Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Ástæðan fyrir því að einungis fastráðnir fá síurnar er mikill kostnaður. Vinnumarkaður Fastráðnir flugliðar hjá Icelandair eru einu flugliðar félagsins sem fá sérútbúnar heyrnasíur til að deyfa hávaða um borð í vélunum. Þetta staðfestir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Nýliðar fá ekki heyrnarsíur. Í vikunni var greint frá auknum veikindum starfsmanna Icelandair og að gripið hafi verið til umfangsmikilla aðgerða vegnn málsins. Og Axel F. Sigurðsson, trúnaðarlæknir Icelandair, hefur sagt að verið væri að skoða hvers vegna veikindi hefðu aukist undanfarna mánuði.Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri Icelandair.Flugliðar hafa greint frá því að mikill munur væri á því að fljúga með nýjustu vél félagsins og eldri vélum flotans. Hávaði um borð í nýjustu vél Icelandair er sagður minni og loftið betra. Sigríður Ása útskýrir að töluvert ferli fylgi því að fá síurnar, þar sem hver sía er smíðuð sérstaklega í Svíþjóð. Eftir ferlið þarf hver starfsmaður að mæta í mælingu svo hægt sé að mæla hvort vinnuumhverfið skaði í raun heyrn starfsmanna. „Ástæðan fyrir því að einungis fastráðnir fái síurnar er mikill kostnaður á bak við þetta verkefni, en á meðan unnið er að rannsóknum í tengslum við síurnar er nærtækast að taka þá flugliða sem hafa verið að fljúga til lengri tíma,“ segir hún og bætir við að ástæðan sé sú að heyrnarskemmdir mælist ekki á þeim örfáu mánuðum sem hlutastarfsmaður er við störf.“ Sigríður Ása viðurkennir að best væri að nýir starfsmenn sem prófi sig áfram í þessum bransa fengju einnig heyrnasíur. „En þar sem þetta verkefni er stórt og kostnaðarsamt var ákveðið að fara hægt og rólega í það.“ Sigríður Ása segir einnig að ekki megi gleyma því að allir þeir sem byrja að fljúga finni fyrir því að vinnuumhverfið er allt öðruvísi en á jörðinni. Flugliðar vinni í minna súrefni en hreyfi sig töluvert mikið. Algengt sé að nýir flugliðar geti fundið fyrir vægri flugveiki og vanlíðan. Kvartanir yfir hávaða um borð í flugvélum flota Icelandair hafa borist flugfélaginu sjálfu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir þó engar formlegar kvartanir hafa borist stofuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Vinnumarkaður Fastráðnir flugliðar hjá Icelandair eru einu flugliðar félagsins sem fá sérútbúnar heyrnasíur til að deyfa hávaða um borð í vélunum. Þetta staðfestir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Nýliðar fá ekki heyrnarsíur. Í vikunni var greint frá auknum veikindum starfsmanna Icelandair og að gripið hafi verið til umfangsmikilla aðgerða vegnn málsins. Og Axel F. Sigurðsson, trúnaðarlæknir Icelandair, hefur sagt að verið væri að skoða hvers vegna veikindi hefðu aukist undanfarna mánuði.Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri Icelandair.Flugliðar hafa greint frá því að mikill munur væri á því að fljúga með nýjustu vél félagsins og eldri vélum flotans. Hávaði um borð í nýjustu vél Icelandair er sagður minni og loftið betra. Sigríður Ása útskýrir að töluvert ferli fylgi því að fá síurnar, þar sem hver sía er smíðuð sérstaklega í Svíþjóð. Eftir ferlið þarf hver starfsmaður að mæta í mælingu svo hægt sé að mæla hvort vinnuumhverfið skaði í raun heyrn starfsmanna. „Ástæðan fyrir því að einungis fastráðnir fái síurnar er mikill kostnaður á bak við þetta verkefni, en á meðan unnið er að rannsóknum í tengslum við síurnar er nærtækast að taka þá flugliða sem hafa verið að fljúga til lengri tíma,“ segir hún og bætir við að ástæðan sé sú að heyrnarskemmdir mælist ekki á þeim örfáu mánuðum sem hlutastarfsmaður er við störf.“ Sigríður Ása viðurkennir að best væri að nýir starfsmenn sem prófi sig áfram í þessum bransa fengju einnig heyrnasíur. „En þar sem þetta verkefni er stórt og kostnaðarsamt var ákveðið að fara hægt og rólega í það.“ Sigríður Ása segir einnig að ekki megi gleyma því að allir þeir sem byrja að fljúga finni fyrir því að vinnuumhverfið er allt öðruvísi en á jörðinni. Flugliðar vinni í minna súrefni en hreyfi sig töluvert mikið. Algengt sé að nýir flugliðar geti fundið fyrir vægri flugveiki og vanlíðan. Kvartanir yfir hávaða um borð í flugvélum flota Icelandair hafa borist flugfélaginu sjálfu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir þó engar formlegar kvartanir hafa borist stofuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira