Eldflaugafræðingur í liði Spánverja á HM kvenna í fótbolta í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 11:00 Celia Jimenez er hámenntun landsliðkona Spánverja sem er á leið á HM í sumar. Getty/Lars Baron Spænska kvennalandsliðið í knattspyrnu teflir fram vísindamanni í liði sína á HM í Frakklandi í sumar. Bakvörðurinn Celia Jimenez Delgado er eldflaugafræðingur en hún er með próf í flugvélaverkfræði frá háskólanum í Alabama. Það er vel þekkt að knattspyrnukonur klári sitt háskólanám með fótboltanum eins og við höfum séð með með leikjahæstu landsliðskonu Íslands frá upphafi en Katrín Jónsdóttir kláraði lækninn á sama tíma og hún leiddi íslenska landsliðið í söguleg ævintýri í Evrópukeppninni. Það er samt ekkert skrítið að menntun spænsku landsliðskonunnar vaki mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem eldflaugafræðingar (rocket scientist) keppa á stórmótum í íþróttum. Breska ríkisútvarpið fjallaði um Jimenez í tilefni af vináttulandsleik Englendinga og Spánverja í kvöld en báðar þjóðir eru að undirbúa sig fyrir heimsmeistarakeppnina. „Á hverjum leikdegi þá gerum við í liðinu lítið heilabrot til að koma hausnum í gang og ef það hefur eitthvað að gera með tölur þá horfa allar á mig og spyrja: Hvað eigum við að gera, hvað er er planið,“ segir Celia Jimenez.“Even though football and aerospace engineering might look like two different fields and concepts, they are actually really related.” Meet the rocket scientist heading for the World Cuphttps://t.co/WN4N9C9P8npic.twitter.com/DuKi6tjsJk — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019„Ég var alltaf að setja saman hluti þegar ég var krakki og ég vissi alltaf að ég vildi verða verkfræðingur. Ég elska að hanna hluti og finna svörin við vandamálum,“ sagði Jimenez. „Kannski finnst mörgum fótbolti og flugvélaverkfræði ekki tengjast mikið en það er mikið líkt með þeim. Á báðum vígstöðvum þarftu að leggja mikið á þig án þess að niðurstaðan komi strax í ljós. Ef þú upplifir slæman dag þá verður þú bara að vakna morguninn eftir og reyna aftur. Það er eins með fótboltann,“ sagði Jimenez. Blaðamaður BBC klóraði sér örugglega í hausnum þegar Celia útskýrði hvað henni fannst skemmtilegast í háskólanáminu. „Það er erfitt að útskýra það án þess að fara dýpra í þetta,“ sagði Celia og kannski eins gott því það eru ekki margir sem fylgja henni svo auðveldlega eftir þegar kemur að fræðunum. Celia Jimenez byrjaði að spila í meistaraflokki á Spáni þegar hún var aðeins fimmtán ára og spilaði síðan fótbolta í Bandaríkjunum með háskólanámi sínu. Hún var svo liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Rosengard árið 2018 og þær spiluðu meðal annars saman í Meistaradeildinni. Jimenez viðurkennir þó fúslega að það hafi oft verið erfitt að samtvinna krefjandi nám og fótboltann ekki síst þegar kom að landsliðinu og mörgum ferðalögum til Evrópu. „Það var svolítið erfitt að þurfa að vera að fljúga fram og til baka á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Ég missti af fullt af tímum sem ég þurfti síðan að vinna upp ein. Það þýddi meiri vinnu en ég er mjög ánægð með að hafa klárað námið,“ sagði Jimenez. Hin 23 ára gamla Celia er að gera góða hluti í fótboltanum og vísindastörfin bíða því í bili. Hún fékk nýverið samning hjá bandaríska félaginu Seattle Reign og spilar sinn fyrsta leik í bandarísku deildinni seinna í þessum mánuði. Jimenez vonast til að komast í starf í sínum fræðum þegar fótboltaferillinn klárast en áður er draumur að rætast hjá henni með því að spila í bandarísku deildinni. „Ég fór að gráta af gleði þegar ég fékk fréttirnar,“ sagði Jimenez um samninginn við Seattle Reign liðið. EM 2017 í Hollandi Spánn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira
Spænska kvennalandsliðið í knattspyrnu teflir fram vísindamanni í liði sína á HM í Frakklandi í sumar. Bakvörðurinn Celia Jimenez Delgado er eldflaugafræðingur en hún er með próf í flugvélaverkfræði frá háskólanum í Alabama. Það er vel þekkt að knattspyrnukonur klári sitt háskólanám með fótboltanum eins og við höfum séð með með leikjahæstu landsliðskonu Íslands frá upphafi en Katrín Jónsdóttir kláraði lækninn á sama tíma og hún leiddi íslenska landsliðið í söguleg ævintýri í Evrópukeppninni. Það er samt ekkert skrítið að menntun spænsku landsliðskonunnar vaki mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem eldflaugafræðingar (rocket scientist) keppa á stórmótum í íþróttum. Breska ríkisútvarpið fjallaði um Jimenez í tilefni af vináttulandsleik Englendinga og Spánverja í kvöld en báðar þjóðir eru að undirbúa sig fyrir heimsmeistarakeppnina. „Á hverjum leikdegi þá gerum við í liðinu lítið heilabrot til að koma hausnum í gang og ef það hefur eitthvað að gera með tölur þá horfa allar á mig og spyrja: Hvað eigum við að gera, hvað er er planið,“ segir Celia Jimenez.“Even though football and aerospace engineering might look like two different fields and concepts, they are actually really related.” Meet the rocket scientist heading for the World Cuphttps://t.co/WN4N9C9P8npic.twitter.com/DuKi6tjsJk — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019„Ég var alltaf að setja saman hluti þegar ég var krakki og ég vissi alltaf að ég vildi verða verkfræðingur. Ég elska að hanna hluti og finna svörin við vandamálum,“ sagði Jimenez. „Kannski finnst mörgum fótbolti og flugvélaverkfræði ekki tengjast mikið en það er mikið líkt með þeim. Á báðum vígstöðvum þarftu að leggja mikið á þig án þess að niðurstaðan komi strax í ljós. Ef þú upplifir slæman dag þá verður þú bara að vakna morguninn eftir og reyna aftur. Það er eins með fótboltann,“ sagði Jimenez. Blaðamaður BBC klóraði sér örugglega í hausnum þegar Celia útskýrði hvað henni fannst skemmtilegast í háskólanáminu. „Það er erfitt að útskýra það án þess að fara dýpra í þetta,“ sagði Celia og kannski eins gott því það eru ekki margir sem fylgja henni svo auðveldlega eftir þegar kemur að fræðunum. Celia Jimenez byrjaði að spila í meistaraflokki á Spáni þegar hún var aðeins fimmtán ára og spilaði síðan fótbolta í Bandaríkjunum með háskólanámi sínu. Hún var svo liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Rosengard árið 2018 og þær spiluðu meðal annars saman í Meistaradeildinni. Jimenez viðurkennir þó fúslega að það hafi oft verið erfitt að samtvinna krefjandi nám og fótboltann ekki síst þegar kom að landsliðinu og mörgum ferðalögum til Evrópu. „Það var svolítið erfitt að þurfa að vera að fljúga fram og til baka á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Ég missti af fullt af tímum sem ég þurfti síðan að vinna upp ein. Það þýddi meiri vinnu en ég er mjög ánægð með að hafa klárað námið,“ sagði Jimenez. Hin 23 ára gamla Celia er að gera góða hluti í fótboltanum og vísindastörfin bíða því í bili. Hún fékk nýverið samning hjá bandaríska félaginu Seattle Reign og spilar sinn fyrsta leik í bandarísku deildinni seinna í þessum mánuði. Jimenez vonast til að komast í starf í sínum fræðum þegar fótboltaferillinn klárast en áður er draumur að rætast hjá henni með því að spila í bandarísku deildinni. „Ég fór að gráta af gleði þegar ég fékk fréttirnar,“ sagði Jimenez um samninginn við Seattle Reign liðið.
EM 2017 í Hollandi Spánn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira