Fyrrum markvörður sænska landsliðsins var eiturlyfjafíkill og íhugaði sjálfsvíg Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2019 11:30 Magnus Hedman er á góðum stað í lífinu í dag. vísir/getty Það muna margir eftir vinalega sænska markverðinum Magnusi Hedman sem var á mála hjá Celtic, Chelsea og Coventry ásamt því að standa á milli stanganna hjá sænska landsliðinu. Hann lék lengstum með AIK og Coventry en átti ágætan tíma hjá Celtic og ítalska liðinu Ancona áður en hann hætti. Eftir að hann var hættur hafði Chelsea samband vegna markvarðarvandræða og Hedman var í herbúðum félagsins eitt tímabil. Hann tók treyjumúmer Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Lundúnaliðinu en spilaði aldrei. Hann átti flottan feril en lífið varð honum erfitt eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hedman var að glíma við þunglyndi og sökkti sér í fíkniefnaneyslu. Staðan varð svo slæm að hann íhugaði oft að svipta sig lífi. „Ég fór heim og googlaði bestu leiðirnar til þess að binda enda á líf mitt. Svo stóð ég á svölunum mínum á tólftu hæð tímunum saman og íhugaði að enda þetta allt saman. Þá fékk ég mikilvægt símtal frá vini mínum sem dró mig á fund og ég tók því aldrei skrefið fram af svölunum,“ sagði Hedman.Það var Jose Mourinho sem fékk Hedman til Chelsea á sínum tíma.vísir/gettyHann átti aldrei von á því að verða eiturlyfjaneytandi. „Ég ákvað að prófa bara einu sinni en ég varð háður þessu strax. Ég var svo djúpt sokkinn í neyslu í fjögur ár,“ sagði Hedman sem fljótlega var kominn í kókaínneyslu og brenndi upp öllu sínu sparifé eftir fótboltaferilinn. Svo djúpt sokkinn var markvörðurinn að hann fór varla út úr húsi í þrjú ár. „Ég veit núna að ég lét fíkniefnin fylla upp í gatið sem fótboltinn skildi eftir sig. Ég þekkti ekki sjálfan mig, aðeins markvörðinn Magnus. Það olli mér miklum áhyggjum.“ Hedman var giftur poppstjörnunni Magdalena Graaf og á með henni tvo syni. Hjónabandið leystist upp í ruglinu. Á endanum fékk Hedman hjálp frá sérfræðingi og með þeirri góðu aðstoð komst hann aftur á lappir. Í dag er hann á góðum stað og horfir björtum augum til framtíðarinnar. Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Sjá meira
Það muna margir eftir vinalega sænska markverðinum Magnusi Hedman sem var á mála hjá Celtic, Chelsea og Coventry ásamt því að standa á milli stanganna hjá sænska landsliðinu. Hann lék lengstum með AIK og Coventry en átti ágætan tíma hjá Celtic og ítalska liðinu Ancona áður en hann hætti. Eftir að hann var hættur hafði Chelsea samband vegna markvarðarvandræða og Hedman var í herbúðum félagsins eitt tímabil. Hann tók treyjumúmer Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Lundúnaliðinu en spilaði aldrei. Hann átti flottan feril en lífið varð honum erfitt eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hedman var að glíma við þunglyndi og sökkti sér í fíkniefnaneyslu. Staðan varð svo slæm að hann íhugaði oft að svipta sig lífi. „Ég fór heim og googlaði bestu leiðirnar til þess að binda enda á líf mitt. Svo stóð ég á svölunum mínum á tólftu hæð tímunum saman og íhugaði að enda þetta allt saman. Þá fékk ég mikilvægt símtal frá vini mínum sem dró mig á fund og ég tók því aldrei skrefið fram af svölunum,“ sagði Hedman.Það var Jose Mourinho sem fékk Hedman til Chelsea á sínum tíma.vísir/gettyHann átti aldrei von á því að verða eiturlyfjaneytandi. „Ég ákvað að prófa bara einu sinni en ég varð háður þessu strax. Ég var svo djúpt sokkinn í neyslu í fjögur ár,“ sagði Hedman sem fljótlega var kominn í kókaínneyslu og brenndi upp öllu sínu sparifé eftir fótboltaferilinn. Svo djúpt sokkinn var markvörðurinn að hann fór varla út úr húsi í þrjú ár. „Ég veit núna að ég lét fíkniefnin fylla upp í gatið sem fótboltinn skildi eftir sig. Ég þekkti ekki sjálfan mig, aðeins markvörðinn Magnus. Það olli mér miklum áhyggjum.“ Hedman var giftur poppstjörnunni Magdalena Graaf og á með henni tvo syni. Hjónabandið leystist upp í ruglinu. Á endanum fékk Hedman hjálp frá sérfræðingi og með þeirri góðu aðstoð komst hann aftur á lappir. Í dag er hann á góðum stað og horfir björtum augum til framtíðarinnar.
Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Sjá meira