Dagur í lífi Emil Hallfreðssonar | Hamrén hringir við og við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2019 22:45 Emil í verkefni með íslenska landsliðinu. Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, er enn án félags en hann var í skemmtilegu innslagi á RÚV um hvernig það er að vera atvinnumaður á Íslandi án þess þó að vera í félagsliði.Í innslaginu ræðir Emil sinn hefðbundna dag. „Ég vakna um klukkan 7:30 og þá er tekinn morgunmatur í rólegheitum með börnunum,“ segir Emil en hann á tvö börn með konu sinni, Ásu Reginsdóttur, þau eru þriggja og átta ára.Yngri bróðirinn sér um að Emil sé í standi Þegar búið er að koma börnunum í skólann æfir Emil í Kaplakrika með bróður sínum, Hákoni Hallfreðssyni, en hann er styrktarþjálfari FH. Í sumar hélt Emil sér við með því að æfa með uppeldisfélaginu en Emil er FH-ingur í húð og hár, þó það sé nú ekki mikið um hár á höfði hans. Emil skipti þó ekki yfir í FH þar sem það hefði verið þriðja lið hans á þessu ári og því hefði hann ekki mátt semja við annað lið fyrr en eftir áramót. Hann viðurkenni að biðin sé farin að taka sinn toll. „Ég væri klárlega til í að ég væri búinn að ganga frá þessu. En jú, það koma alveg augnablik inn á milli þar sem maður hugsar af hverju rétta dæmið hefur ekki komið upp,“ segir Emil en miðjumaðurinn knái viðurkennir einnig að hann hafi neitað liðum frá löndum sem hann hefur engan áhuga á að spila í. „Já, ég hef fengið einhver tilboð frá löndum sem ég er bara ekki alveg tilbúinn í að fara með fjölskylduna. Einhvers staðar lengst úti í heimi. En þau eru ekkert mörg. Bara nokkur sem ég afþakkaði strax. En ég er alltaf að vona að Ítalía detti inn. En samt sem áður er ég alveg farinn að opna hugann fyrir öllu núna eiginlega.“Hamrén hringir einstaka sinnum og tekur stöðuna Emil hefur verið í íslenska landsliðinu þó hann hafi ekki verið í félagsliði, líkt og Birkir Bjarnason [Birkir hefur nú gengið til liðs við Al-Arabi í Katar]. Hann tekur þó fyrir það að Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hafi of miklar áhyggjur af stöðu mála. „Ég get nú ekki sagt að hann hringi í hverri viku en hann heyrir alveg í mér inn á milli. Auðvitað langar hann til að ég finni mér lið sem fyrst þannig að það sé ekki eitthvað óþægilegt fyrir hann að velja mig. Ég held samt að í síðasta landsliðsverkefni að við liðslausu félagarnir hefðum sýnt það að við eigum alveg heima í þessum hóp og getum spilað þegar þess þarf,“ segir Emil í innslaginu sem sýnt var á RÚV fyrr í kvöld.Síðustu fimm fótboltaleikir sem Emil Hallfreðsson hefur spilað eru með landsliði Íslands, þar sem hann hefur verið án félags síðan í sumar. En hvernig er dagsdaglegt líf atvinnumanns sem er án félags? Við fengum að fylgja Emil eftir í vikunni.https://t.co/apR98YLfcE — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 20, 2019 Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, er enn án félags en hann var í skemmtilegu innslagi á RÚV um hvernig það er að vera atvinnumaður á Íslandi án þess þó að vera í félagsliði.Í innslaginu ræðir Emil sinn hefðbundna dag. „Ég vakna um klukkan 7:30 og þá er tekinn morgunmatur í rólegheitum með börnunum,“ segir Emil en hann á tvö börn með konu sinni, Ásu Reginsdóttur, þau eru þriggja og átta ára.Yngri bróðirinn sér um að Emil sé í standi Þegar búið er að koma börnunum í skólann æfir Emil í Kaplakrika með bróður sínum, Hákoni Hallfreðssyni, en hann er styrktarþjálfari FH. Í sumar hélt Emil sér við með því að æfa með uppeldisfélaginu en Emil er FH-ingur í húð og hár, þó það sé nú ekki mikið um hár á höfði hans. Emil skipti þó ekki yfir í FH þar sem það hefði verið þriðja lið hans á þessu ári og því hefði hann ekki mátt semja við annað lið fyrr en eftir áramót. Hann viðurkenni að biðin sé farin að taka sinn toll. „Ég væri klárlega til í að ég væri búinn að ganga frá þessu. En jú, það koma alveg augnablik inn á milli þar sem maður hugsar af hverju rétta dæmið hefur ekki komið upp,“ segir Emil en miðjumaðurinn knái viðurkennir einnig að hann hafi neitað liðum frá löndum sem hann hefur engan áhuga á að spila í. „Já, ég hef fengið einhver tilboð frá löndum sem ég er bara ekki alveg tilbúinn í að fara með fjölskylduna. Einhvers staðar lengst úti í heimi. En þau eru ekkert mörg. Bara nokkur sem ég afþakkaði strax. En ég er alltaf að vona að Ítalía detti inn. En samt sem áður er ég alveg farinn að opna hugann fyrir öllu núna eiginlega.“Hamrén hringir einstaka sinnum og tekur stöðuna Emil hefur verið í íslenska landsliðinu þó hann hafi ekki verið í félagsliði, líkt og Birkir Bjarnason [Birkir hefur nú gengið til liðs við Al-Arabi í Katar]. Hann tekur þó fyrir það að Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hafi of miklar áhyggjur af stöðu mála. „Ég get nú ekki sagt að hann hringi í hverri viku en hann heyrir alveg í mér inn á milli. Auðvitað langar hann til að ég finni mér lið sem fyrst þannig að það sé ekki eitthvað óþægilegt fyrir hann að velja mig. Ég held samt að í síðasta landsliðsverkefni að við liðslausu félagarnir hefðum sýnt það að við eigum alveg heima í þessum hóp og getum spilað þegar þess þarf,“ segir Emil í innslaginu sem sýnt var á RÚV fyrr í kvöld.Síðustu fimm fótboltaleikir sem Emil Hallfreðsson hefur spilað eru með landsliði Íslands, þar sem hann hefur verið án félags síðan í sumar. En hvernig er dagsdaglegt líf atvinnumanns sem er án félags? Við fengum að fylgja Emil eftir í vikunni.https://t.co/apR98YLfcE — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 20, 2019
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira