Kom ekkert annað lið til greina Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. febrúar 2019 08:30 Dagný Brynjarsdóttir í leik með Portland. fréttablaðið/getty Það er komið á hreint hvert næsta félag landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur er eftir að Rangæingurinn skrifaði undir tveggja ára samning við Portland Thorns, eitt sterkasta félagslið Bandaríkjanna. Henni barst samningur frá Portland undir lok síðasta árs og skrifaði hún undir skömmu fyrir jól en það var loksins staðfest af hálfu félagsins á mánudaginn. „Ég skrifaði undir á Þorláksmessu en félagið vildi ekki tilkynna þetta strax. Það voru margir að spyrja hvað tæki við og ég sagðist alltaf bara vera að fara aftur út eftir áramót.“ Dagný er öllum hnútum kunnug í Portland eftir að hafa leikið í tvö ár með félaginu. Þá lék hún með Florida State-háskólaliðinu þar sem hún var í öðru sæti yfir bestu leikmenn tímabilsins þegar lið Florida vann meistaratitilinn árið 2014. Dagný sneri aftur á heimaslóðir sumarið 2014 og lék með Selfossi í tvö ár með stuttu stoppi hjá Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari áður en hún hélt til Portland árið 2016. „Ég fékk tilboð frá Portland og vissi af áhuga toppliða í Svíþjóð en þegar Portland sýndi áhuga kom ekkert annað til greina. Ég var í viðræðum um nýjan samning þegar ég varð ólétt og félagið hefur verið í reglulegu sambandi allan þennan tíma svo að ég vissi að þau vildu fá mig aftur,“ segir Dagný og heldur áfram: „Að mínu mati er þetta einn af stærstu klúbbum heimsins og það er erfitt að segja nei við slíku tilboði. Leikmennirnir, aðstæðurnar og starfsfólkið er allt upp á tíu sem auðveldaði ákvörðunina. Ég hef átt gott samband við þjálfara liðsins, Mark Parsons. Hann vissi að ég væri ólétt á undan mörgum í fjölskyldunni því mér fannst ég þurfa að koma hreint fram og við höfum verið í reglulegu sambandi síðustu mánuði.“ Hún reyndi að fylgjast með úrslitum úr leikjum Portland en tímamismunur upp á átta tíma var ekki að hjálpa Dagnýju. „Ég fylgdist mikið með liðinu. Ég reyndi að horfa á leiki á austurströndinni, horfði á úrslitaleikinn. Leikir á vesturströndinni henta ekki fjölskyldulífinu á Íslandi vel,“ segir Dagný létt í lundu. Portland bauð Dagnýju að koma fyrr út og er verið að vinna í vegabréfsáritun en komi til þess að hún verði í íslenska landsliðshópnum sem fer til Algarve fer hún út í byrjun mars. „Leikmennirnir hittast í lok febrúar, þeir sem eru ekki í landsliðsverkefnum. Portland bauð mér að koma aðeins fyrr og það er allt tilbúið úti nema vegabréfsáritunin sem er verið að vinna í. Ég hef verið í reglulegu sambandi við Jón Þór og við tökum stöðuna með Portland á ný þegar Jón er búinn að velja hópinn fyrir Algarve. Ef ég fer til Algarve fer ég út til Portland strax eftir það en ef ég er ekki valin fer ég út á næstu dögum,“ segir Dagný sem er spennt að komast út á völlinn á ný. Síðasti leikur hennar var gegn Tékklandi í undankeppni HM haustið 2017. „Það er komin mikil spenna að komast út á völlinn á ný. Ég æfði allan desember með meistaraflokki Selfoss án þess að fara í tæklingar. Svo kom smá bakslag undir lok desember en þegar landsliðið var á Spáni byrjaði ég aftur á æfingum og þá á fullu, með tæklingum,“ segir Dagný og heldur áfram: „Þetta hefur verið þolinmæðisvinna, bæði líkamlega og andlega, að vinna í því að komast aftur í mitt besta stand. Það koma stundum verkir en það er ekkert sem truflar og ég er að vinna í því með sjúkraþjálfara mínum að komast aftur á réttan stað. Við tökum eitt skref í einu.“ Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Það er komið á hreint hvert næsta félag landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur er eftir að Rangæingurinn skrifaði undir tveggja ára samning við Portland Thorns, eitt sterkasta félagslið Bandaríkjanna. Henni barst samningur frá Portland undir lok síðasta árs og skrifaði hún undir skömmu fyrir jól en það var loksins staðfest af hálfu félagsins á mánudaginn. „Ég skrifaði undir á Þorláksmessu en félagið vildi ekki tilkynna þetta strax. Það voru margir að spyrja hvað tæki við og ég sagðist alltaf bara vera að fara aftur út eftir áramót.“ Dagný er öllum hnútum kunnug í Portland eftir að hafa leikið í tvö ár með félaginu. Þá lék hún með Florida State-háskólaliðinu þar sem hún var í öðru sæti yfir bestu leikmenn tímabilsins þegar lið Florida vann meistaratitilinn árið 2014. Dagný sneri aftur á heimaslóðir sumarið 2014 og lék með Selfossi í tvö ár með stuttu stoppi hjá Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari áður en hún hélt til Portland árið 2016. „Ég fékk tilboð frá Portland og vissi af áhuga toppliða í Svíþjóð en þegar Portland sýndi áhuga kom ekkert annað til greina. Ég var í viðræðum um nýjan samning þegar ég varð ólétt og félagið hefur verið í reglulegu sambandi allan þennan tíma svo að ég vissi að þau vildu fá mig aftur,“ segir Dagný og heldur áfram: „Að mínu mati er þetta einn af stærstu klúbbum heimsins og það er erfitt að segja nei við slíku tilboði. Leikmennirnir, aðstæðurnar og starfsfólkið er allt upp á tíu sem auðveldaði ákvörðunina. Ég hef átt gott samband við þjálfara liðsins, Mark Parsons. Hann vissi að ég væri ólétt á undan mörgum í fjölskyldunni því mér fannst ég þurfa að koma hreint fram og við höfum verið í reglulegu sambandi síðustu mánuði.“ Hún reyndi að fylgjast með úrslitum úr leikjum Portland en tímamismunur upp á átta tíma var ekki að hjálpa Dagnýju. „Ég fylgdist mikið með liðinu. Ég reyndi að horfa á leiki á austurströndinni, horfði á úrslitaleikinn. Leikir á vesturströndinni henta ekki fjölskyldulífinu á Íslandi vel,“ segir Dagný létt í lundu. Portland bauð Dagnýju að koma fyrr út og er verið að vinna í vegabréfsáritun en komi til þess að hún verði í íslenska landsliðshópnum sem fer til Algarve fer hún út í byrjun mars. „Leikmennirnir hittast í lok febrúar, þeir sem eru ekki í landsliðsverkefnum. Portland bauð mér að koma aðeins fyrr og það er allt tilbúið úti nema vegabréfsáritunin sem er verið að vinna í. Ég hef verið í reglulegu sambandi við Jón Þór og við tökum stöðuna með Portland á ný þegar Jón er búinn að velja hópinn fyrir Algarve. Ef ég fer til Algarve fer ég út til Portland strax eftir það en ef ég er ekki valin fer ég út á næstu dögum,“ segir Dagný sem er spennt að komast út á völlinn á ný. Síðasti leikur hennar var gegn Tékklandi í undankeppni HM haustið 2017. „Það er komin mikil spenna að komast út á völlinn á ný. Ég æfði allan desember með meistaraflokki Selfoss án þess að fara í tæklingar. Svo kom smá bakslag undir lok desember en þegar landsliðið var á Spáni byrjaði ég aftur á æfingum og þá á fullu, með tæklingum,“ segir Dagný og heldur áfram: „Þetta hefur verið þolinmæðisvinna, bæði líkamlega og andlega, að vinna í því að komast aftur í mitt besta stand. Það koma stundum verkir en það er ekkert sem truflar og ég er að vinna í því með sjúkraþjálfara mínum að komast aftur á réttan stað. Við tökum eitt skref í einu.“
Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira