Síbrotamaður í gæsluvarðhald eftir samfellda brotahrinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2019 17:56 Frá Vestmannaeyjum. Vísir/Einar Árnason Karlmaður sem réðst að öðrum í íbúð í Vestmannaeyjum á fimmtudag hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og að 22 málum hans sé enn ólokið í réttarvörslukerfinu. Hann hafi staðið fyrir samfelldri brotahrinu frá því í febrúar. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að maðurinn sé sakaður um að hafa ráðist að manni á heimili þess síðarnefnda með hnífi 14. mars. Árásarmaðurinn hafi æst sig vegna sverðs sem hann átti hjá fórnarlambinu en lögreglan hafði lagt hald á áður. Árásarmaðurinn hafi ráðist á manninn þar sem hann lá í rúmi í stofunni, kýlt hann og haft uppi hótanir. Fórnarlambið hafi endað í gólfinu við átökin þar sem árásarmaðurinn veitti honum ítrekuð högg, sparkaði í höfuð þess og reiddi stóran vasahníf til höggs án þess þó að stinga manninn. Þegar lögreglu bar að garði kom árásarmaðurinn sér undan en ekki áður en hann hafði skorið á alla hjólbarða lögreglubifreiðarinnar þannig að hún var óökuhæf. Maðurinn fannst síðan í felum á háalofti heima hjá móður hans. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og barist um þegar hann var handtekinn. Hann hafi hrækt á lögreglumenn, sparkað í þá og hótað þeim og fjölskyldum þeirra lífláti. Þegar á lögreglustöðina var komið kveikti maðurinn í teppi í fangaklefa þrátt fyrir leitað hefði verið á honum áður. Við aðra öryggisleit kom í ljós að hann var vopnaður vasahníf sem geymdur var í innri buxnavasa. Ekki var hægt að yfirheyra hann fyrr en daginn eftir sökum ástands hans.Tuttugu og tvö brot frá því í mars 2017 Fram kom í greinargerð lögreglustjóra að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og grunur sé um að hann hafi brotið gegn skilyrðum skilorðsbundins dóms sem hann hlaut. Hann hafi verið dæmdur fyrir þrjár líkamsárásir, þar af tvær stórfelldar, fjóra þjófnaði, þrjú eignaspjöll, húsbrot, hótanir, vopnalagabrot, fíkniefnalegabrot og akstur undir áhrifum. Síðast hafi hann verið dæmdur í nóvember 2016. Þá sé 22 málum hans ólokið í réttarvörslukerfinu vegna ætlaðra brot frá því í mars 2017. Þar á meðal séu líkamsárásir, hótanir, þjófnaður, húsbrot, valdstjórnarbrot, fjársvik, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnabrot. Tólf brotanna séu rof á dóminum frá 2016. Frá því í febrúar eigi hann samfellda brotahrinu: þrjár líkamsárásir, valdstjórnarbrot, hótanir, húsbrot, þjófnað, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 12. apríl á laugardag. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var staðfestur í Landsrétti í dag. Fallist var á að verulegar líkur væru á að hann héldi brotastarfsemi áfram yrði hann frjáls ferða sinna. Dómsmál Lögreglumál Vestmannaeyjar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Karlmaður sem réðst að öðrum í íbúð í Vestmannaeyjum á fimmtudag hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og að 22 málum hans sé enn ólokið í réttarvörslukerfinu. Hann hafi staðið fyrir samfelldri brotahrinu frá því í febrúar. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að maðurinn sé sakaður um að hafa ráðist að manni á heimili þess síðarnefnda með hnífi 14. mars. Árásarmaðurinn hafi æst sig vegna sverðs sem hann átti hjá fórnarlambinu en lögreglan hafði lagt hald á áður. Árásarmaðurinn hafi ráðist á manninn þar sem hann lá í rúmi í stofunni, kýlt hann og haft uppi hótanir. Fórnarlambið hafi endað í gólfinu við átökin þar sem árásarmaðurinn veitti honum ítrekuð högg, sparkaði í höfuð þess og reiddi stóran vasahníf til höggs án þess þó að stinga manninn. Þegar lögreglu bar að garði kom árásarmaðurinn sér undan en ekki áður en hann hafði skorið á alla hjólbarða lögreglubifreiðarinnar þannig að hún var óökuhæf. Maðurinn fannst síðan í felum á háalofti heima hjá móður hans. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og barist um þegar hann var handtekinn. Hann hafi hrækt á lögreglumenn, sparkað í þá og hótað þeim og fjölskyldum þeirra lífláti. Þegar á lögreglustöðina var komið kveikti maðurinn í teppi í fangaklefa þrátt fyrir leitað hefði verið á honum áður. Við aðra öryggisleit kom í ljós að hann var vopnaður vasahníf sem geymdur var í innri buxnavasa. Ekki var hægt að yfirheyra hann fyrr en daginn eftir sökum ástands hans.Tuttugu og tvö brot frá því í mars 2017 Fram kom í greinargerð lögreglustjóra að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og grunur sé um að hann hafi brotið gegn skilyrðum skilorðsbundins dóms sem hann hlaut. Hann hafi verið dæmdur fyrir þrjár líkamsárásir, þar af tvær stórfelldar, fjóra þjófnaði, þrjú eignaspjöll, húsbrot, hótanir, vopnalagabrot, fíkniefnalegabrot og akstur undir áhrifum. Síðast hafi hann verið dæmdur í nóvember 2016. Þá sé 22 málum hans ólokið í réttarvörslukerfinu vegna ætlaðra brot frá því í mars 2017. Þar á meðal séu líkamsárásir, hótanir, þjófnaður, húsbrot, valdstjórnarbrot, fjársvik, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnabrot. Tólf brotanna séu rof á dóminum frá 2016. Frá því í febrúar eigi hann samfellda brotahrinu: þrjár líkamsárásir, valdstjórnarbrot, hótanir, húsbrot, þjófnað, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 12. apríl á laugardag. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var staðfestur í Landsrétti í dag. Fallist var á að verulegar líkur væru á að hann héldi brotastarfsemi áfram yrði hann frjáls ferða sinna.
Dómsmál Lögreglumál Vestmannaeyjar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira