Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 19:25 Fjallað hefur verið um veikindi flugliða Icelandair undanfarin ár. Vísir/vilhelm Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. Greint var frá málinu í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var haft eftir Óðni Elíssyni, lögmanni, að verið væri að skoða hópmálsókn fyrir hönd nokkurra skjólstæðinga. Málið væri hins vegar á viðkvæmu stigi og verið að afla gagna. Undanfarin ár hefur reglulega verið fjallað um veikindi flugliða um borð í vélum Icelandair. Þannig fjallaði Fréttablaðið í ágúst 2016 um veikindi flugliða hjá félaginu og að þau hefðu aukist undanfarna mánuði. Verið væri að skoða það hjá fyrirtækinu hvers vegna svo væri og óskaði Icelandair meðal annars eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Þeir sem tjáðu sig við blaðið á þeim tíma, nafnlaust, lýstu einkennum á borð við svima, höfuðverk og súrefnisskort. Icelandair greip til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks hafði fjölgað mikið. Var tæknideild félagsins til dæmis falið að fara yfir viðhald vélanna, skipta um síur, loftstokka og mæla lofgæði. Í september í fyrra var síðan sagt frá því að fjórir áhafnarmeðlimir sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada hefðu þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, sagði þá í samtali við fréttastofu að uppákomur á borð við þessa tengdist yfirleitt lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stíflu í loftræstikerfi. Atvikið var ekki tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda taldi Icelandair uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Í janúar síðastliðnum var svo flugvél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar snúið til Keflavíkur vegna veikinda flugfreyju um borð. Þá fengust þær upplýsingar frá Icelandair að fleiri flugfreyjur hefðu fundið fyrir óþægindum í fluginu. Hvorki náðist í Óðin Elísson, lögmann, né Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands, við vinnslu fréttarinnar. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Sérútbúnar heyrnarsíur aðeins smíðaðar fyrir fastráðna flugliða Icelandair. 27. ágúst 2016 07:00 Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. 23. ágúst 2016 21:28 Flugvél Icelandair snúið við vegna veikinda flugfreyju Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fundu fleiri flugfreyjur í fluginu fyrir óþægindum. 4. janúar 2019 17:29 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. Greint var frá málinu í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var haft eftir Óðni Elíssyni, lögmanni, að verið væri að skoða hópmálsókn fyrir hönd nokkurra skjólstæðinga. Málið væri hins vegar á viðkvæmu stigi og verið að afla gagna. Undanfarin ár hefur reglulega verið fjallað um veikindi flugliða um borð í vélum Icelandair. Þannig fjallaði Fréttablaðið í ágúst 2016 um veikindi flugliða hjá félaginu og að þau hefðu aukist undanfarna mánuði. Verið væri að skoða það hjá fyrirtækinu hvers vegna svo væri og óskaði Icelandair meðal annars eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Þeir sem tjáðu sig við blaðið á þeim tíma, nafnlaust, lýstu einkennum á borð við svima, höfuðverk og súrefnisskort. Icelandair greip til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks hafði fjölgað mikið. Var tæknideild félagsins til dæmis falið að fara yfir viðhald vélanna, skipta um síur, loftstokka og mæla lofgæði. Í september í fyrra var síðan sagt frá því að fjórir áhafnarmeðlimir sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada hefðu þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, sagði þá í samtali við fréttastofu að uppákomur á borð við þessa tengdist yfirleitt lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stíflu í loftræstikerfi. Atvikið var ekki tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda taldi Icelandair uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Í janúar síðastliðnum var svo flugvél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar snúið til Keflavíkur vegna veikinda flugfreyju um borð. Þá fengust þær upplýsingar frá Icelandair að fleiri flugfreyjur hefðu fundið fyrir óþægindum í fluginu. Hvorki náðist í Óðin Elísson, lögmann, né Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands, við vinnslu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Sérútbúnar heyrnarsíur aðeins smíðaðar fyrir fastráðna flugliða Icelandair. 27. ágúst 2016 07:00 Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. 23. ágúst 2016 21:28 Flugvél Icelandair snúið við vegna veikinda flugfreyju Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fundu fleiri flugfreyjur í fluginu fyrir óþægindum. 4. janúar 2019 17:29 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Sérútbúnar heyrnarsíur aðeins smíðaðar fyrir fastráðna flugliða Icelandair. 27. ágúst 2016 07:00
Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. 23. ágúst 2016 21:28
Flugvél Icelandair snúið við vegna veikinda flugfreyju Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fundu fleiri flugfreyjur í fluginu fyrir óþægindum. 4. janúar 2019 17:29