Leik lokið: Grikkland - Ísland 2-3 | Loksins íslenskur sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2016 19:15 Birkir Már Sævarsson í leiknum í Aþenu í kvöld. Vísir/AFP Ísland vann loksins sigur í landsleik á alþjóðlegum leikdegi er okkar menn höfðu betur gegn Grikkjum ytra, 3-2. Grikkir komust í 2-0 forystu í fyrri hálfeik eftir tvö ódýr mörk en Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn fyrir Ísland áður en flautað var til hálfleiks. Það var hans þriðja landsliðsmark í sex leikjum. Gylfi Þór Sigurðsson var einn fjögurra varamanna sem kom inn á í upphafi síðari hálfleiks og hann lagði upp bæði mörk Íslands í síðari hálfleik. Fyrst fyrir Sverri Inga Ingason og svo Kolbein Sigþórsson en mörkin voru bæði skoruð með skalla. Ísland spilaði á löngum köflum vel í leiknum en eins og áður reyndust einföld mistök liðinu dýr. Emil Hallfreðsson gaf vítaspyrnu um sem Kostas Fortounis skoraði úr á nítjándu mínútu en Grikkjar höfðu varla sótt að neinu ráði í leiknum fram að því. Heimamenn náðu hins vegar betri tökum á leiknum eftir það og á 31. mínútu skoraði Fortounis öðru sinni eftir mistök Sverris Inga, sem náði ekki að hreinsa boltann úr teignum. Strákarnir vöknuðu skyndilega til lífsins. Arnór Ingvi fékk færi til að minnka muninn stuttu eftir síðara mark Grikkja en skaut yfir. Hann bætti fyrir það á 34. mínútu er hann nýtti sér slæman varnarleik heimamanna og minnkaði muninn. Arnór Ingvi var svo óheppinn að skora ekki öðru sinni áður en fyrri hálfleikur var flautaður af en fast skot hans hafnaði í slánni. Keflvíkingurinn öflugi var einn þeirra sem var tekinn af velli en innkoma Gylfa Þórs átti eftir að breyta miklu. Birkir Bjarnason, Theodór Elmar Bjarnason og Kolbeinn komu einnig inn á og höfðu einnig góð áhrif á leikinn. Ísland spilaði mun betur en Grikkland í síðari hálfleik og strákarnir voru óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Jón Daði Böðvarsson og Jóhann Berg Guðmundsson, sem var góður í kvöld, fengu færi til þess en allt kom fyrir ekki. Það þurfti föst leikatriði og hnitmiðaðar sendingar Gylfa til að búa til mörkin og það fyrra kom úr aukaspyrnu sem Sverrir Ingi afgreiddi í markið með góðum skalla. Það síðara kom eftir hornspyrnu og nú var það Kolbeinn sem skallaði boltanum í netið. Strákarnir voru heilt yfir mun öflugir í kvöld en gegn Dönum á fimmtudag og greinilegt að menn náðu að kvitta fyrir þann leik. Útlitið var dökkt í stöðunni 2-0 en Íslendingar héldu rónni og náðu hægt og rólega góðum tökum á leiknum. Þrátt fyrir að Grikkland hefur oft teflt fram sterkara liði í kvöld og það hafi sett svip sinn á leikinn hversu fáir áhorfendur voru á stórum leikvangi Olympiakos í kvöld verður að hrósa íslenska liðinu fyrir að koma til baka úr erfiðri stöðu og vinna langþráðan sigur. Miðverðirnir Sverrir Ingi og Hjörtur fengu tækifærið í kvöld og komust báðir mjög vel inn í leikinn eftir nokkuð slæma byrjun. Sverrir Ingi gaf mark og Hjörtur var einu sinni gripinn í bólinu þegar Grikkir komust í færi í fyrri hálfleik. Þeir skiluðu þó mjög góðu verki í síðari hálfleik og gaman að sjá Sverri Inga bæta fyrir mistökin með marki. Arnór Ingvi sýndi að þar er kominn góður kostur inn á miðju íslenska liðsins og miðað við frammistöðu hans í æfingaleikjum vetrarins verður að teljast líklegt að hann fari með á EM í sumar. Jóhann Berg átti sem fyrr segir góðan leik og Ari Freyr Skúlason sýndi sömuleiðis mikilvægi sitt í bakvarðastöðunni. Jón Daði og Viðar Kjartansson áttu erfitt uppdráttar framan af en Kolbeinn nýtti sínar mínútur vel og skoraði sigurmarkið - hans nítjánda landsliðsmark á ferlinum. Næsti leikur Íslands verður gegn Noregi í Ósló í lok maí. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Ísland vann loksins sigur í landsleik á alþjóðlegum leikdegi er okkar menn höfðu betur gegn Grikkjum ytra, 3-2. Grikkir komust í 2-0 forystu í fyrri hálfeik eftir tvö ódýr mörk en Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn fyrir Ísland áður en flautað var til hálfleiks. Það var hans þriðja landsliðsmark í sex leikjum. Gylfi Þór Sigurðsson var einn fjögurra varamanna sem kom inn á í upphafi síðari hálfleiks og hann lagði upp bæði mörk Íslands í síðari hálfleik. Fyrst fyrir Sverri Inga Ingason og svo Kolbein Sigþórsson en mörkin voru bæði skoruð með skalla. Ísland spilaði á löngum köflum vel í leiknum en eins og áður reyndust einföld mistök liðinu dýr. Emil Hallfreðsson gaf vítaspyrnu um sem Kostas Fortounis skoraði úr á nítjándu mínútu en Grikkjar höfðu varla sótt að neinu ráði í leiknum fram að því. Heimamenn náðu hins vegar betri tökum á leiknum eftir það og á 31. mínútu skoraði Fortounis öðru sinni eftir mistök Sverris Inga, sem náði ekki að hreinsa boltann úr teignum. Strákarnir vöknuðu skyndilega til lífsins. Arnór Ingvi fékk færi til að minnka muninn stuttu eftir síðara mark Grikkja en skaut yfir. Hann bætti fyrir það á 34. mínútu er hann nýtti sér slæman varnarleik heimamanna og minnkaði muninn. Arnór Ingvi var svo óheppinn að skora ekki öðru sinni áður en fyrri hálfleikur var flautaður af en fast skot hans hafnaði í slánni. Keflvíkingurinn öflugi var einn þeirra sem var tekinn af velli en innkoma Gylfa Þórs átti eftir að breyta miklu. Birkir Bjarnason, Theodór Elmar Bjarnason og Kolbeinn komu einnig inn á og höfðu einnig góð áhrif á leikinn. Ísland spilaði mun betur en Grikkland í síðari hálfleik og strákarnir voru óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Jón Daði Böðvarsson og Jóhann Berg Guðmundsson, sem var góður í kvöld, fengu færi til þess en allt kom fyrir ekki. Það þurfti föst leikatriði og hnitmiðaðar sendingar Gylfa til að búa til mörkin og það fyrra kom úr aukaspyrnu sem Sverrir Ingi afgreiddi í markið með góðum skalla. Það síðara kom eftir hornspyrnu og nú var það Kolbeinn sem skallaði boltanum í netið. Strákarnir voru heilt yfir mun öflugir í kvöld en gegn Dönum á fimmtudag og greinilegt að menn náðu að kvitta fyrir þann leik. Útlitið var dökkt í stöðunni 2-0 en Íslendingar héldu rónni og náðu hægt og rólega góðum tökum á leiknum. Þrátt fyrir að Grikkland hefur oft teflt fram sterkara liði í kvöld og það hafi sett svip sinn á leikinn hversu fáir áhorfendur voru á stórum leikvangi Olympiakos í kvöld verður að hrósa íslenska liðinu fyrir að koma til baka úr erfiðri stöðu og vinna langþráðan sigur. Miðverðirnir Sverrir Ingi og Hjörtur fengu tækifærið í kvöld og komust báðir mjög vel inn í leikinn eftir nokkuð slæma byrjun. Sverrir Ingi gaf mark og Hjörtur var einu sinni gripinn í bólinu þegar Grikkir komust í færi í fyrri hálfleik. Þeir skiluðu þó mjög góðu verki í síðari hálfleik og gaman að sjá Sverri Inga bæta fyrir mistökin með marki. Arnór Ingvi sýndi að þar er kominn góður kostur inn á miðju íslenska liðsins og miðað við frammistöðu hans í æfingaleikjum vetrarins verður að teljast líklegt að hann fari með á EM í sumar. Jóhann Berg átti sem fyrr segir góðan leik og Ari Freyr Skúlason sýndi sömuleiðis mikilvægi sitt í bakvarðastöðunni. Jón Daði og Viðar Kjartansson áttu erfitt uppdráttar framan af en Kolbeinn nýtti sínar mínútur vel og skoraði sigurmarkið - hans nítjánda landsliðsmark á ferlinum. Næsti leikur Íslands verður gegn Noregi í Ósló í lok maí.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira