Leikvangur á Spáni skírður eftir nýjum liðsfélaga Gunnhildar Yrsu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 18:30 Vero Boquete með fyrirliðaband spænska landsliðsins á síðasta HM. Getty/Minas Panagiotakis Sumir knattspyrnumenn hafa í gegnum tíðina fengið leikvang eða stúkur skírðar eftir sér hjá „sínu“ félagi en aðeins löngu eftir að ferli þeirra lýkur. Spænska knattspyrnukonan Vero Boquete hefur allt aðra sögu að segja. Vero Boquete er 31 árs gömul og enn að spila atvinnumannabolta. Hún gekk nýverið til liðs við Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og félaga í bandaríska félaginu Utah Royals. Vero Boquete er að flestra mati fremsta knattspyrnukonan Spánar frá upphafi en engin hefur skorað fleiri mörk fyrir landslið Spánar.Vero Boquete: the Spaniard so good she has a stadium named after her. By @SuzyWrackhttps://t.co/UFcJbw33qs — Guardian sport (@guardian_sport) February 26, 2019Í nóvember síðastliðnum þá var Vero Boquete sýndur mikill heiður í heimabæ sínum Santiago de Compostela á norðvestur Spáni. Santiago de Compostela er höfuðstaður Galisíu á Norðvestur-Spáni. Vero Boquete hefur unnið Meistaradeildina og titla í þremur löndum á viðburðarríkum ferli sínum þar sem hún hefur spilað út um allan heim. Áður en hún samdi við Utah Royals þá spilaði hún í Kína. Vero Boquete fæddist aftur á móti í Santiago de Compostela 9. apríl 1987. Leikvangurinn í bænum hét áður Estadio Multiusos de San Lázaro en í nóvember fékk hann nafnið Estadio Vero Boquete de San Lázaro. „Það er svo erfitt að segja hvernig mér líður því þetta er sögulegur og táknrænn leikvangur,“ sagði Vero Boquete í viðtali við Guardian en hún fór næstum því á hverri helgi á völlinn þegar hún var yngri. „Borgin mín gat ekki sýnt mér meiri ást en með þessu. Þetta er mitt fólk og nágrannar mínir. Þetta snýst samt ekki bara um mitt nafn heldur um að það er konunafn á fótboltaleikvangi. Þetta er frábært,“ sagði Vero Boquete. Fótbolti Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Sumir knattspyrnumenn hafa í gegnum tíðina fengið leikvang eða stúkur skírðar eftir sér hjá „sínu“ félagi en aðeins löngu eftir að ferli þeirra lýkur. Spænska knattspyrnukonan Vero Boquete hefur allt aðra sögu að segja. Vero Boquete er 31 árs gömul og enn að spila atvinnumannabolta. Hún gekk nýverið til liðs við Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og félaga í bandaríska félaginu Utah Royals. Vero Boquete er að flestra mati fremsta knattspyrnukonan Spánar frá upphafi en engin hefur skorað fleiri mörk fyrir landslið Spánar.Vero Boquete: the Spaniard so good she has a stadium named after her. By @SuzyWrackhttps://t.co/UFcJbw33qs — Guardian sport (@guardian_sport) February 26, 2019Í nóvember síðastliðnum þá var Vero Boquete sýndur mikill heiður í heimabæ sínum Santiago de Compostela á norðvestur Spáni. Santiago de Compostela er höfuðstaður Galisíu á Norðvestur-Spáni. Vero Boquete hefur unnið Meistaradeildina og titla í þremur löndum á viðburðarríkum ferli sínum þar sem hún hefur spilað út um allan heim. Áður en hún samdi við Utah Royals þá spilaði hún í Kína. Vero Boquete fæddist aftur á móti í Santiago de Compostela 9. apríl 1987. Leikvangurinn í bænum hét áður Estadio Multiusos de San Lázaro en í nóvember fékk hann nafnið Estadio Vero Boquete de San Lázaro. „Það er svo erfitt að segja hvernig mér líður því þetta er sögulegur og táknrænn leikvangur,“ sagði Vero Boquete í viðtali við Guardian en hún fór næstum því á hverri helgi á völlinn þegar hún var yngri. „Borgin mín gat ekki sýnt mér meiri ást en með þessu. Þetta er mitt fólk og nágrannar mínir. Þetta snýst samt ekki bara um mitt nafn heldur um að það er konunafn á fótboltaleikvangi. Þetta er frábært,“ sagði Vero Boquete.
Fótbolti Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira