Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 14:50 Kaczynski og félagar í Lögum og réttlæti beina spjótum sínum nú í auknum mæli að hinsegin fólki. Áður barðist flokkurinn helst gegn innflytjendum og flóttafólki. Vísir/EPA Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, íhaldsflokksins sem stýrir Póllandi, fordæmir gleðigöngur þar sem krafist er réttinda hinsegin fólks og segir Pólverjar verða að streitast gegn þeim. Flokkurinn elur nú á andúð á hinsegin fólki til að tryggja sér endurkjör í kosningum í haust. Þegar Lög og réttlæti komst fyrst til valda var það meðal annars vegna baráttu flokksins gegn innflytjendum og flóttafólki. Í aðdraganda þingkosninga sem fara fram 13. október hefur flokkurinn ákveðið að gera réttindi hinsegin fólks að skotspóni sínum til að laða að stuðnings íhaldssamra kjósenda. „Harða atlagan, þessi ferðasirkus sem birtist í fjölda borga til að ögra og gráta svo…við erum þau sem verðum fyrir skaða af þessu, það verður að afhjúpa þetta og vísa frá,“ sagði Kaczynski í lautarferð á vegum flokksins í bænum Stalowa Wola í dag. Sagði hann að framfylgja þyrfti lögum til þess ítrasta „til að koma reglum yfir þetta“ án þess að skýra frekar hvað hann ætti við, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málflutningur stjórnarflokksins er studdur af kaþólsku kirkjunni í Póllandi. Erkibiskup kirkjunnar sagði fyrr í þessum mánuði að „regnbogaplága“ baráttufólks fyrir réttindum hinsegin fólks sæti nú um Pólland. Líkti hann þeim við leiðtoga Kommúnistaflokksins sem áður réði ríkjum í landinu. Kaczynski sagði Lög og réttlæti eina flokkinn sem gæti komið kaþólsku kirkjunni til varnar fyrir árásum á „fjölskyldugildi“ frá vesturlöndum. Stjórnarandstæðingar hafa deilt á stjórnarflokkinn fyrir að ýta undir ofbeldi gegn hinsegin fólki undanfarnar vikur. Ráðist var á þátttakendur í gleðigöngu í borginni Bialystok í síðasta mánuði. Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Þátttakendur grýttir í gleðigöngu Haldin var fyrsta Gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. 21. júlí 2019 17:56 Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, íhaldsflokksins sem stýrir Póllandi, fordæmir gleðigöngur þar sem krafist er réttinda hinsegin fólks og segir Pólverjar verða að streitast gegn þeim. Flokkurinn elur nú á andúð á hinsegin fólki til að tryggja sér endurkjör í kosningum í haust. Þegar Lög og réttlæti komst fyrst til valda var það meðal annars vegna baráttu flokksins gegn innflytjendum og flóttafólki. Í aðdraganda þingkosninga sem fara fram 13. október hefur flokkurinn ákveðið að gera réttindi hinsegin fólks að skotspóni sínum til að laða að stuðnings íhaldssamra kjósenda. „Harða atlagan, þessi ferðasirkus sem birtist í fjölda borga til að ögra og gráta svo…við erum þau sem verðum fyrir skaða af þessu, það verður að afhjúpa þetta og vísa frá,“ sagði Kaczynski í lautarferð á vegum flokksins í bænum Stalowa Wola í dag. Sagði hann að framfylgja þyrfti lögum til þess ítrasta „til að koma reglum yfir þetta“ án þess að skýra frekar hvað hann ætti við, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málflutningur stjórnarflokksins er studdur af kaþólsku kirkjunni í Póllandi. Erkibiskup kirkjunnar sagði fyrr í þessum mánuði að „regnbogaplága“ baráttufólks fyrir réttindum hinsegin fólks sæti nú um Pólland. Líkti hann þeim við leiðtoga Kommúnistaflokksins sem áður réði ríkjum í landinu. Kaczynski sagði Lög og réttlæti eina flokkinn sem gæti komið kaþólsku kirkjunni til varnar fyrir árásum á „fjölskyldugildi“ frá vesturlöndum. Stjórnarandstæðingar hafa deilt á stjórnarflokkinn fyrir að ýta undir ofbeldi gegn hinsegin fólki undanfarnar vikur. Ráðist var á þátttakendur í gleðigöngu í borginni Bialystok í síðasta mánuði.
Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Þátttakendur grýttir í gleðigöngu Haldin var fyrsta Gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. 21. júlí 2019 17:56 Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Þátttakendur grýttir í gleðigöngu Haldin var fyrsta Gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. 21. júlí 2019 17:56
Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07