Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. desember 2019 19:00 Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. Takmarkaða vináttu hefur mátt greina til þessa þótt bandalagið fagni nú sjötíu ára afmæli sínu. Að undanförnu hefur Tyrkjum ítrekað lent saman við önnur bandalagsríki. Fyrst út af vopnakaupum frá Rússlandi og síðan vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Nú hóta Tyrkir því að beita neitunarvaldi gegn tillögu um styrkingu varna á Eystrasalti. Það er að segja ef bandalagið samþykkir ekki að skilgreina hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkasamtök. „Við getum hist og rætt þessi mál [styrkingu varna] en ef vinir okkar viðurkenna ekki að þau samtök sem við skilgreinum sem hryðjuverkasamtök séu það í raun þá ættu þau að fyrirgefa það ef við stöndum í vegi fyrir þessu máli,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur svo verið í sviðsljósinu á þessum fyrri degi leiðtogafundarins. Hann tjáði sig um mánaðargömul ummæli Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem sagði bandalagið þjást af heilabilun. „Ég heyrði að Macron hefði sagt NATO heiladautt. Mér finnst það afar móðgandi fyrir fjöda fólks, til að mynda manninn sem stendur sig afbragðsvel sem framkvæmdastjóri NATO,“ sagði forsetinn. Aðaldagurinn er hins vegar á morgun en þá munu leiðtogar allra bandalagsríkjanna setjast niður saman og ræða um fjárframlög til bandalagsins og samskiptin við Rússland svo fátt eitt sé nefnt. Utanríkis- og forsætisráðherra sækja fundinn fyrir Íslands hönd. Donald Trump NATO Utanríkismál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. Takmarkaða vináttu hefur mátt greina til þessa þótt bandalagið fagni nú sjötíu ára afmæli sínu. Að undanförnu hefur Tyrkjum ítrekað lent saman við önnur bandalagsríki. Fyrst út af vopnakaupum frá Rússlandi og síðan vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Nú hóta Tyrkir því að beita neitunarvaldi gegn tillögu um styrkingu varna á Eystrasalti. Það er að segja ef bandalagið samþykkir ekki að skilgreina hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkasamtök. „Við getum hist og rætt þessi mál [styrkingu varna] en ef vinir okkar viðurkenna ekki að þau samtök sem við skilgreinum sem hryðjuverkasamtök séu það í raun þá ættu þau að fyrirgefa það ef við stöndum í vegi fyrir þessu máli,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur svo verið í sviðsljósinu á þessum fyrri degi leiðtogafundarins. Hann tjáði sig um mánaðargömul ummæli Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem sagði bandalagið þjást af heilabilun. „Ég heyrði að Macron hefði sagt NATO heiladautt. Mér finnst það afar móðgandi fyrir fjöda fólks, til að mynda manninn sem stendur sig afbragðsvel sem framkvæmdastjóri NATO,“ sagði forsetinn. Aðaldagurinn er hins vegar á morgun en þá munu leiðtogar allra bandalagsríkjanna setjast niður saman og ræða um fjárframlög til bandalagsins og samskiptin við Rússland svo fátt eitt sé nefnt. Utanríkis- og forsætisráðherra sækja fundinn fyrir Íslands hönd.
Donald Trump NATO Utanríkismál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira