Ter Stegen svarar Neuer: „Hann getur ekki talað um mínar tilfinningar“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. september 2019 07:00 Marc-Andre Ter Stegen er ekki sáttur við að sitja endalaust á bekknum með þýska landsliðinu vísir/getty Þýsku landsliðsmarkverðirnir í fótbolta eru ekki sáttir með hvorn annan og eiga í smá rifrildi í fjölmiðlum. Marc-Andre ter Stegen, aðalmarkvörður Barcelona, sagði að hann vildi fá að spila meira fyrir þýska landsliðið. Fyrir þau ummæli gagnrýndi aðalmarkvörður Þjóðverja, Manuel Neuer, kollega sinn. Ter Stegen hefur nú sagt að honum finnist það óviðeigandi af Neuer að gagnrýna ummæli sín. Ter Stegen er 27 ára gamall og hefur verið aðalmarkvörður Barcelona síðan Claudio Bravo fór til Manchester City árið 2016. Hann þarf þó að spila varaskeifu í þýska landsliðinu. Eftir landsleikjahléið síðasta sagði Ter Stegen að það hafi verið högg að fá ekki að spila neitt. Neuer sagði þá að þau ummæli væru ekki hjálpleg og að félagi sinn hefði frekar átt að segja eitthvað þegar landsliðið kom saman. „Það er samkeppni um pláss og allir leikmenn vilja spila,“ sagði Ter Stegen. „Ég hef mínar væntingar og ég tjáði þær. Þið hafið öll séð hvernig ég hef hagað mér síðustu ár og mér finnst að Neuer geti ekki verið að tala um mínar tilfinnigar.“ „Hans ummæli voru óviðeigandi en ég vil ekki segja meira, ég vil binda enda á þetta mál.“ Ter Stegen á 22 landsleiki fyrir land sitt en er bara búinn að spila einn leik árið 2019, vináttuleik gegn Serbíu, þrátt fyrir að Joachim Löw hafi lofað honum spilatíma í undankeppni EM 2020. Fótbolti Tengdar fréttir Neuer með skilaboð til Ter Stegen: „Góður markvörður en ekki viss um að þetta hjálpi“ Manuel Neuer, markvörður þýska landsliðsins og Bayern Munchen, hefur sent örlitla stikkpillu á annan þýskan markvörð Marc-Andre ter Stegen. 16. september 2019 17:30 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Sjá meira
Þýsku landsliðsmarkverðirnir í fótbolta eru ekki sáttir með hvorn annan og eiga í smá rifrildi í fjölmiðlum. Marc-Andre ter Stegen, aðalmarkvörður Barcelona, sagði að hann vildi fá að spila meira fyrir þýska landsliðið. Fyrir þau ummæli gagnrýndi aðalmarkvörður Þjóðverja, Manuel Neuer, kollega sinn. Ter Stegen hefur nú sagt að honum finnist það óviðeigandi af Neuer að gagnrýna ummæli sín. Ter Stegen er 27 ára gamall og hefur verið aðalmarkvörður Barcelona síðan Claudio Bravo fór til Manchester City árið 2016. Hann þarf þó að spila varaskeifu í þýska landsliðinu. Eftir landsleikjahléið síðasta sagði Ter Stegen að það hafi verið högg að fá ekki að spila neitt. Neuer sagði þá að þau ummæli væru ekki hjálpleg og að félagi sinn hefði frekar átt að segja eitthvað þegar landsliðið kom saman. „Það er samkeppni um pláss og allir leikmenn vilja spila,“ sagði Ter Stegen. „Ég hef mínar væntingar og ég tjáði þær. Þið hafið öll séð hvernig ég hef hagað mér síðustu ár og mér finnst að Neuer geti ekki verið að tala um mínar tilfinnigar.“ „Hans ummæli voru óviðeigandi en ég vil ekki segja meira, ég vil binda enda á þetta mál.“ Ter Stegen á 22 landsleiki fyrir land sitt en er bara búinn að spila einn leik árið 2019, vináttuleik gegn Serbíu, þrátt fyrir að Joachim Löw hafi lofað honum spilatíma í undankeppni EM 2020.
Fótbolti Tengdar fréttir Neuer með skilaboð til Ter Stegen: „Góður markvörður en ekki viss um að þetta hjálpi“ Manuel Neuer, markvörður þýska landsliðsins og Bayern Munchen, hefur sent örlitla stikkpillu á annan þýskan markvörð Marc-Andre ter Stegen. 16. september 2019 17:30 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Sjá meira
Neuer með skilaboð til Ter Stegen: „Góður markvörður en ekki viss um að þetta hjálpi“ Manuel Neuer, markvörður þýska landsliðsins og Bayern Munchen, hefur sent örlitla stikkpillu á annan þýskan markvörð Marc-Andre ter Stegen. 16. september 2019 17:30