Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2019 07:30 Vicente Sotto, forseti öldungadeildar filippseyska þingsins. Vísir/EPA Forseti öldungadeildar filippseyska þingsins segir að hunsa ætti ályktun mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um rannsókn á fíkniefnastríði Rodrigo Duterte forseta, meðal annars vegnar þess að Ísland skorti siðferði til að segja Filippseyingum til um mannréttindi. Fullyrðir hann að Íslendingar drepi fleiri með þungunarrofi en falla í fíkniefnastríðinu. Filippseysk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við samþykkt mannréttindaráðsins á tillögu Íslands um að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki mannréttindabrot í fíkniefnastríði Duterte sem hefur kostað þúsundir manna lífið. Forsetinn hefur staðið fyrir fjölda aftaka á meintum glæpamönnum utan dóms og laga frá því að hann komst til valda. Nú ber Vicente Sotto, forseti öldungadeildar filippseyska þingsins, aftökurnar saman við þungunarrof á Íslandi og fullyrðir að fleiri „ófædd börn“ hafi látið lífi á Íslandi en fíkniefnasalar á Filippseyjum. „Glæpamennirnir geta barist, börnin geta það ekki. Hvaða mannréttindi eru þeir að tala um,“ sagði Scotto.Reuters-fréttastofan segir að Imee Marcos, verðandi öldungadeildarþingmaður og dóttir fyrrum einræðisherra landsins Ferdinands Marcos, hafi tekið í sama streng um þungunarrof á Íslandi. Rúmlega þúsund þungunarrof voru gerð á Íslandi árið 2017 og er tíðni þeirra nálægt norrænu meðaltali, samkvæmt tölum embættis landlæknis. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa gengist við því að sex þúsund manns hafi verið drepnir í fíkniefnastríði þeirra. Mannréttindsamtök telja fjöldann á annan tug þúsunda. Þrátt fyrir óánægju filippseyskra stjórnvalda hafa mannréttindasamtök fagnað ályktun mannréttindaráðsins. Þau fullyrða að stjórnvöld á Filippseyjum hylmi yfir brot, komi fyrir sönnunargögnum og að fulltrúar þeirra fái að athafna sig án ótta við refsingu. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Þungunarrof Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Forseti öldungadeildar filippseyska þingsins segir að hunsa ætti ályktun mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um rannsókn á fíkniefnastríði Rodrigo Duterte forseta, meðal annars vegnar þess að Ísland skorti siðferði til að segja Filippseyingum til um mannréttindi. Fullyrðir hann að Íslendingar drepi fleiri með þungunarrofi en falla í fíkniefnastríðinu. Filippseysk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við samþykkt mannréttindaráðsins á tillögu Íslands um að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki mannréttindabrot í fíkniefnastríði Duterte sem hefur kostað þúsundir manna lífið. Forsetinn hefur staðið fyrir fjölda aftaka á meintum glæpamönnum utan dóms og laga frá því að hann komst til valda. Nú ber Vicente Sotto, forseti öldungadeildar filippseyska þingsins, aftökurnar saman við þungunarrof á Íslandi og fullyrðir að fleiri „ófædd börn“ hafi látið lífi á Íslandi en fíkniefnasalar á Filippseyjum. „Glæpamennirnir geta barist, börnin geta það ekki. Hvaða mannréttindi eru þeir að tala um,“ sagði Scotto.Reuters-fréttastofan segir að Imee Marcos, verðandi öldungadeildarþingmaður og dóttir fyrrum einræðisherra landsins Ferdinands Marcos, hafi tekið í sama streng um þungunarrof á Íslandi. Rúmlega þúsund þungunarrof voru gerð á Íslandi árið 2017 og er tíðni þeirra nálægt norrænu meðaltali, samkvæmt tölum embættis landlæknis. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa gengist við því að sex þúsund manns hafi verið drepnir í fíkniefnastríði þeirra. Mannréttindsamtök telja fjöldann á annan tug þúsunda. Þrátt fyrir óánægju filippseyskra stjórnvalda hafa mannréttindasamtök fagnað ályktun mannréttindaráðsins. Þau fullyrða að stjórnvöld á Filippseyjum hylmi yfir brot, komi fyrir sönnunargögnum og að fulltrúar þeirra fái að athafna sig án ótta við refsingu.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Þungunarrof Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14
Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46
Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15
Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30
Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00
Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55