Stytta sem þykir verri en styttan af Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 09:30 George Best. Getty/ Bob Thomas Það er ekkert nýtt að menn séu að gagnrýna styttur sem eru gerðar af íþróttastjörnum og sú nýjasta hefur heldur ekki sloppið við gagnrýni á netinu. Cristiano Ronaldo og Diego Maradona hafa sem dæmi báðir fengið af sér styttur en það er ekki eins og þeir séu að horfa þar í spegil. Það viðist nefnilega oft vera mjög erfitt fyrir styttugerðamanninn að ná réttum svipbrigðum. Nýjast heiðursstyttan til að fá útreið á samfélagsmiðlum er ný stytta af knattspyrnugoðsögninni George Best í Belfast í Norður-Írlandi. Sumir hafa gengið svo langt að segja að styttan sé verri en sú sem Cristiano Ronaldo fékk gerða af sér á síðasta ári og þá er nú mikið sagt enda þótti hún hræðileg.‘Worse than Ronaldo’s’: George Best statue in Belfast mocked https://t.co/gxwMz97GUd — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019Einhverjir hafa líkt styttunni við White Walkers úr Game of Thrones, sumir sjá í henni bandaríska tónlistarmanninn Lionel Ritchie og enn aðrir sjá þarna Paul Scholes með klippingu frá áttunda áratugnum. George Best þótti einn kynþokkafyllsti maður heims á sínum tíma og var oft kallaður fimmti Bítillinn enda upp á sitt besta þegar Bítlaæðið var í mestum blóma. Hann er því ekki gerður mikill greiði með styttu sem þessari. Listamaðurinn Tony Currie, sem er frá Belfast, er þó ánægður með styttuna og lætur gagnrýnina sem vind um eyru þjóta.A new statue of George Best has provoked a strong reaction from fans and critics on social media. More here https://t.co/fzQRBAwRQbpic.twitter.com/pMigIadvUk — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019Nýja styttan af George Best var sett upp nálægt Windsor Park leikvanginum þar sem George Best sett oft á svið sýningu með norður-írska landsliðinu. Hann skoraði 9 mörk í 37 landsleikjum. George Best lést árið 2005 þegar hann var 59 ára gamall. Hann sló í gegn með liði Manchester United og var í aðalhlutverki þegar liðið vann Evrópukeppni meistaraliða 1968. Best var einn allra besti knattspyrnumaður heims þegar hann var upp á sitt besta og skoraði 137 mörk fyrir Manchester United liðið. Eftir að hann yfirgaf Old Trafford árið 1974 glímdi hann við mörg persónuleg vandamál og flakkaði mikið á milli liða þar til hann endaði ferilinn. Áfengi og villtur lífsstíll sá til þess að heimurinn fékk ekki að sjá nógu mikið frá þessum einstaka knattspyrnumanni. Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Það er ekkert nýtt að menn séu að gagnrýna styttur sem eru gerðar af íþróttastjörnum og sú nýjasta hefur heldur ekki sloppið við gagnrýni á netinu. Cristiano Ronaldo og Diego Maradona hafa sem dæmi báðir fengið af sér styttur en það er ekki eins og þeir séu að horfa þar í spegil. Það viðist nefnilega oft vera mjög erfitt fyrir styttugerðamanninn að ná réttum svipbrigðum. Nýjast heiðursstyttan til að fá útreið á samfélagsmiðlum er ný stytta af knattspyrnugoðsögninni George Best í Belfast í Norður-Írlandi. Sumir hafa gengið svo langt að segja að styttan sé verri en sú sem Cristiano Ronaldo fékk gerða af sér á síðasta ári og þá er nú mikið sagt enda þótti hún hræðileg.‘Worse than Ronaldo’s’: George Best statue in Belfast mocked https://t.co/gxwMz97GUd — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019Einhverjir hafa líkt styttunni við White Walkers úr Game of Thrones, sumir sjá í henni bandaríska tónlistarmanninn Lionel Ritchie og enn aðrir sjá þarna Paul Scholes með klippingu frá áttunda áratugnum. George Best þótti einn kynþokkafyllsti maður heims á sínum tíma og var oft kallaður fimmti Bítillinn enda upp á sitt besta þegar Bítlaæðið var í mestum blóma. Hann er því ekki gerður mikill greiði með styttu sem þessari. Listamaðurinn Tony Currie, sem er frá Belfast, er þó ánægður með styttuna og lætur gagnrýnina sem vind um eyru þjóta.A new statue of George Best has provoked a strong reaction from fans and critics on social media. More here https://t.co/fzQRBAwRQbpic.twitter.com/pMigIadvUk — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019Nýja styttan af George Best var sett upp nálægt Windsor Park leikvanginum þar sem George Best sett oft á svið sýningu með norður-írska landsliðinu. Hann skoraði 9 mörk í 37 landsleikjum. George Best lést árið 2005 þegar hann var 59 ára gamall. Hann sló í gegn með liði Manchester United og var í aðalhlutverki þegar liðið vann Evrópukeppni meistaraliða 1968. Best var einn allra besti knattspyrnumaður heims þegar hann var upp á sitt besta og skoraði 137 mörk fyrir Manchester United liðið. Eftir að hann yfirgaf Old Trafford árið 1974 glímdi hann við mörg persónuleg vandamál og flakkaði mikið á milli liða þar til hann endaði ferilinn. Áfengi og villtur lífsstíll sá til þess að heimurinn fékk ekki að sjá nógu mikið frá þessum einstaka knattspyrnumanni.
Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira