Ofurmamman Dagný Brynjarsdóttir í heimildarmynd á vef Portland Thorns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 11:30 Dagný Brynjarsdóttir með Brynjar Atla eftir sigurleik hjá Portland Thorns. Skjámynd/Twitter/@ThornsFC Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. Dagný varð bandarískur meistari með Portland liðinu fyrir tveimur árum (2017) en var burtu í ár á meðan hún eignaðist soninn Brynjar Atla. Nú er hún hins vegar mætt aftur á völlinn og í búningi Portland Thorns sem er á toppnum í bandarísku deildinni. Portland Thorns er með líflega samfélagsmiðla og flotta vefsíðu og þar á bæ eru menn ánægðir með nýju mömmuna í liðinu. Því var ákveðið að setja saman stuttu heimildarmynd um íslensku ofurmömmuna en þeir hjá Portland Thorns kalla hana „Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy“Thankful I get to play for the Thorns! World class support from the club and my teammates https://t.co/CdcBUPmZl4 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) July 31, 2019 Portland Thorns var að reyna að ná samkomulagi við Dagnýju eftir 2017 tímabilið þegar það kom í ljós að hún væri ólétt. Félagið hélt sambandi og vildi fá hana aftur til baka eftir að barnið væri komið í heiminn. Dagný ákvað að snúa aftur í ár og byrja að spila á ný eftir barnsburð. Núna er hún aftur á móti bæði „miðjumaður og mamma“ eins og kemur fram í myndinni. „Ég var svolítið stressuð fyrir því að koma alla leið hingað aftur því ég var svo langt frá öllum. Fólk var líka að tala um það við mig hvort að eitthvað lið myndi vilja fá mig núna og spurði síðan: Ertu viss um að þú sér jafngóð og þú varst? Auðvitað svaraði ég já en það var samt alltaf smá efi innst inni,“ sagði Dagný. Dagný hefur lagt mikið á sig og fær mikið hrós fyrir vinnusemina hjá þjálfara sínum. Það er líka rætt við liðsfélaga Dagnýjar í myndinni. „Ég held að við höfum ekki átt eitt einasta samtal þar sem við höfum ekki talað um Brynjar. Ég held að það sýni vel hvernig mamma hún er,“ sagði Celeste Boureille. Það er líka gert talsvert úr fyrsta heimaleik Dagnýjar með Brynjari Atla sem var 2. júní síðastliðinn. „Ég var mjög spennt fyrir því að hafa hann í stúkunni. Ég róaðist niður þegar ég sá að þau voru komin í sætin sín. Ég var bara spennt fyrir leiknum og að vera spila með liðsfélögum mínum,“ sagði Dagný. „Verðlaunin mín eftir leikinn var að fá Brynjar í fangið eftir leik og það var enn sætara eftir sigurleik. Þetta var líka stór stund fyrir mig því ég veit að fullt af fólki efaðist um mig. En þarna var ég á vellinum með barnið mitt eftir sigurleik og var bara: Þið sem efuðust getið bara átt ykkur,“ sagði Dagný í heimildarmyndinni á vef Portland Thorns. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan.Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy. #BAONPDXpic.twitter.com/zu7ihrfofG — Portland Thorns FC (@ThornsFC) July 30, 2019 Fótbolti Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. Dagný varð bandarískur meistari með Portland liðinu fyrir tveimur árum (2017) en var burtu í ár á meðan hún eignaðist soninn Brynjar Atla. Nú er hún hins vegar mætt aftur á völlinn og í búningi Portland Thorns sem er á toppnum í bandarísku deildinni. Portland Thorns er með líflega samfélagsmiðla og flotta vefsíðu og þar á bæ eru menn ánægðir með nýju mömmuna í liðinu. Því var ákveðið að setja saman stuttu heimildarmynd um íslensku ofurmömmuna en þeir hjá Portland Thorns kalla hana „Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy“Thankful I get to play for the Thorns! World class support from the club and my teammates https://t.co/CdcBUPmZl4 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) July 31, 2019 Portland Thorns var að reyna að ná samkomulagi við Dagnýju eftir 2017 tímabilið þegar það kom í ljós að hún væri ólétt. Félagið hélt sambandi og vildi fá hana aftur til baka eftir að barnið væri komið í heiminn. Dagný ákvað að snúa aftur í ár og byrja að spila á ný eftir barnsburð. Núna er hún aftur á móti bæði „miðjumaður og mamma“ eins og kemur fram í myndinni. „Ég var svolítið stressuð fyrir því að koma alla leið hingað aftur því ég var svo langt frá öllum. Fólk var líka að tala um það við mig hvort að eitthvað lið myndi vilja fá mig núna og spurði síðan: Ertu viss um að þú sér jafngóð og þú varst? Auðvitað svaraði ég já en það var samt alltaf smá efi innst inni,“ sagði Dagný. Dagný hefur lagt mikið á sig og fær mikið hrós fyrir vinnusemina hjá þjálfara sínum. Það er líka rætt við liðsfélaga Dagnýjar í myndinni. „Ég held að við höfum ekki átt eitt einasta samtal þar sem við höfum ekki talað um Brynjar. Ég held að það sýni vel hvernig mamma hún er,“ sagði Celeste Boureille. Það er líka gert talsvert úr fyrsta heimaleik Dagnýjar með Brynjari Atla sem var 2. júní síðastliðinn. „Ég var mjög spennt fyrir því að hafa hann í stúkunni. Ég róaðist niður þegar ég sá að þau voru komin í sætin sín. Ég var bara spennt fyrir leiknum og að vera spila með liðsfélögum mínum,“ sagði Dagný. „Verðlaunin mín eftir leikinn var að fá Brynjar í fangið eftir leik og það var enn sætara eftir sigurleik. Þetta var líka stór stund fyrir mig því ég veit að fullt af fólki efaðist um mig. En þarna var ég á vellinum með barnið mitt eftir sigurleik og var bara: Þið sem efuðust getið bara átt ykkur,“ sagði Dagný í heimildarmyndinni á vef Portland Thorns. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan.Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy. #BAONPDXpic.twitter.com/zu7ihrfofG — Portland Thorns FC (@ThornsFC) July 30, 2019
Fótbolti Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Sjá meira