Auglýsa eftir mjólk handa huldubarni Sveinn Arnarsson skrifar 19. mars 2019 07:15 Sagan sem mæðrum er sögð innan sinna hópa er sú að mjög veikt barn í heimahúsi í Reykjavík þurfi á brjóstamjólk að halda. Vísir/Getty Ósk um að fá brjóstamjólk að gjöf vegna veiks barns í Reykjavík hefur komið inn á nokkra mömmuhópa á Facebook upp á síðkastið. Landspítalinn segir hins vegar ekkert vitað um þetta barn og að þessi mjólkursöfnun sé ekki á þeirra vegum. Á sama tíma hefur brjóstamjólk orðið vinsæll drykkur vaxtarræktarfólks og lyftingamanna. Sagan sem mæðrum er sögð innan sinna hópa er sú að mjög veikt barn í heimahúsi í Reykjavík þurfi á brjóstamjólk að halda. Það hrjáist áf sjaldgæfum sjúkdómi sem valdi því að að það þurfi á brjóstamjólk að halda því það geti ekki drukkið þurrmjólk af neinu tagi. Því sé mikilvægt, vegna veikinda barnsins, að það fái hreina brjóstamjólk. Þegar mæður hafi reynt að kanna málið nánar hafi milliliður átt að ná í brjóstamjólkina og koma henni áleiðis. Ekki var hægt að komast beint í samband við þessa fjölskyldu sem átti að eiga þetta veika barn. Brjóstamjólk hefur upp á síðkastið orðið vinsæl vara meðal kraftlyftingafólks og/eða áhugafólks um vaxtarrækt sem telur að með því að neyta brjóstamjólkur hraði það uppbyggingu vöðva. Víða erlendis er hægt að verða sér úti um vöruna gegn greiðslu. Brjóstamjólk er hins vegar ekki svo mikill undradrykkur fyrir uppbyggingu vöðva fullorðinna að það þurfi að verða sér úti um slíkan drykk á fölskum forsendum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga Landspítalans, segir að spítalinn hafi fengið fyrirspurnir þar sem þessi saga hafi verið sögð, að um veikt barn sé að ræða. „Það eru tvær mögulegar skýringar á þessu. Annars vegar að það sé í raun barn hér einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu með sjúkdóm sem spítalinn viti ekki um og þá er mikilvægt að koma því undir læknishendur,“ segir Jón Magnús. „Hin skýringin er sú að einhverjir séu að reyna að komast yfir brjóstamjólk í einhverjum öðrum tilgangi.“ Hér á landi er rekinn brjóstamjólkurbanki á vökudeild Landspítalans. Sú mjólk kemur öll frá Danmörku. Margrét Thorlacius, deildarstjóri vökudeildar Landspítalans, segir þá mjólk gefna á sjúkrahúsinu og fari ekki út úr húsi. Henni sé ekki kunnugt um að veikt barn sé í Reykjavík og þurfi á brjóstamjólk að halda. „Við rekum okkar eigin banka og við stöndum ekki í því að safna saman brjóstamjólk hér á landi,“ segir Margrét. Rétt er að benda fólki á að ef einhver þurfi á brjóstamjólk að halda vegna veikinda barns er hægt að hafa samband við vökudeild Landspítalans sem metur hvert tilfeli fyrir sig. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Amma barnsins segir skelfilegt að mjólkurgjafir kvenna hafi verið gerðar tortryggilegar Barnið sem fær mjólkurgjafir kvenna með sjaldgæfan taugasjúkdóm. 19. mars 2019 11:23 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Ósk um að fá brjóstamjólk að gjöf vegna veiks barns í Reykjavík hefur komið inn á nokkra mömmuhópa á Facebook upp á síðkastið. Landspítalinn segir hins vegar ekkert vitað um þetta barn og að þessi mjólkursöfnun sé ekki á þeirra vegum. Á sama tíma hefur brjóstamjólk orðið vinsæll drykkur vaxtarræktarfólks og lyftingamanna. Sagan sem mæðrum er sögð innan sinna hópa er sú að mjög veikt barn í heimahúsi í Reykjavík þurfi á brjóstamjólk að halda. Það hrjáist áf sjaldgæfum sjúkdómi sem valdi því að að það þurfi á brjóstamjólk að halda því það geti ekki drukkið þurrmjólk af neinu tagi. Því sé mikilvægt, vegna veikinda barnsins, að það fái hreina brjóstamjólk. Þegar mæður hafi reynt að kanna málið nánar hafi milliliður átt að ná í brjóstamjólkina og koma henni áleiðis. Ekki var hægt að komast beint í samband við þessa fjölskyldu sem átti að eiga þetta veika barn. Brjóstamjólk hefur upp á síðkastið orðið vinsæl vara meðal kraftlyftingafólks og/eða áhugafólks um vaxtarrækt sem telur að með því að neyta brjóstamjólkur hraði það uppbyggingu vöðva. Víða erlendis er hægt að verða sér úti um vöruna gegn greiðslu. Brjóstamjólk er hins vegar ekki svo mikill undradrykkur fyrir uppbyggingu vöðva fullorðinna að það þurfi að verða sér úti um slíkan drykk á fölskum forsendum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga Landspítalans, segir að spítalinn hafi fengið fyrirspurnir þar sem þessi saga hafi verið sögð, að um veikt barn sé að ræða. „Það eru tvær mögulegar skýringar á þessu. Annars vegar að það sé í raun barn hér einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu með sjúkdóm sem spítalinn viti ekki um og þá er mikilvægt að koma því undir læknishendur,“ segir Jón Magnús. „Hin skýringin er sú að einhverjir séu að reyna að komast yfir brjóstamjólk í einhverjum öðrum tilgangi.“ Hér á landi er rekinn brjóstamjólkurbanki á vökudeild Landspítalans. Sú mjólk kemur öll frá Danmörku. Margrét Thorlacius, deildarstjóri vökudeildar Landspítalans, segir þá mjólk gefna á sjúkrahúsinu og fari ekki út úr húsi. Henni sé ekki kunnugt um að veikt barn sé í Reykjavík og þurfi á brjóstamjólk að halda. „Við rekum okkar eigin banka og við stöndum ekki í því að safna saman brjóstamjólk hér á landi,“ segir Margrét. Rétt er að benda fólki á að ef einhver þurfi á brjóstamjólk að halda vegna veikinda barns er hægt að hafa samband við vökudeild Landspítalans sem metur hvert tilfeli fyrir sig.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Amma barnsins segir skelfilegt að mjólkurgjafir kvenna hafi verið gerðar tortryggilegar Barnið sem fær mjólkurgjafir kvenna með sjaldgæfan taugasjúkdóm. 19. mars 2019 11:23 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Amma barnsins segir skelfilegt að mjólkurgjafir kvenna hafi verið gerðar tortryggilegar Barnið sem fær mjólkurgjafir kvenna með sjaldgæfan taugasjúkdóm. 19. mars 2019 11:23