Forseti Alþingis höfðar til samvisku Miðflokksmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2019 09:18 Þingmenn Miðflokksins hafa verið fastagestir í ræðusól Alþingis undanfarna viku, hvort sem er dag eða nótt. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit þingfundi klukkan níu í morgun að lokinni sautján klukkustunda umræðu um þriðja orkupakkann. Steingrímur nýtti tækifærið og flutti tölu til Miðflokksmanna sem staðið hafa fyrir málþófi í málinu sem hefur verið til umræðu í 70 klukkustundir í heildina. Þingmenn Miðflokksins skiptust á að svara hver öðrum í alla nótt. Enn voru þingmenn á mælendaskrá þegar Steingrímur flutti erindi rétt fyrir klukkan níu. Benti hann á að hálftími væri í að fyrstu fundir hæfust í þingnefndum og því þyrfti að slíta fundi.Þrátt fyrir enn einn langan fund um málið væri ekki útlit fyrir niðurstöðu, að sögn Steingríms. Umræðunni mætti ljúka bæðu þingmenn Miðflokksins ekki endurtekið um orðið. Í ljósi reynslunnar væri það ekki eitthvað sem stefndi í. „Þingmenn Miðflokksins hafa nýtt ræðumöguleika sína hressilega í þessu máli og líka notið góðvildar forseta.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/ernirSteingrímur minnti á að átján mál biðu umfjöllunar á Alþingi. Umræðurnar væru orðnar langar en Miðflokksmenn hefðu rætt það í sextíu klukkustundir af þeim sjötíu sem málið hefur fengið. „Þetta eru orðnar langar umræður. Ekkert annað hefur komist á dagskrá Alþingis í rúma viku,“ sagði Steingrímur. Það sé skylda forseta Alþingis að gæta réttinda þingmanna. Að á þeim sé ekki brotið á nokkurn hátt. „Frelsið er mikilvægt eins og réttur þingmanna en frelsi eins má ekki vera á kostnað frelsis annarra,“ sagði Steingrímur. Reikna mætti með að fjölmargir þingmenn vildu tjá sig eðlilega um önnur mál sem bíða afgreiðslu á þingi nú þegar sumarið er handan við hornið. Í það stefni að mikil vinna sem farið hafi verið í í þingnefndum í vetur fari forgörðum.Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann veitti einnig viðbrögð vegna úrskurðar Persónuverndar í Klaustursmálinu.„Forseti vill hvetja forystumenn Miðflokksins og þingmenn alla að hugleiða framhaldið vel,“ sagði Steingrímur. „Forseti ítrekar þessa hvatningu hvort þeir séu ekki tiilbúnir að hugleiða nú milli funda hvort þeir geti ekki takmarkað eða dregið úr ræðuhöldum svo ljúka megi umræðu.“ Sleit Steingrímur í framhaldinu þingfundi. Verður fróðlegt að sjá viðbrögð Miðflokksmanna við skilaboðum forseta Alþingis til þeirra. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit þingfundi klukkan níu í morgun að lokinni sautján klukkustunda umræðu um þriðja orkupakkann. Steingrímur nýtti tækifærið og flutti tölu til Miðflokksmanna sem staðið hafa fyrir málþófi í málinu sem hefur verið til umræðu í 70 klukkustundir í heildina. Þingmenn Miðflokksins skiptust á að svara hver öðrum í alla nótt. Enn voru þingmenn á mælendaskrá þegar Steingrímur flutti erindi rétt fyrir klukkan níu. Benti hann á að hálftími væri í að fyrstu fundir hæfust í þingnefndum og því þyrfti að slíta fundi.Þrátt fyrir enn einn langan fund um málið væri ekki útlit fyrir niðurstöðu, að sögn Steingríms. Umræðunni mætti ljúka bæðu þingmenn Miðflokksins ekki endurtekið um orðið. Í ljósi reynslunnar væri það ekki eitthvað sem stefndi í. „Þingmenn Miðflokksins hafa nýtt ræðumöguleika sína hressilega í þessu máli og líka notið góðvildar forseta.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/ernirSteingrímur minnti á að átján mál biðu umfjöllunar á Alþingi. Umræðurnar væru orðnar langar en Miðflokksmenn hefðu rætt það í sextíu klukkustundir af þeim sjötíu sem málið hefur fengið. „Þetta eru orðnar langar umræður. Ekkert annað hefur komist á dagskrá Alþingis í rúma viku,“ sagði Steingrímur. Það sé skylda forseta Alþingis að gæta réttinda þingmanna. Að á þeim sé ekki brotið á nokkurn hátt. „Frelsið er mikilvægt eins og réttur þingmanna en frelsi eins má ekki vera á kostnað frelsis annarra,“ sagði Steingrímur. Reikna mætti með að fjölmargir þingmenn vildu tjá sig eðlilega um önnur mál sem bíða afgreiðslu á þingi nú þegar sumarið er handan við hornið. Í það stefni að mikil vinna sem farið hafi verið í í þingnefndum í vetur fari forgörðum.Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann veitti einnig viðbrögð vegna úrskurðar Persónuverndar í Klaustursmálinu.„Forseti vill hvetja forystumenn Miðflokksins og þingmenn alla að hugleiða framhaldið vel,“ sagði Steingrímur. „Forseti ítrekar þessa hvatningu hvort þeir séu ekki tiilbúnir að hugleiða nú milli funda hvort þeir geti ekki takmarkað eða dregið úr ræðuhöldum svo ljúka megi umræðu.“ Sleit Steingrímur í framhaldinu þingfundi. Verður fróðlegt að sjá viðbrögð Miðflokksmanna við skilaboðum forseta Alþingis til þeirra.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira