Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 08:00 Kevin De Bruyne í leik með Manchester City á móti Liverpool. Getty/Alex Dodd Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. Manchester City ætlar að áfrýja til Alþjóða íþróttadómstólsins og félagið hótar áralöngum lögfræðideilum við UEFA en nú bíða menn og sjá hvað verður um alla heimsklassa leikmennina hjá liðinu. Sætta þeir sig við að spila hjá félaginu við þessar erfiðu kringumstæður eða vilja þeir leita annað. GiveMeSport tók saman athyglisverðan lista þar sem menn þar á bæ velta því fyrir sér hvert leikmenn Manchester City ættu að fara ef það verður brunaútsala í sumar. Ensku blöðin eru á fullu að fjalla um Manchester City og Meistaradeildarbannið og mörg eru að skoða mögulegar og alvarlegar afleiðingar þess að fá ekki að keppa í Meistaradeildinni aftur fyrr en haustið 2022. Daily Mail telur það vera klárt ef þessi harði dómur standi að Manchester City þurfi að selja margar af sínum stærstu stjörnum fyrir utan að missa væntanlega knattspyrnustjórann Pep Guardiola til Juventus. Jú það gæti hreinlega orðið brunaútsala á Ethiad í sumar en hvar er besti staðurinn fyrir viðkomandi leikmenn. Raheem Sterling to become a Galactico? Ederson to replace Kepa at Chelsea? Kevin De Bruyne to sign for Liverpool? If City need to generate cash, some of these moves might end up happening https://t.co/mLia0Ylnnx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 16, 2020 Tvær af stjörnunum ættu best heima hjá Real Madrid eða þeir Raheem Sterling og Aymeric Laporte en þeir Sergio Aguero, Rodrigo og Joao Cancelo myndu allir sóma sér vel hjá Atletico Madrid. Nokkrir ættu að fara til liða í ensku úrvalsdeildinni og þá vekur vissulega mesta athygli að sjá Kevin De Bruyne fara til Liverpool. De Bruyne var víst stuðningsmaður Liverpool liðsins í æsku. Tottenham gæti nýtt sér bakverðina Kyle Walker og Benjamin Mendy og franska stórliðið Paris Saint Germain hefði örugglega áhuga á að fá til sín leikmenn eins og þá Bernardo Silva og Riyad Mahrez. Markvörðurinn Ederson væru góður kostur fyrir Chelsea og þá ætti Phil Foden að geta komið sterkur inn á miðjuna hjá Manchester United. Fernandinho væri líka einmitt maðurinn sem Arsenal vantar í sitt lið.Hér fyrir neðan má sjá bestu staðina fyrir leikmenn Man. City samkvæmt samantektinni: Kyle Walker: Tottenham Raheem Sterling: Real Madrid Ilkay Gundogan: Borussia Dortmund Gabriel Jesus: Juventus Sergio Aguero: Atletico Madrid Oleksandr Zinchenko: Wolves Aymeric Laporte: Real Madrid Rodrigo: Atletico Madrid Kevin De Bruyne: Liverpool Leroy Sane: Bayern Munich Bernardo Silva: PSG David Silva: Inter Miami Benjamin Mendy: Tottenham Fernandinho: Arsenal Riyad Mahrez: PSG Joao Cancelo: Atletico Madrid Nicolas Otamendi: River Plate Ederson: Chelsea Phil Foden: Man Utd Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. Manchester City ætlar að áfrýja til Alþjóða íþróttadómstólsins og félagið hótar áralöngum lögfræðideilum við UEFA en nú bíða menn og sjá hvað verður um alla heimsklassa leikmennina hjá liðinu. Sætta þeir sig við að spila hjá félaginu við þessar erfiðu kringumstæður eða vilja þeir leita annað. GiveMeSport tók saman athyglisverðan lista þar sem menn þar á bæ velta því fyrir sér hvert leikmenn Manchester City ættu að fara ef það verður brunaútsala í sumar. Ensku blöðin eru á fullu að fjalla um Manchester City og Meistaradeildarbannið og mörg eru að skoða mögulegar og alvarlegar afleiðingar þess að fá ekki að keppa í Meistaradeildinni aftur fyrr en haustið 2022. Daily Mail telur það vera klárt ef þessi harði dómur standi að Manchester City þurfi að selja margar af sínum stærstu stjörnum fyrir utan að missa væntanlega knattspyrnustjórann Pep Guardiola til Juventus. Jú það gæti hreinlega orðið brunaútsala á Ethiad í sumar en hvar er besti staðurinn fyrir viðkomandi leikmenn. Raheem Sterling to become a Galactico? Ederson to replace Kepa at Chelsea? Kevin De Bruyne to sign for Liverpool? If City need to generate cash, some of these moves might end up happening https://t.co/mLia0Ylnnx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 16, 2020 Tvær af stjörnunum ættu best heima hjá Real Madrid eða þeir Raheem Sterling og Aymeric Laporte en þeir Sergio Aguero, Rodrigo og Joao Cancelo myndu allir sóma sér vel hjá Atletico Madrid. Nokkrir ættu að fara til liða í ensku úrvalsdeildinni og þá vekur vissulega mesta athygli að sjá Kevin De Bruyne fara til Liverpool. De Bruyne var víst stuðningsmaður Liverpool liðsins í æsku. Tottenham gæti nýtt sér bakverðina Kyle Walker og Benjamin Mendy og franska stórliðið Paris Saint Germain hefði örugglega áhuga á að fá til sín leikmenn eins og þá Bernardo Silva og Riyad Mahrez. Markvörðurinn Ederson væru góður kostur fyrir Chelsea og þá ætti Phil Foden að geta komið sterkur inn á miðjuna hjá Manchester United. Fernandinho væri líka einmitt maðurinn sem Arsenal vantar í sitt lið.Hér fyrir neðan má sjá bestu staðina fyrir leikmenn Man. City samkvæmt samantektinni: Kyle Walker: Tottenham Raheem Sterling: Real Madrid Ilkay Gundogan: Borussia Dortmund Gabriel Jesus: Juventus Sergio Aguero: Atletico Madrid Oleksandr Zinchenko: Wolves Aymeric Laporte: Real Madrid Rodrigo: Atletico Madrid Kevin De Bruyne: Liverpool Leroy Sane: Bayern Munich Bernardo Silva: PSG David Silva: Inter Miami Benjamin Mendy: Tottenham Fernandinho: Arsenal Riyad Mahrez: PSG Joao Cancelo: Atletico Madrid Nicolas Otamendi: River Plate Ederson: Chelsea Phil Foden: Man Utd
Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira