Mueller-skýrslan væntanleg innan viku Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2019 15:07 Barr var spurður út í Mueller-skýrsluna þegar hann kom fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Vísir/EPA William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag eiga von á að hann birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um meint samráð framboðs Donalds Trump forseta við Rússa innan viku. Hann skýri jafnframt hvers vegna sumir hlutar skýrslunnar hafi verið ritskoðaðir. Ráðherrann hefur farið yfir skýrslu Mueller síðustu vikur með það fyrir augum að ritskoða hluta hennar sem hann telur sér ekki heimilt að birta opinberlega. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að fá skýrsluna óritskoðaða í hendur og öll gögn sem hún byggir á að auki. Barr var spurður út í skýrsluna þegar hann kom fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag en það var í fyrsta skipti sem hann hefur setið fyrir svörum frá því að Mueller skilaði skýrslu sinni í síðasta mánuði, að sögn Washington Post. Sagði hann að upphaflega áætlun hans um að afhenda þinginu skýrsluna um miðjan apríl stæði. „Þetta ferli hefur gengið mjög vel fyrir sig og upphafleg tímaáætlun mín um að geta birt þetta um miðjan apríl stendur og ég tel, frá mínum sjónarhóli, innan vika, verði ég í aðstöðu til að birta skýrsluna almenningi,“ sagði Barr. Fram að þessu er það eina sem vitað er um skýrslu Mueller fjögurra blaðsíðna bréf Barr til þingsins þar sem hann dró saman niðurstöðurnar. Barr sagði að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Mueller hafi ekki mælt með að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar en hann hafi heldur ekki getað hreinsað forsetann af sök. Barr tilkynnti á sama tíma að hann hefði ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump skipaði Barr í embættið eftir að hann rak Jeff Sessions, fyrsta dómsmálaráðherra sinn, eftir þingkosningarnar í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag eiga von á að hann birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um meint samráð framboðs Donalds Trump forseta við Rússa innan viku. Hann skýri jafnframt hvers vegna sumir hlutar skýrslunnar hafi verið ritskoðaðir. Ráðherrann hefur farið yfir skýrslu Mueller síðustu vikur með það fyrir augum að ritskoða hluta hennar sem hann telur sér ekki heimilt að birta opinberlega. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að fá skýrsluna óritskoðaða í hendur og öll gögn sem hún byggir á að auki. Barr var spurður út í skýrsluna þegar hann kom fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag en það var í fyrsta skipti sem hann hefur setið fyrir svörum frá því að Mueller skilaði skýrslu sinni í síðasta mánuði, að sögn Washington Post. Sagði hann að upphaflega áætlun hans um að afhenda þinginu skýrsluna um miðjan apríl stæði. „Þetta ferli hefur gengið mjög vel fyrir sig og upphafleg tímaáætlun mín um að geta birt þetta um miðjan apríl stendur og ég tel, frá mínum sjónarhóli, innan vika, verði ég í aðstöðu til að birta skýrsluna almenningi,“ sagði Barr. Fram að þessu er það eina sem vitað er um skýrslu Mueller fjögurra blaðsíðna bréf Barr til þingsins þar sem hann dró saman niðurstöðurnar. Barr sagði að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Mueller hafi ekki mælt með að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar en hann hafi heldur ekki getað hreinsað forsetann af sök. Barr tilkynnti á sama tíma að hann hefði ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump skipaði Barr í embættið eftir að hann rak Jeff Sessions, fyrsta dómsmálaráðherra sinn, eftir þingkosningarnar í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37
Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21