Hann flaug til Ítalíu á morgun þar sem hann var svo staðfestur sem nýjasti leikmaður félagsins eftir að samningur hans við Bayern Munchen rann út í sumar.
#WelcomeLegend@FranckRibery#ForzaViola#QuestaÈFirenze pic.twitter.com/gu5UaSmJkP
— ACF Fiorentina (@acffiorentina) August 21, 2019
Það leið ekki langur tími frá því að Ribery var fyrst orðaður við Fiorentina og þangað til hann var orðinn leikmaður félagsins því orðrómurinn fór fyrst af stað í fyrradag.
Everton var einnig talið í myndinni en fyrrum Bæjarinn vann 23 titla á þeim tólf árum sem hann lék með þýsku meisturunum.
Frakkinn er orðinn 36 ára og einhverjir héldu að hann myndi leggja skóna á hilluna en svo er ekki. Hann mun taka slaginn með Fiorentina í vetur og á næstu leiktíð.