Mikil fólksfækkun í Evrópu til 2100 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2019 06:00 Meðalaldur í Evrópu er hár og er von á fólksfækkun. Nordicphotos/AFP Íbúar Evrópu verða um 630 milljónir árið 2100. Það er 117 milljónum færra en í ár. Þetta er á meðal þess sem kom fram í nýrri mannfjöldaskýrslu sem mannfjöldadeild Sameinuðu þjóðanna birti fyrr í vikunni. Hins vegar mun íbúum heims fjölga talsvert heilt yfir. Búist er við því að jarðarbúar verði 9,7 milljarðar um miðja öld og að fjölgunin muni ná hápunkti árið 2100, verða 10,9 milljarðar. Á meðan Evrópubúum mun fækka er talið að það verði fólksfjöldasprenging í Afríku sunnan Sahara. Þar gæti fólksfjöldi tvöfaldast á næstu þrjátíu árum. Indverjum heldur áfram að fjölga og verður þjóðin sú fjölmennasta í heimi í kringum árið 2027. Fæðingartíðni í heiminum hefur lækkað undanfarna áratugi og lítur því út, eins og áður segir, að fjölgunin toppi um næstu aldamót. Meðalkonan átti 3,2 börn árið 1990, 2,5 barn í ár og um miðja öld mun talan standa í 2,2. Ríki Evrópusambandsins og Japan hafa verið á undan þessari þróun og er fæðingatíðni þar vel undir þeim 2,1 sem sagt er nauðsynlegt til að viðhalda fólksfjölda í skýrslunni. Fæðingartíðni í Evrópusambandinu er um 1,6 og um 1,8 í Japan. Á Íslandi stóð talan í 1,7 á síðasta ári. Þessi þróun sem nú þegar má greina í Evrópu, Japan og víðar þýðir að samfélög verða eldri. Samkvæmt skýrslu sem framkvæmdastjórn ESB birti á síðasta ári er horft fram á að fólki á milli fimmtán og 64 ára, það er að segja sá hluti samfélagsins sem tekur hvað virkastan þátt í atvinnulífinu, muni fækka úr 333 milljónum árið 2016 í 292 milljónir árið 2070. „Spár gera ráð fyrir því að fjárhagsleg áhrif þessa verði mikil fyrir öll aðildarríki og að áhrifin verði strax ljós á næstu tveimur áratugum. Innan Evrópusambandsins er búist við því að heildarkostnaður öldrunar, það er eftirlaunagreiðslna, heilbrigðisþjónustu, menntunar og atvinnuleysisbóta, aukist um um 1,7 prósentustig og verði því 26,7 prósent af vergri landsframleiðslu,“ sagði í tilkynningu um þá skýrslu. Þessi lága fæðingartíðni og hækkandi meðalaldur hefur í för með sér, samkvæmt umfjöllun The New York Times um skýrslu SÞ, erfiðleika við að viðhalda grunnstoðum velferðarkerfis vegna þess aukna álags sem von er á. Og að því er kemur fram í umfjöllun Sameinuðu þjóðanna um þau vandamál sem fylgja öldrun samfélaga er um að ræða eina stærstu breytingu 21. aldarinnar „sem hefur áhrif á nærri öll svið samfélagsins, þar á meðal atvinnumál, fjármálakerfi og eftirspurn eftir vörum og þjónustu“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Sjá meira
Íbúar Evrópu verða um 630 milljónir árið 2100. Það er 117 milljónum færra en í ár. Þetta er á meðal þess sem kom fram í nýrri mannfjöldaskýrslu sem mannfjöldadeild Sameinuðu þjóðanna birti fyrr í vikunni. Hins vegar mun íbúum heims fjölga talsvert heilt yfir. Búist er við því að jarðarbúar verði 9,7 milljarðar um miðja öld og að fjölgunin muni ná hápunkti árið 2100, verða 10,9 milljarðar. Á meðan Evrópubúum mun fækka er talið að það verði fólksfjöldasprenging í Afríku sunnan Sahara. Þar gæti fólksfjöldi tvöfaldast á næstu þrjátíu árum. Indverjum heldur áfram að fjölga og verður þjóðin sú fjölmennasta í heimi í kringum árið 2027. Fæðingartíðni í heiminum hefur lækkað undanfarna áratugi og lítur því út, eins og áður segir, að fjölgunin toppi um næstu aldamót. Meðalkonan átti 3,2 börn árið 1990, 2,5 barn í ár og um miðja öld mun talan standa í 2,2. Ríki Evrópusambandsins og Japan hafa verið á undan þessari þróun og er fæðingatíðni þar vel undir þeim 2,1 sem sagt er nauðsynlegt til að viðhalda fólksfjölda í skýrslunni. Fæðingartíðni í Evrópusambandinu er um 1,6 og um 1,8 í Japan. Á Íslandi stóð talan í 1,7 á síðasta ári. Þessi þróun sem nú þegar má greina í Evrópu, Japan og víðar þýðir að samfélög verða eldri. Samkvæmt skýrslu sem framkvæmdastjórn ESB birti á síðasta ári er horft fram á að fólki á milli fimmtán og 64 ára, það er að segja sá hluti samfélagsins sem tekur hvað virkastan þátt í atvinnulífinu, muni fækka úr 333 milljónum árið 2016 í 292 milljónir árið 2070. „Spár gera ráð fyrir því að fjárhagsleg áhrif þessa verði mikil fyrir öll aðildarríki og að áhrifin verði strax ljós á næstu tveimur áratugum. Innan Evrópusambandsins er búist við því að heildarkostnaður öldrunar, það er eftirlaunagreiðslna, heilbrigðisþjónustu, menntunar og atvinnuleysisbóta, aukist um um 1,7 prósentustig og verði því 26,7 prósent af vergri landsframleiðslu,“ sagði í tilkynningu um þá skýrslu. Þessi lága fæðingartíðni og hækkandi meðalaldur hefur í för með sér, samkvæmt umfjöllun The New York Times um skýrslu SÞ, erfiðleika við að viðhalda grunnstoðum velferðarkerfis vegna þess aukna álags sem von er á. Og að því er kemur fram í umfjöllun Sameinuðu þjóðanna um þau vandamál sem fylgja öldrun samfélaga er um að ræða eina stærstu breytingu 21. aldarinnar „sem hefur áhrif á nærri öll svið samfélagsins, þar á meðal atvinnumál, fjármálakerfi og eftirspurn eftir vörum og þjónustu“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Sjá meira