Varpa frekara ljósi á starfsemi „Tröllaverksmiðju“ Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2019 22:00 Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, og Mark Warner, varaformaður. AP/Jacquelyn Martin Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur gefið út annan hluta skýrslu, af fimm, vegna tveggja og hálfs árs rannsóknar þingmanna á notkun rússneskra útsendara á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninganna 2016. Fyrsti hluti skýrslunnar, sem birtur var í sumar, fjallaði um tölvuárásir Rússa og dreifingu falsfrétta. Í skýrslunni kemur fram að Rússarnir hafi unnið hörðum höndum að því að hjálpa Donald Trump og hindra Hillary Clinton. Þá segir nefndin að önnur lota afskipta sé væntanleg fyrir kosningarnar á næsta ári.Robert Mueller, fyrrverandi sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði í fyrra þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú rússnesk fyrirtæki vegna afskipta þeirra í kosningunum og meðal annars voru þeir ákærðir fyrir samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Flestir þeirra sem voru ákærðir vinna eða unnu hjá rússneska fyrirtækinu Internet Research Agency, IRA, sem var fyrirferðarmikið í ákærum Mueller. IRA gengur undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“ og er starfrækt af auðjöfrinum Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Nefndin segir ríkisstjórn Rússlands hafa gefið skipanir til IRA og stutt aðgerðir fyrirtækisins.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgNefndin komst að þeirri niðurstöðu að markmið IRA voru umfangsmikil og að störf tröllaverksmiðjunnar einskorðuðust ekki við kosningarnar 2016. Meðal annars sé ætlunin að grafa undan trú Bandaríkjamanna á lýðræðið þar í landi. Til marks um það hafi umsvif þeirra á samfélagsmiðlum aukist eftir kosningarnar 2016.Vilja vernda komandi kosningar Þingmenn nefndarinnar kalla eftir því að þingið taki höndum saman og setji ný lög varðandi pólitískar auglýsingar með því markmiði að auka gagnsæi þeirra. Þeir hvetja ríkisstjórn Bandaríkjanna sömuleiðis til þess að taka harðari afstöðu gegn fölskum upplýsingum og auglýsingum og vara Bandaríkjamenn við áhrifum þeirra. Þá vilja þeir að Hvíta húsið myndi teymi fólks sem vakti samfélagsmiðla deili upplýsingum með forsvarsmönnum þeirra. Forsvarsmenn samfélagsmiðla eru einnig hvattir til að deila upplýsingum með embættismönnum. Nefndin tekur sérstaklega fram að án samstarfs fyrirtækjanna sem um ræðir hefðu meðlimir hennar ekki fengið miklar upplýsingar um aðgerðir Rússa. Því sé ljóst að þær upplýsingar sem þeir hafi komið höndum yfir nái ekki yfir heildarmyndina og líklegt sé að starfsmenn fyrirtækjanna sjálfra hafi ekki safnað nægum upplýsingum heldur.Grafa undan samsæriskenningu Trump Donald Trump hefur lýst því yfir að hann trúi ekki að yfirvöld Rússlands hafi haft afskipti af kosningunum með því markmiði að hjálpa honum að ná kjöri. Hann hefur sömuleiðis rætt um samsæriskenningu varðandi það að Alríkislögregla Bandaríkjanna og starfsmenn leyniþjónusta ríkisins hafi komið sökinni á Rússa og það með hjálp Úkraínu. Skýrsla þingnefndarinnar grefur þó verulega undan þeim skoðunum forsetans. Þá hefur ríkisstjórn Trump verið harðlega gagnrýnd fyrir að draga lappirnar í að tryggja öryggi kosninganna á næsta ári.Facebook hefur gefið út að starfsmenn IRA vörðu um hundrað þúsund dölum í að kaupa alls 3.400 auglýsingar á þeim miðli. Nefndin segir það þó dropa í hafið. Allt í allt sé vitað til þess að starfsmenn IRA hafi skrifað minnst 61.500 færslur á Facebook, sett 116.000 færslur á Instagram og skrifað rúmlega 10,4 milljónir tísta. Auk IRA segir nefndin að leyniþjónustur Rússlands hafi einnig notast við samskiptamiðla til að dreifa fölskum upplýsingum og áróðri. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur gefið út annan hluta skýrslu, af fimm, vegna tveggja og hálfs árs rannsóknar þingmanna á notkun rússneskra útsendara á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninganna 2016. Fyrsti hluti skýrslunnar, sem birtur var í sumar, fjallaði um tölvuárásir Rússa og dreifingu falsfrétta. Í skýrslunni kemur fram að Rússarnir hafi unnið hörðum höndum að því að hjálpa Donald Trump og hindra Hillary Clinton. Þá segir nefndin að önnur lota afskipta sé væntanleg fyrir kosningarnar á næsta ári.Robert Mueller, fyrrverandi sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði í fyrra þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú rússnesk fyrirtæki vegna afskipta þeirra í kosningunum og meðal annars voru þeir ákærðir fyrir samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Flestir þeirra sem voru ákærðir vinna eða unnu hjá rússneska fyrirtækinu Internet Research Agency, IRA, sem var fyrirferðarmikið í ákærum Mueller. IRA gengur undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“ og er starfrækt af auðjöfrinum Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Nefndin segir ríkisstjórn Rússlands hafa gefið skipanir til IRA og stutt aðgerðir fyrirtækisins.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgNefndin komst að þeirri niðurstöðu að markmið IRA voru umfangsmikil og að störf tröllaverksmiðjunnar einskorðuðust ekki við kosningarnar 2016. Meðal annars sé ætlunin að grafa undan trú Bandaríkjamanna á lýðræðið þar í landi. Til marks um það hafi umsvif þeirra á samfélagsmiðlum aukist eftir kosningarnar 2016.Vilja vernda komandi kosningar Þingmenn nefndarinnar kalla eftir því að þingið taki höndum saman og setji ný lög varðandi pólitískar auglýsingar með því markmiði að auka gagnsæi þeirra. Þeir hvetja ríkisstjórn Bandaríkjanna sömuleiðis til þess að taka harðari afstöðu gegn fölskum upplýsingum og auglýsingum og vara Bandaríkjamenn við áhrifum þeirra. Þá vilja þeir að Hvíta húsið myndi teymi fólks sem vakti samfélagsmiðla deili upplýsingum með forsvarsmönnum þeirra. Forsvarsmenn samfélagsmiðla eru einnig hvattir til að deila upplýsingum með embættismönnum. Nefndin tekur sérstaklega fram að án samstarfs fyrirtækjanna sem um ræðir hefðu meðlimir hennar ekki fengið miklar upplýsingar um aðgerðir Rússa. Því sé ljóst að þær upplýsingar sem þeir hafi komið höndum yfir nái ekki yfir heildarmyndina og líklegt sé að starfsmenn fyrirtækjanna sjálfra hafi ekki safnað nægum upplýsingum heldur.Grafa undan samsæriskenningu Trump Donald Trump hefur lýst því yfir að hann trúi ekki að yfirvöld Rússlands hafi haft afskipti af kosningunum með því markmiði að hjálpa honum að ná kjöri. Hann hefur sömuleiðis rætt um samsæriskenningu varðandi það að Alríkislögregla Bandaríkjanna og starfsmenn leyniþjónusta ríkisins hafi komið sökinni á Rússa og það með hjálp Úkraínu. Skýrsla þingnefndarinnar grefur þó verulega undan þeim skoðunum forsetans. Þá hefur ríkisstjórn Trump verið harðlega gagnrýnd fyrir að draga lappirnar í að tryggja öryggi kosninganna á næsta ári.Facebook hefur gefið út að starfsmenn IRA vörðu um hundrað þúsund dölum í að kaupa alls 3.400 auglýsingar á þeim miðli. Nefndin segir það þó dropa í hafið. Allt í allt sé vitað til þess að starfsmenn IRA hafi skrifað minnst 61.500 færslur á Facebook, sett 116.000 færslur á Instagram og skrifað rúmlega 10,4 milljónir tísta. Auk IRA segir nefndin að leyniþjónustur Rússlands hafi einnig notast við samskiptamiðla til að dreifa fölskum upplýsingum og áróðri.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira