Formaður SI segir ruðningsáhrif af lokun Isal verða gríðarleg Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2020 13:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI. Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segir stöðuna hjá Isal grafalvarlega og óttast um hag starfsmannanna. Það yrði mikið högg fyrir þá og bæjarfélagið hætti fyrirtækið starfsemi. Formaður Samtaka iðnaðarins segir að lokun Isal myndi hafa gríðarleg áhrif á fjölmörg önnur fyrirtæki og starfsmenn þeirra. Drög að kjarasamningi við starfsfólk Isal hafa legið fyrir tilbúin til undirritunar frá því hinn 24. janúar. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að stjórn Isal hafi yfirleitt gengið frá kjarasamningi við félögin í Straumsvík. Það hafi hins vegar ekki gerst núna. „Þá þurfti að fá heimild frá Rio Tinto. Okkur fannst það svolítið skrýtið. Við höfum aldrei lent í slíkri samningagerð áður, að upplifa að menn sem sitja á móti okkur og eru að semja eru svo samningslausir, eða hafa ekki umboð til að ganga frá kjarasamningi þegar kemur að enda,“ segir Kolbeinn. Samningsdrögin séu í samræmi við lífskjarasamningana og ekki komi til greina að semja um minni launalækkanir en þar sé kveðið á um. „Ég held að það sé engin staða til þess. Vegna þess að við sátum raunverulega eftir í síðustu samningum, eftir miðlunartillöguna sem var lögð fram árið 2015. Ég held að það væri enginn vilji til að fara að gefa eitthvað meira eftir en almennt er samið um í samfélaginu,“ segir formaður Hlífar. Ef verksmiðjan loki yrði það mikið högg fyrir um 500 starfsmenn og Hafnarfjarðarbæ. Undir þetta tekur Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins. „Það er ekki bara það að Isal sé eitt af okkar stærstu og öflugustu félögum innan Samtaka iðnaðarins. Heldur er einnig gríðarlegur fjöldi annarra félagsmanna okkar sem hefur lifibrauð sitt af fyrirtækinu og hefur haft í áratugi,“ segir Guðrún. Ruðningsáhrifin yrðu gríðarleg en áætla megi að rúmlega 1.200 manns hafi atvinnu utan veggja álversins af starfsemi sem tengist því. Þá sé útflutningsverðmæti Isal um 60 milljarðar króna á ári. „Það yrði einnig gríðarlegt högg fyrir Landsvirkjun í raforkusölu. Þeir myndu ekki koma því rafmagni svo auðveldlega í vinnslu aftur,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Eftir hrun hafi erlend fjárfesting forðast Ísland eins og heitan eldinn. „Þá var það Isal sem hafði trú á Íslandi og kom hér inn með fjárfestingu upp á 60 milljarða. Þeir stóðu þá með Íslandi og ég spyr ætlar Ísland þá að standa með Isal þegar gefur ár bátinn hjá þeim,“ spyr Guðrún Hafsteinsdóttir. Hafnarfjörður Kjaramál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segir stöðuna hjá Isal grafalvarlega og óttast um hag starfsmannanna. Það yrði mikið högg fyrir þá og bæjarfélagið hætti fyrirtækið starfsemi. Formaður Samtaka iðnaðarins segir að lokun Isal myndi hafa gríðarleg áhrif á fjölmörg önnur fyrirtæki og starfsmenn þeirra. Drög að kjarasamningi við starfsfólk Isal hafa legið fyrir tilbúin til undirritunar frá því hinn 24. janúar. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að stjórn Isal hafi yfirleitt gengið frá kjarasamningi við félögin í Straumsvík. Það hafi hins vegar ekki gerst núna. „Þá þurfti að fá heimild frá Rio Tinto. Okkur fannst það svolítið skrýtið. Við höfum aldrei lent í slíkri samningagerð áður, að upplifa að menn sem sitja á móti okkur og eru að semja eru svo samningslausir, eða hafa ekki umboð til að ganga frá kjarasamningi þegar kemur að enda,“ segir Kolbeinn. Samningsdrögin séu í samræmi við lífskjarasamningana og ekki komi til greina að semja um minni launalækkanir en þar sé kveðið á um. „Ég held að það sé engin staða til þess. Vegna þess að við sátum raunverulega eftir í síðustu samningum, eftir miðlunartillöguna sem var lögð fram árið 2015. Ég held að það væri enginn vilji til að fara að gefa eitthvað meira eftir en almennt er samið um í samfélaginu,“ segir formaður Hlífar. Ef verksmiðjan loki yrði það mikið högg fyrir um 500 starfsmenn og Hafnarfjarðarbæ. Undir þetta tekur Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins. „Það er ekki bara það að Isal sé eitt af okkar stærstu og öflugustu félögum innan Samtaka iðnaðarins. Heldur er einnig gríðarlegur fjöldi annarra félagsmanna okkar sem hefur lifibrauð sitt af fyrirtækinu og hefur haft í áratugi,“ segir Guðrún. Ruðningsáhrifin yrðu gríðarleg en áætla megi að rúmlega 1.200 manns hafi atvinnu utan veggja álversins af starfsemi sem tengist því. Þá sé útflutningsverðmæti Isal um 60 milljarðar króna á ári. „Það yrði einnig gríðarlegt högg fyrir Landsvirkjun í raforkusölu. Þeir myndu ekki koma því rafmagni svo auðveldlega í vinnslu aftur,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Eftir hrun hafi erlend fjárfesting forðast Ísland eins og heitan eldinn. „Þá var það Isal sem hafði trú á Íslandi og kom hér inn með fjárfestingu upp á 60 milljarða. Þeir stóðu þá með Íslandi og ég spyr ætlar Ísland þá að standa með Isal þegar gefur ár bátinn hjá þeim,“ spyr Guðrún Hafsteinsdóttir.
Hafnarfjörður Kjaramál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira