Þau tíðindi bárust nú upp úr hádegi að Borislav Mihaylov, forseti búlgarska knattspyrnusambandsins, hefði sagt af sér eins og forsætisráðherra þjóðarinnar fór fram á að hann gerði.
Búlgarar fengu ekki góða landkynningu í gær er stuðningsmenn liðsins höfðu í frammi kynþáttaníð í garð þeldökkra leikmanna enska landsliðsins. Um tíma stóð til að hætta leik en af því varð ekki.
Ef forsetinn hefði ekki sagt af sér þá hefði hún ekki lengur fengið neina ríkisstyrki. Hann gat lítið annað gert en hætt.
Leikurinn í gær skaðaði orðspor Búlgaríu og verður verk að vinna að bæta þann skaða.
Forseti búlgarska sambandsins sagði af sér

Tengdar fréttir

Blaðamannafundur truflaður af Búlgara: Myndatökumaður sagði Southgate að halda kjafti
Það var mikill hit ií mönnum eftir leik Búlgaríu og Englands í undankeppni EM 2020 í gær.

Þjálfari Búlgaríu skaut föstum skotum á stuðningsmenn Englands
Krasimir Balakov, þjálfari Búlgaríu, lét gamminn geisa er hann ræddi við fjölmiðla eftir 6-0 tapið gegn Englandi í gærkvöldi.

Þjálfari Búlgaríu kannast ekkert við rasíska söngva: „Ég heyrði ekkert“
Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, segist ekki hafa heyrt rasíska söngva á pöllunum er Búlgaría tapaði 6-0 fyrir Englandi í undankeppni EM.

Forsætisráðherra Búlgaríu krefst þess að formaður knattspyrnusambandsins segi af sér
Íþróttamálaráðherra Búlgaríu, Krasen Kralev, segir að forsætisráðherra landsins, Boyko Borissov, hafi óskað eftir því að formaður knattspyrnusamband landsins segi af sér.

Fordæma aðgerðarleysi UEFA og að leikur Englands hafi ekki verið flautaður af
Samtökin Kick It Out, sem vinna gegn kynþáttaníði í fótbolta, gáfu út yfirlýsingu í kjölfar leiks Búlgaríu og Englands í gærkvöld þar sem þau segja að hætta hefði átt við leikinn.