Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2019 11:57 Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, óskaði í gær eftir því að starfslokasamningur sem dómsmálaráðherra gerði við ríkislögreglustjóra yrði tekinn fyrir í fjárlaganefnd. Sagði hann upphæðirnar það háar að eðlilegt væri að fjárveitingarvaldið tæki málið til skoðunar. „Eins fréttir hafa verið, af tveggja ára samningi á launum sem slaga upp í tvær milljónir á mánuði, það finnst mér bara í óhófi og í engu samræmi við íslenskan veruleika," sagði Ágúst Ólafur í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir nefndina hafa sent fyrirspurn á dómsmálaráðherra. „Við spyrjum út í það hvernig ætlunin er að fjármagna samninginn og kostnaðarmat samningsins. Eins að fá formlega staðfestar lagaheimildir á bak við samninginn," segir Willum. Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmEftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lætur af embætti um áramótin verður fær hann fullar launagreiðslur í 27 mánuði. Inni í því eru þriggja mánaða ráðgjafastörf í byrjun næsta árs, orlof, biðlaun og greiðslur samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. En miðað við mánaðarlaun upp á 1.750 þúsund hljóðar heildarfjárhæðin upp á 47 milljónir króna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt starfslokasamninginn og sagði hann í fréttum Stöðvar 2 í gær að opinberir starfsmenn ættu ekki að njóta slíkra sérkjara. Willum segist ekki ætla tjá sig um efni samningsins fyrr en svör liggja fyrir. „Ég held að það sé nú bara eðlilegt að bíða og sjá hvað í þessu felst áður en ég fer að úrskurða um það. En þetta er auðvitað staða sem ráðherrann stóð frammi fyrir og mér sýnist ráðherra vera að leysa þetta farsællega," segir Willum. Hann gerir ráð fyrir að svör berist síðar í dag eða á morgun. „Þá metum við svörin, fjöllum um það í nefndinni og tökum einhverja ákvörðun út frá því," segir Willum. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, óskaði í gær eftir því að starfslokasamningur sem dómsmálaráðherra gerði við ríkislögreglustjóra yrði tekinn fyrir í fjárlaganefnd. Sagði hann upphæðirnar það háar að eðlilegt væri að fjárveitingarvaldið tæki málið til skoðunar. „Eins fréttir hafa verið, af tveggja ára samningi á launum sem slaga upp í tvær milljónir á mánuði, það finnst mér bara í óhófi og í engu samræmi við íslenskan veruleika," sagði Ágúst Ólafur í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir nefndina hafa sent fyrirspurn á dómsmálaráðherra. „Við spyrjum út í það hvernig ætlunin er að fjármagna samninginn og kostnaðarmat samningsins. Eins að fá formlega staðfestar lagaheimildir á bak við samninginn," segir Willum. Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmEftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lætur af embætti um áramótin verður fær hann fullar launagreiðslur í 27 mánuði. Inni í því eru þriggja mánaða ráðgjafastörf í byrjun næsta árs, orlof, biðlaun og greiðslur samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. En miðað við mánaðarlaun upp á 1.750 þúsund hljóðar heildarfjárhæðin upp á 47 milljónir króna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt starfslokasamninginn og sagði hann í fréttum Stöðvar 2 í gær að opinberir starfsmenn ættu ekki að njóta slíkra sérkjara. Willum segist ekki ætla tjá sig um efni samningsins fyrr en svör liggja fyrir. „Ég held að það sé nú bara eðlilegt að bíða og sjá hvað í þessu felst áður en ég fer að úrskurða um það. En þetta er auðvitað staða sem ráðherrann stóð frammi fyrir og mér sýnist ráðherra vera að leysa þetta farsællega," segir Willum. Hann gerir ráð fyrir að svör berist síðar í dag eða á morgun. „Þá metum við svörin, fjöllum um það í nefndinni og tökum einhverja ákvörðun út frá því," segir Willum.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum