Í hugleiðingum veðurfræðings kemur einnig fram að veðrið í gær hafi verið óvenjulegt.
„[…] að því leyti að spár breyttust ört og litlir hnútar mynduðust á skilunum sem mögnuðu vindinn upp staðbundið.“
Í dag verður svo einna hvassast á Vesturlandi nálægt Langjökli um hádegi og með suðurströndinni í kvöld.
„Annars stefnir í strekkingsaustanátt í dag, jafnvel allhvassan vind, og rigningu SA-lands, en skúri eða slydduél annars staðar, einna síst á N-landi.“
Á morgun dregur úr vindi og kólnar víða. Þá er útlit fyrir él með austurströndinni en búist við skúrum eða slydduéljum annars staðar. Á miðvikudag snýst svo í norðlægari áttir og frystir allvíða á landinu.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:Suðaustan 8-15 m/s S- og V-lands, skúrir eða slydduél og hiti 0 til 5 stig. Hægari annars staðar og stöku él með A-ströndinni, annars þurrt og frost á bilinu 0 til 6 stig.
Á miðvikudag:
Norðaustlæg átt 3-10 m/s og dálítil él NA- og A-lands, en léttskýjað um landið S- og V-vert. Frost víða 0 til 6 stig.
Á fimmtudag:
Norðlæg átt og léttskýjað, en lítilsháttar él með N- og A-ströndinni. Vaxandi sunnanátt V-ast um kvöldið. Kalt í veðri.
Á föstudag:
Hvöss sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum og kólnar aftur.
Á laugardag:
Vestlæg átt og él eða skúrir, en léttskýjað austantil á landinu. Hiti kringum frostmark.
Á sunnudag:
Útlit fyrir vestlæga átt og þurrt veður. Hiti breytist lítið.