Amazon fékk það í gegn að seinka leik Liverpool á öðrum degi jóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2019 09:30 Mohamed Salah í baráttu við Leicester leikmanninn Caglar Soyuncu. Getty/Clive Brunskill Leikur Leicester og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á öðrum degi jóla fer ekki fram fyrr en klukkan 20.00 um kvöldið. Amazon fékk það í gegn að seinka leiknum en fyrirtækið er í fyrsta sinn með samning við ensku úrvalsdeildina og sýnir nú alla tíu leiki jólaumferðarinnar sem fara fram 26. og 27. desember. Bandaríska fyrirtækið vildi seinka leik Leicester og Liverpool fram á kvöld sem er ekki vaninn á þessum degi enda þykir mörgum meira en nóg að það sé verið að spila leikinn á þessum degi. Enska úrvalsdeildin er sú eina sem spilar leiki yfir hátíðirnar. Bandaríkin eru fimm til átta klukkutímum á eftir Bretlandi en leikirnir verða sýndir beint á Amazon Prime Video.Liverpool's #PremierLeague trip to Leicester City on Boxing Day has been moved to an 20:00 GMT kick-off. Thoughts?https://t.co/B5YHDkXUnM#LFC#LCFC#bbcfootballpic.twitter.com/bLhmGt7t5P — BBC Sport (@BBCSport) October 18, 2019Liverpool hefur reynt að koma til móts við stuðningsmenn sína með því að bjóða þeim fríar rútuferð á leikinn frá Liverpool en það er vissulega mun meira óhagræði af þessari breytingu fyrir stuðningsmenn Liverpool sem er útiliðið í umræddum leik. Stuðningsmannaklúbbur Liverpool, Spirit of Shankly, var allt annað en ánægður með þessa breytingu og kallaði hana svívirðilega vegna vandræðanna sem hún mun búa til fyrir stuðningsmenn Liverpool. Þessi breyting þýðir þá að Liverpool fær meiri hvíld milli leikja en Manchester City. Liverpool spilar þennan leik að kvöldi 26. desember og mætir svo Wolves 29. desember klukkan 16.30. Það líða því 68 klukkutímar og 30 mínútur á milli leikja. Manchester City spilar aftur á móti við Wolves klukkan 19.45 27. desember og svo aftur við Sheffield United klukkan 18.00 28. desmber. Það líða því bara 46 klukkutímar og 15 mínútur á milli leikja Manchester City á milli jóla og nýárs. Tveir aðrir leikir á öðrum degi jóla voru líka færðir. Leikur Tottenham og Brighton mun hefjast klukkan 12.30 og leikur Manchester United og Newcastle hefst klukkan 17.30. Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Amorim rekinn Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Leikur Leicester og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á öðrum degi jóla fer ekki fram fyrr en klukkan 20.00 um kvöldið. Amazon fékk það í gegn að seinka leiknum en fyrirtækið er í fyrsta sinn með samning við ensku úrvalsdeildina og sýnir nú alla tíu leiki jólaumferðarinnar sem fara fram 26. og 27. desember. Bandaríska fyrirtækið vildi seinka leik Leicester og Liverpool fram á kvöld sem er ekki vaninn á þessum degi enda þykir mörgum meira en nóg að það sé verið að spila leikinn á þessum degi. Enska úrvalsdeildin er sú eina sem spilar leiki yfir hátíðirnar. Bandaríkin eru fimm til átta klukkutímum á eftir Bretlandi en leikirnir verða sýndir beint á Amazon Prime Video.Liverpool's #PremierLeague trip to Leicester City on Boxing Day has been moved to an 20:00 GMT kick-off. Thoughts?https://t.co/B5YHDkXUnM#LFC#LCFC#bbcfootballpic.twitter.com/bLhmGt7t5P — BBC Sport (@BBCSport) October 18, 2019Liverpool hefur reynt að koma til móts við stuðningsmenn sína með því að bjóða þeim fríar rútuferð á leikinn frá Liverpool en það er vissulega mun meira óhagræði af þessari breytingu fyrir stuðningsmenn Liverpool sem er útiliðið í umræddum leik. Stuðningsmannaklúbbur Liverpool, Spirit of Shankly, var allt annað en ánægður með þessa breytingu og kallaði hana svívirðilega vegna vandræðanna sem hún mun búa til fyrir stuðningsmenn Liverpool. Þessi breyting þýðir þá að Liverpool fær meiri hvíld milli leikja en Manchester City. Liverpool spilar þennan leik að kvöldi 26. desember og mætir svo Wolves 29. desember klukkan 16.30. Það líða því 68 klukkutímar og 30 mínútur á milli leikja. Manchester City spilar aftur á móti við Wolves klukkan 19.45 27. desember og svo aftur við Sheffield United klukkan 18.00 28. desmber. Það líða því bara 46 klukkutímar og 15 mínútur á milli leikja Manchester City á milli jóla og nýárs. Tveir aðrir leikir á öðrum degi jóla voru líka færðir. Leikur Tottenham og Brighton mun hefjast klukkan 12.30 og leikur Manchester United og Newcastle hefst klukkan 17.30.
Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Amorim rekinn Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira