Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Bjarki Ármannsson skrifar 29. mars 2016 13:30 „Birtir upplýsingar um fjármál sín: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að sömu skilyrði gildi um frambjóðendur flokksins í efstu sætum og þingmenn hans um að gera opinber fjárhagsleg tengsl.“ Svo segir í grein Tímans, sem gefinn var út sérstaklega af Framsóknarflokknum fyrir Alþingiskosningarnar árið 2009 og fylgdi með Fréttablaðinu. Á forsíðu blaðsins var frétt um fjárframlög til flokksins, sem og fjárhagsleg tengsl þingmanna hans. Í hliðardálki eru taldar upp upplýsingar um hagsmunatengsl Sigmundar en þar er þess hvergi getið að hann sé skráður fyrir félaginu Wintris á Bresku Jómfrúareyjum. Það var þó tilfellið, samkvæmt þeim upplýsingum sem Sigmundur hefur gefið upp um félagið frá því að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, greindi frá tilvist félagsins í Facebook-færslu á dögunum í kjölfar fyrirspurna frá fjölmiðlum.Í færslu á bloggsíðu sinni á páskadag segir Sigmundur að frá árinu 2007 og þar til skráð eignarhald var lagfært hjá umsýslufélagi Wintris „síðla árs 2009“ hafi þau hjónin bæði verið skráð fyrir félaginu. Það hafi verið fyrirkomulag sem Landsbankinn lagði til og þau ekki „hugsað sérstaklega út í.“ Þau hafi þó leiðrétt skráninguna þegar þeim var bent á þetta af nýju umsýslufyrirtæki.Upplýsingar um fjárhag Sigmundar á forsíðu Tímans, þar sem meðal annars er tekið fram að hann eigi helmingshlut í Menningu ehf., félagi um verkefni á sviði skipulagshagfræði sem hvorki hefur tekjur né gjöld, náðu þannig ekki yfir hlut Sigmundar í félagi sem skráð var á aflandseyjum og lýsti 523 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna. Í greininni á forsíðu Tímans segir að Framsóknarflokkurinn beiti sér fyrir „opnum og lýðræðislegum vinnubrögðum“ með því að greina frá heildarframlögum lögaðila til flokksins. Jómfrúarmálið svokallaða hefur aftur á móti vakið mikla reiði meðal stjórnarandstöðu og almennings þar sem enginn vissi um þessi hagsmunatengsl Sigmundar og konu, hvorki flokksmenn hans né samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn. Sigmundur sagði í viðtali við Fréttablaðið rétt fyrir páska að hann hefði ekki talið „siðferðislega rétt“ að greina frá tilvist félagsins Wintris fyrr en þau hjónin gerðu. Wintris heldur utan um fjölskylduarf Önnu Sigurlaugar. Hún er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem seldi reksturinn árið 2005. Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Birtir upplýsingar um fjármál sín: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að sömu skilyrði gildi um frambjóðendur flokksins í efstu sætum og þingmenn hans um að gera opinber fjárhagsleg tengsl.“ Svo segir í grein Tímans, sem gefinn var út sérstaklega af Framsóknarflokknum fyrir Alþingiskosningarnar árið 2009 og fylgdi með Fréttablaðinu. Á forsíðu blaðsins var frétt um fjárframlög til flokksins, sem og fjárhagsleg tengsl þingmanna hans. Í hliðardálki eru taldar upp upplýsingar um hagsmunatengsl Sigmundar en þar er þess hvergi getið að hann sé skráður fyrir félaginu Wintris á Bresku Jómfrúareyjum. Það var þó tilfellið, samkvæmt þeim upplýsingum sem Sigmundur hefur gefið upp um félagið frá því að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, greindi frá tilvist félagsins í Facebook-færslu á dögunum í kjölfar fyrirspurna frá fjölmiðlum.Í færslu á bloggsíðu sinni á páskadag segir Sigmundur að frá árinu 2007 og þar til skráð eignarhald var lagfært hjá umsýslufélagi Wintris „síðla árs 2009“ hafi þau hjónin bæði verið skráð fyrir félaginu. Það hafi verið fyrirkomulag sem Landsbankinn lagði til og þau ekki „hugsað sérstaklega út í.“ Þau hafi þó leiðrétt skráninguna þegar þeim var bent á þetta af nýju umsýslufyrirtæki.Upplýsingar um fjárhag Sigmundar á forsíðu Tímans, þar sem meðal annars er tekið fram að hann eigi helmingshlut í Menningu ehf., félagi um verkefni á sviði skipulagshagfræði sem hvorki hefur tekjur né gjöld, náðu þannig ekki yfir hlut Sigmundar í félagi sem skráð var á aflandseyjum og lýsti 523 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna. Í greininni á forsíðu Tímans segir að Framsóknarflokkurinn beiti sér fyrir „opnum og lýðræðislegum vinnubrögðum“ með því að greina frá heildarframlögum lögaðila til flokksins. Jómfrúarmálið svokallaða hefur aftur á móti vakið mikla reiði meðal stjórnarandstöðu og almennings þar sem enginn vissi um þessi hagsmunatengsl Sigmundar og konu, hvorki flokksmenn hans né samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn. Sigmundur sagði í viðtali við Fréttablaðið rétt fyrir páska að hann hefði ekki talið „siðferðislega rétt“ að greina frá tilvist félagsins Wintris fyrr en þau hjónin gerðu. Wintris heldur utan um fjölskylduarf Önnu Sigurlaugar. Hún er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem seldi reksturinn árið 2005.
Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45
Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48