Fjölskyldan í áfalli eftir altjón í eldsvoða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2019 18:30 Par með tvö ung börn var að koma heim til sín um hálf sjö í gærkvöldi þegar í ljós kom að mikill eldur var í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi að Suðurhólum í Breiðholti. Fjölskyldufaðirinn gerði þegar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu viðvart. Mikill reykur var í stigaganginum og aðstoðaði hann dreng í annarri íbúð út og fékk snert af reykeitrun þar sem þykkan svartan reyk lagði yfir stigaganginn og var sendur á slysadeild. Öðrum í fjölskyldunni varð ekki meint af. Fjölskyldufaðirinn segir þetta mikið áfall en vinir og fjölskylda hafi hjálpað þeim með helstu nauðsynjar í dag eins og föt á börnin. Fjölskyldan er tryggð að hans sögn. Eldur stóð út um glugga þegar allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Jóhann Viggó Jónsson er varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var mikill reykur og svo logaði eldur út um eldhúsglugga bak við húsið þannig að það var mikið í gangi þegar við mættum á staðinn. Við vorum ekki lengi að ráða niðurlögum eldsins en við leituðum af okkur allan grun um að einhver væri í íbúðinni. Við báðum íbúa í öðrum íbúðum í stigaganginum að halda sig inni þar til við gætum loftað út úr stigaganginum sem fylltist af reyk,“ segir Jóhann. Hann segir að íbúðin sé nánast ónýt. „Þetta var altjón. Það var mikill hiti, eldur og reykur, eldurinn var að mestu bundinn við eldhúsið en reykur barst í önnur herbergi,“ segir Jóhann. Slökkvilið aðstoðaði jafnframt fólk út. „Við sendum menn á þriðju hæðina þar sem voru íbúar fastir og aðstoðuðum þá fólkið út,“ segir Jóhann að lokum. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá potti á eldavél Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. 3. október 2019 15:08 Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Altjón varð í íbúð í Reykjavík en eldsupptök eru ókunn. 2. október 2019 18:55 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Par með tvö ung börn var að koma heim til sín um hálf sjö í gærkvöldi þegar í ljós kom að mikill eldur var í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi að Suðurhólum í Breiðholti. Fjölskyldufaðirinn gerði þegar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu viðvart. Mikill reykur var í stigaganginum og aðstoðaði hann dreng í annarri íbúð út og fékk snert af reykeitrun þar sem þykkan svartan reyk lagði yfir stigaganginn og var sendur á slysadeild. Öðrum í fjölskyldunni varð ekki meint af. Fjölskyldufaðirinn segir þetta mikið áfall en vinir og fjölskylda hafi hjálpað þeim með helstu nauðsynjar í dag eins og föt á börnin. Fjölskyldan er tryggð að hans sögn. Eldur stóð út um glugga þegar allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Jóhann Viggó Jónsson er varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var mikill reykur og svo logaði eldur út um eldhúsglugga bak við húsið þannig að það var mikið í gangi þegar við mættum á staðinn. Við vorum ekki lengi að ráða niðurlögum eldsins en við leituðum af okkur allan grun um að einhver væri í íbúðinni. Við báðum íbúa í öðrum íbúðum í stigaganginum að halda sig inni þar til við gætum loftað út úr stigaganginum sem fylltist af reyk,“ segir Jóhann. Hann segir að íbúðin sé nánast ónýt. „Þetta var altjón. Það var mikill hiti, eldur og reykur, eldurinn var að mestu bundinn við eldhúsið en reykur barst í önnur herbergi,“ segir Jóhann. Slökkvilið aðstoðaði jafnframt fólk út. „Við sendum menn á þriðju hæðina þar sem voru íbúar fastir og aðstoðuðum þá fólkið út,“ segir Jóhann að lokum.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá potti á eldavél Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. 3. október 2019 15:08 Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Altjón varð í íbúð í Reykjavík en eldsupptök eru ókunn. 2. október 2019 18:55 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Kviknaði í út frá potti á eldavél Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. 3. október 2019 15:08
Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Altjón varð í íbúð í Reykjavík en eldsupptök eru ókunn. 2. október 2019 18:55