Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Ástæðan fyrir því að einungis fastráðnir fá síurnar er mikill kostnaður. Vinnumarkaður Fastráðnir flugliðar hjá Icelandair eru einu flugliðar félagsins sem fá sérútbúnar heyrnasíur til að deyfa hávaða um borð í vélunum. Þetta staðfestir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Nýliðar fá ekki heyrnarsíur. Í vikunni var greint frá auknum veikindum starfsmanna Icelandair og að gripið hafi verið til umfangsmikilla aðgerða vegnn málsins. Og Axel F. Sigurðsson, trúnaðarlæknir Icelandair, hefur sagt að verið væri að skoða hvers vegna veikindi hefðu aukist undanfarna mánuði.Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri Icelandair.Flugliðar hafa greint frá því að mikill munur væri á því að fljúga með nýjustu vél félagsins og eldri vélum flotans. Hávaði um borð í nýjustu vél Icelandair er sagður minni og loftið betra. Sigríður Ása útskýrir að töluvert ferli fylgi því að fá síurnar, þar sem hver sía er smíðuð sérstaklega í Svíþjóð. Eftir ferlið þarf hver starfsmaður að mæta í mælingu svo hægt sé að mæla hvort vinnuumhverfið skaði í raun heyrn starfsmanna. „Ástæðan fyrir því að einungis fastráðnir fái síurnar er mikill kostnaður á bak við þetta verkefni, en á meðan unnið er að rannsóknum í tengslum við síurnar er nærtækast að taka þá flugliða sem hafa verið að fljúga til lengri tíma,“ segir hún og bætir við að ástæðan sé sú að heyrnarskemmdir mælist ekki á þeim örfáu mánuðum sem hlutastarfsmaður er við störf.“ Sigríður Ása viðurkennir að best væri að nýir starfsmenn sem prófi sig áfram í þessum bransa fengju einnig heyrnasíur. „En þar sem þetta verkefni er stórt og kostnaðarsamt var ákveðið að fara hægt og rólega í það.“ Sigríður Ása segir einnig að ekki megi gleyma því að allir þeir sem byrja að fljúga finni fyrir því að vinnuumhverfið er allt öðruvísi en á jörðinni. Flugliðar vinni í minna súrefni en hreyfi sig töluvert mikið. Algengt sé að nýir flugliðar geti fundið fyrir vægri flugveiki og vanlíðan. Kvartanir yfir hávaða um borð í flugvélum flota Icelandair hafa borist flugfélaginu sjálfu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir þó engar formlegar kvartanir hafa borist stofuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Vinnumarkaður Fastráðnir flugliðar hjá Icelandair eru einu flugliðar félagsins sem fá sérútbúnar heyrnasíur til að deyfa hávaða um borð í vélunum. Þetta staðfestir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Nýliðar fá ekki heyrnarsíur. Í vikunni var greint frá auknum veikindum starfsmanna Icelandair og að gripið hafi verið til umfangsmikilla aðgerða vegnn málsins. Og Axel F. Sigurðsson, trúnaðarlæknir Icelandair, hefur sagt að verið væri að skoða hvers vegna veikindi hefðu aukist undanfarna mánuði.Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri Icelandair.Flugliðar hafa greint frá því að mikill munur væri á því að fljúga með nýjustu vél félagsins og eldri vélum flotans. Hávaði um borð í nýjustu vél Icelandair er sagður minni og loftið betra. Sigríður Ása útskýrir að töluvert ferli fylgi því að fá síurnar, þar sem hver sía er smíðuð sérstaklega í Svíþjóð. Eftir ferlið þarf hver starfsmaður að mæta í mælingu svo hægt sé að mæla hvort vinnuumhverfið skaði í raun heyrn starfsmanna. „Ástæðan fyrir því að einungis fastráðnir fái síurnar er mikill kostnaður á bak við þetta verkefni, en á meðan unnið er að rannsóknum í tengslum við síurnar er nærtækast að taka þá flugliða sem hafa verið að fljúga til lengri tíma,“ segir hún og bætir við að ástæðan sé sú að heyrnarskemmdir mælist ekki á þeim örfáu mánuðum sem hlutastarfsmaður er við störf.“ Sigríður Ása viðurkennir að best væri að nýir starfsmenn sem prófi sig áfram í þessum bransa fengju einnig heyrnasíur. „En þar sem þetta verkefni er stórt og kostnaðarsamt var ákveðið að fara hægt og rólega í það.“ Sigríður Ása segir einnig að ekki megi gleyma því að allir þeir sem byrja að fljúga finni fyrir því að vinnuumhverfið er allt öðruvísi en á jörðinni. Flugliðar vinni í minna súrefni en hreyfi sig töluvert mikið. Algengt sé að nýir flugliðar geti fundið fyrir vægri flugveiki og vanlíðan. Kvartanir yfir hávaða um borð í flugvélum flota Icelandair hafa borist flugfélaginu sjálfu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir þó engar formlegar kvartanir hafa borist stofuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira