Erlent

Dómarar handteknir í spillingarmáli í Litháen

Atli Ísleifsson skrifar
Frá gamla bænum í litháísku höfuðborginni Vilníus.
Frá gamla bænum í litháísku höfuðborginni Vilníus. Wikipedia commons
Lögregla í Litháen handtók í dag 26 manns í tengslum við umfangsmikla rannsókn á spillingu innan dómskerfisins. Í hópi hinna handteknu eru átta dómarar og fimm lögmenn.

Ríkissaksóknarinn Edvinas Pasilis segir að hann komi til með að fara fram á endurupptöku á fjölda þeirra mála sem umræddir dómarar hafi dæmt í.

Yfirmaður rannsóknarteymisins segir að gögn bendi til mútugreiðslna til dómara til að þeir myndu dæma ákveðnum aðilum í dag. Eiga mútugreiðslurnar að vera á bilinu þúsund og upp í tíu þúsund evrur, sem samsvarar 140 þúsund krónur og upp í 1,4 milljónir króna.

„Tími hinna ósnertanlegu er liðinn. Allir verða að læra þá lexíu,“ sagði forsætisráðherrann Saulis Skvernelis á Facebook í kjölfar aðgerða lögreglunnar í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.