Dagur í lífi Emil Hallfreðssonar | Hamrén hringir við og við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2019 22:45 Emil í verkefni með íslenska landsliðinu. Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, er enn án félags en hann var í skemmtilegu innslagi á RÚV um hvernig það er að vera atvinnumaður á Íslandi án þess þó að vera í félagsliði.Í innslaginu ræðir Emil sinn hefðbundna dag. „Ég vakna um klukkan 7:30 og þá er tekinn morgunmatur í rólegheitum með börnunum,“ segir Emil en hann á tvö börn með konu sinni, Ásu Reginsdóttur, þau eru þriggja og átta ára.Yngri bróðirinn sér um að Emil sé í standi Þegar búið er að koma börnunum í skólann æfir Emil í Kaplakrika með bróður sínum, Hákoni Hallfreðssyni, en hann er styrktarþjálfari FH. Í sumar hélt Emil sér við með því að æfa með uppeldisfélaginu en Emil er FH-ingur í húð og hár, þó það sé nú ekki mikið um hár á höfði hans. Emil skipti þó ekki yfir í FH þar sem það hefði verið þriðja lið hans á þessu ári og því hefði hann ekki mátt semja við annað lið fyrr en eftir áramót. Hann viðurkenni að biðin sé farin að taka sinn toll. „Ég væri klárlega til í að ég væri búinn að ganga frá þessu. En jú, það koma alveg augnablik inn á milli þar sem maður hugsar af hverju rétta dæmið hefur ekki komið upp,“ segir Emil en miðjumaðurinn knái viðurkennir einnig að hann hafi neitað liðum frá löndum sem hann hefur engan áhuga á að spila í. „Já, ég hef fengið einhver tilboð frá löndum sem ég er bara ekki alveg tilbúinn í að fara með fjölskylduna. Einhvers staðar lengst úti í heimi. En þau eru ekkert mörg. Bara nokkur sem ég afþakkaði strax. En ég er alltaf að vona að Ítalía detti inn. En samt sem áður er ég alveg farinn að opna hugann fyrir öllu núna eiginlega.“Hamrén hringir einstaka sinnum og tekur stöðuna Emil hefur verið í íslenska landsliðinu þó hann hafi ekki verið í félagsliði, líkt og Birkir Bjarnason [Birkir hefur nú gengið til liðs við Al-Arabi í Katar]. Hann tekur þó fyrir það að Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hafi of miklar áhyggjur af stöðu mála. „Ég get nú ekki sagt að hann hringi í hverri viku en hann heyrir alveg í mér inn á milli. Auðvitað langar hann til að ég finni mér lið sem fyrst þannig að það sé ekki eitthvað óþægilegt fyrir hann að velja mig. Ég held samt að í síðasta landsliðsverkefni að við liðslausu félagarnir hefðum sýnt það að við eigum alveg heima í þessum hóp og getum spilað þegar þess þarf,“ segir Emil í innslaginu sem sýnt var á RÚV fyrr í kvöld.Síðustu fimm fótboltaleikir sem Emil Hallfreðsson hefur spilað eru með landsliði Íslands, þar sem hann hefur verið án félags síðan í sumar. En hvernig er dagsdaglegt líf atvinnumanns sem er án félags? Við fengum að fylgja Emil eftir í vikunni.https://t.co/apR98YLfcE — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 20, 2019 Fótbolti Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira
Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, er enn án félags en hann var í skemmtilegu innslagi á RÚV um hvernig það er að vera atvinnumaður á Íslandi án þess þó að vera í félagsliði.Í innslaginu ræðir Emil sinn hefðbundna dag. „Ég vakna um klukkan 7:30 og þá er tekinn morgunmatur í rólegheitum með börnunum,“ segir Emil en hann á tvö börn með konu sinni, Ásu Reginsdóttur, þau eru þriggja og átta ára.Yngri bróðirinn sér um að Emil sé í standi Þegar búið er að koma börnunum í skólann æfir Emil í Kaplakrika með bróður sínum, Hákoni Hallfreðssyni, en hann er styrktarþjálfari FH. Í sumar hélt Emil sér við með því að æfa með uppeldisfélaginu en Emil er FH-ingur í húð og hár, þó það sé nú ekki mikið um hár á höfði hans. Emil skipti þó ekki yfir í FH þar sem það hefði verið þriðja lið hans á þessu ári og því hefði hann ekki mátt semja við annað lið fyrr en eftir áramót. Hann viðurkenni að biðin sé farin að taka sinn toll. „Ég væri klárlega til í að ég væri búinn að ganga frá þessu. En jú, það koma alveg augnablik inn á milli þar sem maður hugsar af hverju rétta dæmið hefur ekki komið upp,“ segir Emil en miðjumaðurinn knái viðurkennir einnig að hann hafi neitað liðum frá löndum sem hann hefur engan áhuga á að spila í. „Já, ég hef fengið einhver tilboð frá löndum sem ég er bara ekki alveg tilbúinn í að fara með fjölskylduna. Einhvers staðar lengst úti í heimi. En þau eru ekkert mörg. Bara nokkur sem ég afþakkaði strax. En ég er alltaf að vona að Ítalía detti inn. En samt sem áður er ég alveg farinn að opna hugann fyrir öllu núna eiginlega.“Hamrén hringir einstaka sinnum og tekur stöðuna Emil hefur verið í íslenska landsliðinu þó hann hafi ekki verið í félagsliði, líkt og Birkir Bjarnason [Birkir hefur nú gengið til liðs við Al-Arabi í Katar]. Hann tekur þó fyrir það að Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hafi of miklar áhyggjur af stöðu mála. „Ég get nú ekki sagt að hann hringi í hverri viku en hann heyrir alveg í mér inn á milli. Auðvitað langar hann til að ég finni mér lið sem fyrst þannig að það sé ekki eitthvað óþægilegt fyrir hann að velja mig. Ég held samt að í síðasta landsliðsverkefni að við liðslausu félagarnir hefðum sýnt það að við eigum alveg heima í þessum hóp og getum spilað þegar þess þarf,“ segir Emil í innslaginu sem sýnt var á RÚV fyrr í kvöld.Síðustu fimm fótboltaleikir sem Emil Hallfreðsson hefur spilað eru með landsliði Íslands, þar sem hann hefur verið án félags síðan í sumar. En hvernig er dagsdaglegt líf atvinnumanns sem er án félags? Við fengum að fylgja Emil eftir í vikunni.https://t.co/apR98YLfcE — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 20, 2019
Fótbolti Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira