tyrkjum að halda kosningafundi þar og meinuðu flugvél Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, að lenda í Hollandi. Þá var Fatma Betul Sayan Kaya, fjölskylduráðherra Tyrklands, vísað frá landinu. Christian Kern, kanslari Austurríkis, hefur kallað eftir því að Evrópusambandið leggi blátt bann við kosningafundum Tyrkja. Þeirri uppástungu hefur þó ekki verið tekið vel.Erdogan hefur kallað Hollendinga Nasista minnst tvisvar sinnum um helgina, en Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir slík ummæli óásættanleg og fer fram á afsökunarbeiðni frá Erdogan. Deilan hefur leitt til mótmæla í Hollandi. Sérfræðingar sem AFP fréttaveitan ræddi við segja Hollendinga einfaldlega hafa fallið í gildru Erdogan. Hann hafi í raun verið að leita sér að óvini til að þjappa þjóðernissinnum heima fyrir á bak við sig. Fyrrverandi erindreki ESB í Tyrklandi segir enga leið út úr þessari deilu í fljótu bragði. Mjög lítill munur sé á milli fylkinga í Tyrklandi miðað við skoðanakannanir og að mikið liggi undir hjá Erdogan og stuðningsmönnum hans.
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira