Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Kristján Már Unnarsson skrifar 13. febrúar 2020 21:15 Kristján Ásgeirsson, skipstjóri á Vésteini GK, við löndun í Grindavíkurhöfn í morgun. Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. Púlsinn var tekinn á Suðurnesjamönnum við upphaf vetrarvertíðar í fréttum Stöðvar 2. Þeir eru fjórir í áhöfn línubátsins Vésteins GK, sem Einhamar í Grindavík gerir út, sem komu að landi í morgun með sextíu kör, stútfull af fiski. Aflann höfðu þeir fengið á sandbotni við Vestmannaeyjar, en þar komu þeir við í fyrrinótt á leið sinni frá Austfjörðum. Skipstjórinn, Kristján Ásgeirsson, segir þá gera út frá Stöðvarfirði megnið af árinu en þeir flytji sig vestur til Grindavíkur yfir vertíðina. Þeir hafi svo komið við á leiðinni í Vestmannaeyjum til að taka olíu, en línuna lögðu þeir út við Eyjar. „Fengum alveg rótarafla. Kjaftfylltum bátinn. Þetta eru eitthvað rúm tuttugu tonn,“ segir Kristján. Þorskur var í 47 körum af 60 í afla Vésteins GK.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. Trukkurinn á bryggjunni var í sinni þriðju ferð að flytja aflann, og ekki allt komið enn, en afli þessa þrjátíu tonna báts var á leið í vinnslu Einhamars og síðan áfram í flug til útlanda. „Það er að fyllast allt af þorski hérna.“ -Þannig að núna er vetrarvertíðin að hefjast? „Já, maður hefur heyrt bara, - að það er rótarafli í Sandgerði og Faxaflóanum og alveg austur fyrir Eyjar. Þannig að það er þorskur út um allt.“ -Þannig að það er gaman að lifa núna? „Já. Það er gaman. Og líka fyrir austan. Það er mokveiði fyrir austan líka. Það er bara nóg til af þorski í sjónum,“ segir Kristján Ásgeirsson, skipstjóri á Vésteini GK. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Grindavík Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. Púlsinn var tekinn á Suðurnesjamönnum við upphaf vetrarvertíðar í fréttum Stöðvar 2. Þeir eru fjórir í áhöfn línubátsins Vésteins GK, sem Einhamar í Grindavík gerir út, sem komu að landi í morgun með sextíu kör, stútfull af fiski. Aflann höfðu þeir fengið á sandbotni við Vestmannaeyjar, en þar komu þeir við í fyrrinótt á leið sinni frá Austfjörðum. Skipstjórinn, Kristján Ásgeirsson, segir þá gera út frá Stöðvarfirði megnið af árinu en þeir flytji sig vestur til Grindavíkur yfir vertíðina. Þeir hafi svo komið við á leiðinni í Vestmannaeyjum til að taka olíu, en línuna lögðu þeir út við Eyjar. „Fengum alveg rótarafla. Kjaftfylltum bátinn. Þetta eru eitthvað rúm tuttugu tonn,“ segir Kristján. Þorskur var í 47 körum af 60 í afla Vésteins GK.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. Trukkurinn á bryggjunni var í sinni þriðju ferð að flytja aflann, og ekki allt komið enn, en afli þessa þrjátíu tonna báts var á leið í vinnslu Einhamars og síðan áfram í flug til útlanda. „Það er að fyllast allt af þorski hérna.“ -Þannig að núna er vetrarvertíðin að hefjast? „Já, maður hefur heyrt bara, - að það er rótarafli í Sandgerði og Faxaflóanum og alveg austur fyrir Eyjar. Þannig að það er þorskur út um allt.“ -Þannig að það er gaman að lifa núna? „Já. Það er gaman. Og líka fyrir austan. Það er mokveiði fyrir austan líka. Það er bara nóg til af þorski í sjónum,“ segir Kristján Ásgeirsson, skipstjóri á Vésteini GK. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Grindavík Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira