Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 08:00 Kevin De Bruyne í leik með Manchester City á móti Liverpool. Getty/Alex Dodd Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. Manchester City ætlar að áfrýja til Alþjóða íþróttadómstólsins og félagið hótar áralöngum lögfræðideilum við UEFA en nú bíða menn og sjá hvað verður um alla heimsklassa leikmennina hjá liðinu. Sætta þeir sig við að spila hjá félaginu við þessar erfiðu kringumstæður eða vilja þeir leita annað. GiveMeSport tók saman athyglisverðan lista þar sem menn þar á bæ velta því fyrir sér hvert leikmenn Manchester City ættu að fara ef það verður brunaútsala í sumar. Ensku blöðin eru á fullu að fjalla um Manchester City og Meistaradeildarbannið og mörg eru að skoða mögulegar og alvarlegar afleiðingar þess að fá ekki að keppa í Meistaradeildinni aftur fyrr en haustið 2022. Daily Mail telur það vera klárt ef þessi harði dómur standi að Manchester City þurfi að selja margar af sínum stærstu stjörnum fyrir utan að missa væntanlega knattspyrnustjórann Pep Guardiola til Juventus. Jú það gæti hreinlega orðið brunaútsala á Ethiad í sumar en hvar er besti staðurinn fyrir viðkomandi leikmenn. Raheem Sterling to become a Galactico? Ederson to replace Kepa at Chelsea? Kevin De Bruyne to sign for Liverpool? If City need to generate cash, some of these moves might end up happening https://t.co/mLia0Ylnnx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 16, 2020 Tvær af stjörnunum ættu best heima hjá Real Madrid eða þeir Raheem Sterling og Aymeric Laporte en þeir Sergio Aguero, Rodrigo og Joao Cancelo myndu allir sóma sér vel hjá Atletico Madrid. Nokkrir ættu að fara til liða í ensku úrvalsdeildinni og þá vekur vissulega mesta athygli að sjá Kevin De Bruyne fara til Liverpool. De Bruyne var víst stuðningsmaður Liverpool liðsins í æsku. Tottenham gæti nýtt sér bakverðina Kyle Walker og Benjamin Mendy og franska stórliðið Paris Saint Germain hefði örugglega áhuga á að fá til sín leikmenn eins og þá Bernardo Silva og Riyad Mahrez. Markvörðurinn Ederson væru góður kostur fyrir Chelsea og þá ætti Phil Foden að geta komið sterkur inn á miðjuna hjá Manchester United. Fernandinho væri líka einmitt maðurinn sem Arsenal vantar í sitt lið.Hér fyrir neðan má sjá bestu staðina fyrir leikmenn Man. City samkvæmt samantektinni: Kyle Walker: Tottenham Raheem Sterling: Real Madrid Ilkay Gundogan: Borussia Dortmund Gabriel Jesus: Juventus Sergio Aguero: Atletico Madrid Oleksandr Zinchenko: Wolves Aymeric Laporte: Real Madrid Rodrigo: Atletico Madrid Kevin De Bruyne: Liverpool Leroy Sane: Bayern Munich Bernardo Silva: PSG David Silva: Inter Miami Benjamin Mendy: Tottenham Fernandinho: Arsenal Riyad Mahrez: PSG Joao Cancelo: Atletico Madrid Nicolas Otamendi: River Plate Ederson: Chelsea Phil Foden: Man Utd Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. Manchester City ætlar að áfrýja til Alþjóða íþróttadómstólsins og félagið hótar áralöngum lögfræðideilum við UEFA en nú bíða menn og sjá hvað verður um alla heimsklassa leikmennina hjá liðinu. Sætta þeir sig við að spila hjá félaginu við þessar erfiðu kringumstæður eða vilja þeir leita annað. GiveMeSport tók saman athyglisverðan lista þar sem menn þar á bæ velta því fyrir sér hvert leikmenn Manchester City ættu að fara ef það verður brunaútsala í sumar. Ensku blöðin eru á fullu að fjalla um Manchester City og Meistaradeildarbannið og mörg eru að skoða mögulegar og alvarlegar afleiðingar þess að fá ekki að keppa í Meistaradeildinni aftur fyrr en haustið 2022. Daily Mail telur það vera klárt ef þessi harði dómur standi að Manchester City þurfi að selja margar af sínum stærstu stjörnum fyrir utan að missa væntanlega knattspyrnustjórann Pep Guardiola til Juventus. Jú það gæti hreinlega orðið brunaútsala á Ethiad í sumar en hvar er besti staðurinn fyrir viðkomandi leikmenn. Raheem Sterling to become a Galactico? Ederson to replace Kepa at Chelsea? Kevin De Bruyne to sign for Liverpool? If City need to generate cash, some of these moves might end up happening https://t.co/mLia0Ylnnx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 16, 2020 Tvær af stjörnunum ættu best heima hjá Real Madrid eða þeir Raheem Sterling og Aymeric Laporte en þeir Sergio Aguero, Rodrigo og Joao Cancelo myndu allir sóma sér vel hjá Atletico Madrid. Nokkrir ættu að fara til liða í ensku úrvalsdeildinni og þá vekur vissulega mesta athygli að sjá Kevin De Bruyne fara til Liverpool. De Bruyne var víst stuðningsmaður Liverpool liðsins í æsku. Tottenham gæti nýtt sér bakverðina Kyle Walker og Benjamin Mendy og franska stórliðið Paris Saint Germain hefði örugglega áhuga á að fá til sín leikmenn eins og þá Bernardo Silva og Riyad Mahrez. Markvörðurinn Ederson væru góður kostur fyrir Chelsea og þá ætti Phil Foden að geta komið sterkur inn á miðjuna hjá Manchester United. Fernandinho væri líka einmitt maðurinn sem Arsenal vantar í sitt lið.Hér fyrir neðan má sjá bestu staðina fyrir leikmenn Man. City samkvæmt samantektinni: Kyle Walker: Tottenham Raheem Sterling: Real Madrid Ilkay Gundogan: Borussia Dortmund Gabriel Jesus: Juventus Sergio Aguero: Atletico Madrid Oleksandr Zinchenko: Wolves Aymeric Laporte: Real Madrid Rodrigo: Atletico Madrid Kevin De Bruyne: Liverpool Leroy Sane: Bayern Munich Bernardo Silva: PSG David Silva: Inter Miami Benjamin Mendy: Tottenham Fernandinho: Arsenal Riyad Mahrez: PSG Joao Cancelo: Atletico Madrid Nicolas Otamendi: River Plate Ederson: Chelsea Phil Foden: Man Utd
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira