Manchester City hefur klikkað á fjórum síðustu vítaspyrnum sínum í ensku deildinni og nálgast nú óvinsælt met í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Fjórir leikmenn hafa klikkað á þessum fjórum vítaspyrnum hjá City eða þeir Raheem Sterling, Gabriel Jesus, Ilkay Gundogan og Sergio Aguero.
Sergio Aguero lét Kasper Schmeichel verja frá sér í leik Manchester City og Leicester City um helgina.
Man City’s last 4️PL penalties:
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 22, 2020
Sterling v Wolves
G. Jesus v Sheff Utd
Gundogan v Tottenham
Aguero v Leicester pic.twitter.com/bszwzRg4Rj
Met Arsenal er orðið gamalt en Arsenal liðið klikkaði á fyrstu fimm vítaspyrnum sínum í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt frétt hjá breska ríkisútvarpinu. Enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992 til 1993.
Pep Guardiola hefur talað um það að markvörðurinn Ederson sé besta vítaskytta liðsins og það er því orðið spurning um að senda hann fram í næsta víti.
Manchester City have missed each of their last four penalties in the Premier League.
— Squawka Football (@Squawka) February 22, 2020
Get. Ederson. Up. The. Pitch. pic.twitter.com/OADxO211pK
Manchester liðin hafa nú klikkað á fleiri vítaspyrnum en öll hin liðin til saman. Bæði Manchester liðin hafa klikkað á fjórum vítaspyrnum á tímabilinu.
United menn eru reyndar búnir að ná sér í fínustu vítaskyttu. Portúgalinn Bruno Fernandes, sem var keyptur á dögunum, er búinn að nýta síðustu þrettán vítaspyrnur sínar og skoraði úr víti í leik United liðsins um helgina.
Bruno Fernandes fiskaði vítið sjálfur en tók samt spyrnuna. Hann varð um leið fyrsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar fyrsta mark sitt fyrir félagið úr víti.
Manchester has missed more penalties (8) in the Premier League this season than all 18 other clubs combined (7).
— Squawka Football (@Squawka) February 22, 2020
9 taken, 4 missed
7 taken, 4 missed
A City United. pic.twitter.com/4dMOwK2yDx