Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2019 12:30 Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara ásamt SA eiga fund á morgun með viðsemjemendum. vísir/vilhelm Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. Ákvörðun um aðgerðir gæti legið fyrir hjá félögum sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara um eða eftir helgi. Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins, sem enn á í viðræðum við samtök atvinnulífsins án aðkomu ríkissáttasemjara, ákvað á fundi í morgun að krefjast fundar með Samtökum atvinnulífsins til að ítreka kröfur sínar eftir að stjórnvöld kyntu aðgerðir sínar í gær. Sextán aðildarfélög sambandsins hafa gefið viðræðunefndinni umboð til að vísa deilunni til ríkissáttasemjara en ákvörðun um hvort það verði gert verður ekki tekin fyrr en að loknum fundi með Samtökum atvinnulífsins í dag. Verkalýðsfélögin fjögur sem nú þegar hafa vísað deilu sinni við Samtök atvinnulífsins funda einnig innan sinna raða í dag til að undirbúa fund með atvinnurekendum hjá ríkissáttasemjara á morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir útspil stjórnvalda ekki einfalda stöðuna við samningaborðið. Það vanti töluvert mikið í pakka stjórnvalda. „Og við munum fylgja þeim kröfum eftir við okkar viðsemjendur, þar sem stjórnvöld munu ekki liðka frekar fyrir þessu helsta baráttumáli okkar. Að dagvinnulaun dugi fyrir sómasamlegri afkomu okkar félagsmanna,” segir formaður VR. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð fyrir viku um hækkun launa undir 600 þúsund krónum um 20 þúsund krónur á ári næstu þrjú árin og laun þar yfir hækkuðu árlega um 2,5 prósent. Verkalýðsfélögin fjögur svöruðu með gagntilboði á föstudag sem atvinnurekendur höfnuðu samdægurs. Fundur deiluaðila á morgun gæti því skipt sköpum um framhaldið.Líkur á aðgerðum aukastEr það ennþá staðan að það gæti farið svo að fyrir helgi lægi það fyrir að þið farið að skoða aðgerðir? „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Eigum við ekki bara að segja að við ætlum að fara með þetta veganesti frá stjórnvöldum og okkar viðsemjendum, Samtökum atvinnulífsins, fyrir okkar samninganefndir og okkar bakland. Ætlum síðan að taka afstöðu á þeim vettvangi hvert framhaldið verður,” segir Ragnar Þór. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir stöðu viðræðna við Samtök atvinnulífsins hafa verið orðna erfiða áður en útspil stjórnvalda var kynnt í gær. Stjórnvöld virðist ekki heyra í röddum grasrótarinnar sem nýleg könnun Eflingar sýni að sé tilbúin í aðgerðir. „Það er reyndin. Fólk sannarlega treystir sér til að gera það og félagið gerir það. Þannig að nú þurfum við bara að sjá hvað gerist núna á næstu dögum,” segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er ekki sammála formanni Eflingar um að stjórnvöld hafi ekki lagt við hlustir. „Við samningaborðið er mikilvægt að leggja við hlustir. Og ég skil það sem svo að ríkisstjórnin hafi lagt við hlustir. Enda hefur verið sérstakt ákall um að koma til móts við þá hópa sem eru neðstir í tekjustiganum. Við fyrstu sýn mína get ég ekki séð betur en þeir hópar sem eru á lægstu laununum séu að taka mest út úr þessum breytingum. Sem hlýtur að vera jákvætt í því samhengi,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaramál Tengdar fréttir Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Líkurnar á verkföllum meiri eftir blaðamannafundinn Forseti ASÍ hefði viljað sjá róttækari breytingar á skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. 19. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. Ákvörðun um aðgerðir gæti legið fyrir hjá félögum sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara um eða eftir helgi. Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins, sem enn á í viðræðum við samtök atvinnulífsins án aðkomu ríkissáttasemjara, ákvað á fundi í morgun að krefjast fundar með Samtökum atvinnulífsins til að ítreka kröfur sínar eftir að stjórnvöld kyntu aðgerðir sínar í gær. Sextán aðildarfélög sambandsins hafa gefið viðræðunefndinni umboð til að vísa deilunni til ríkissáttasemjara en ákvörðun um hvort það verði gert verður ekki tekin fyrr en að loknum fundi með Samtökum atvinnulífsins í dag. Verkalýðsfélögin fjögur sem nú þegar hafa vísað deilu sinni við Samtök atvinnulífsins funda einnig innan sinna raða í dag til að undirbúa fund með atvinnurekendum hjá ríkissáttasemjara á morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir útspil stjórnvalda ekki einfalda stöðuna við samningaborðið. Það vanti töluvert mikið í pakka stjórnvalda. „Og við munum fylgja þeim kröfum eftir við okkar viðsemjendur, þar sem stjórnvöld munu ekki liðka frekar fyrir þessu helsta baráttumáli okkar. Að dagvinnulaun dugi fyrir sómasamlegri afkomu okkar félagsmanna,” segir formaður VR. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð fyrir viku um hækkun launa undir 600 þúsund krónum um 20 þúsund krónur á ári næstu þrjú árin og laun þar yfir hækkuðu árlega um 2,5 prósent. Verkalýðsfélögin fjögur svöruðu með gagntilboði á föstudag sem atvinnurekendur höfnuðu samdægurs. Fundur deiluaðila á morgun gæti því skipt sköpum um framhaldið.Líkur á aðgerðum aukastEr það ennþá staðan að það gæti farið svo að fyrir helgi lægi það fyrir að þið farið að skoða aðgerðir? „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Eigum við ekki bara að segja að við ætlum að fara með þetta veganesti frá stjórnvöldum og okkar viðsemjendum, Samtökum atvinnulífsins, fyrir okkar samninganefndir og okkar bakland. Ætlum síðan að taka afstöðu á þeim vettvangi hvert framhaldið verður,” segir Ragnar Þór. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir stöðu viðræðna við Samtök atvinnulífsins hafa verið orðna erfiða áður en útspil stjórnvalda var kynnt í gær. Stjórnvöld virðist ekki heyra í röddum grasrótarinnar sem nýleg könnun Eflingar sýni að sé tilbúin í aðgerðir. „Það er reyndin. Fólk sannarlega treystir sér til að gera það og félagið gerir það. Þannig að nú þurfum við bara að sjá hvað gerist núna á næstu dögum,” segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er ekki sammála formanni Eflingar um að stjórnvöld hafi ekki lagt við hlustir. „Við samningaborðið er mikilvægt að leggja við hlustir. Og ég skil það sem svo að ríkisstjórnin hafi lagt við hlustir. Enda hefur verið sérstakt ákall um að koma til móts við þá hópa sem eru neðstir í tekjustiganum. Við fyrstu sýn mína get ég ekki séð betur en þeir hópar sem eru á lægstu laununum séu að taka mest út úr þessum breytingum. Sem hlýtur að vera jákvætt í því samhengi,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaramál Tengdar fréttir Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Líkurnar á verkföllum meiri eftir blaðamannafundinn Forseti ASÍ hefði viljað sjá róttækari breytingar á skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. 19. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16
Líkurnar á verkföllum meiri eftir blaðamannafundinn Forseti ASÍ hefði viljað sjá róttækari breytingar á skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. 19. febrúar 2019 22:15
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?