Jesse Lingard. leikmaður Manchester United, skoraði hvorki mark né gaf stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2019.
Lingard kom inn á sem varamaður þegar United vann Burnley, 0-2, í síðasta leik sínum á árinu.
Hann kom ekki með beinum hætti að marki í leiknum, ekki frekar en í hinum 27 deildarleikjunum sem hann lék á árinu 2019.
28 Games
— talkSPORT (@talkSPORT) December 28, 2019
0 Goals
0 Assists
Jesse Lingard didn’t register a single goal involvement in the league in 2019. pic.twitter.com/ILDYoMT3N2
Lingard kom síðast með beinum hætti að marki þegar United vann Huddersfield Town, 3-1, á öðrum degi jóla 2018. Hann gaf þá stoðsendingu á Paul Pogba í þriðja marki United.
Eftir sigurinn á Burnley í gær er United í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir Chelsea sem er í 4. sætinu.