Með brotið bak fyrir sex mánuðum en skoraði fyrir landsliðið sitt í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2019 16:15 Hayley Raso fagnar markinu með liðsfélögum sínum í ástralska landsliðinu. Getty/Cameron Spencer Knattspyrnukonan Hayley Raso hefur náð hreint ótrúlegum bata eftir hryllileg meiðsli sem hún varð fyrir í knattspyrnuleik síðasta haust. Hayley Raso braut þriðja hryggjarlið í leik með Portland Thorns í bandarísku deildinni í ágúst síðastliðnum. Hayley gafst ekki upp heldur kom sér aftur í gang og aftur inn á fótboltavöllinn og nú sex mánuðum síðar er hún farin að banka vel á landsliðsdyrnar fyrir HM í Frakklandi í sumar.Six months ago Australia footballer Hayley Raso broke her back and feared her career could be over. On Thursday she returned in stunning fashion https://t.co/mXFXUykjD5pic.twitter.com/4kq8xcRwo8 — BBC Sport (@BBCSport) March 1, 2019 Þessi 24 ára gamli kantmaður kórónaði endurkomu sína með því að skora fyrir ástralska landsliðið í 2-0 sigri á Nýja-Sjálandi í æfingamóti í dag. „Þetta er svolítið yfirþyrmandi fyrir mig. Ég er svo spennt að vera aftur farin að spila fótbolta og það toppaði síðan allt að ná að skora,“ sagði Hayley Raso í viðtali við BBC eftir leikinn. Hayley Raso kom inn á sem varamaður í leiknum og innsiglaði sigurinn aðeins þremur mínútum síðar. Fyrir sex mánuðum lenti hún í mjög slæmu samstuði við markvörðinn Aubrey Bledsoe í leik með Portland Thorns á móti Washington Spirit. Hún braut þriðja hryggjarlið og hefði getað verið lömum fyrir lífstíð. „Mín fyrsta hugsun var: Ég mun ekki geta gengið aftur,“ sagði Hayley Raso í viðtali á heimasíðu ástralska knattspyrnusambandsins í september. „Ég brotnaði niður og allar þessar tilfinningar helltust yfir mig. Það eina sem ég gat hugsað um er hvernig get ég lifað svona,“ sagði Raso en betur fór en á horfðist. Hún var í eina og hálfa viku á sjúkrahúsi og fór síðan í krefjandi endurhæfingu þar sem hún lærði að ganga á nýjan leik. „Það kom nokkrum sinnum fyrir að það leið yfir mig vegna sársaukans,“ sagði Hayley Raso í viðtali við ABC. Það má sjá meira um sögu hennar með því að smella hér fyrir neðan.Six months after breaking her back, Hayley Raso needed only three minutes to score: https://t.co/1c6WYoIfZs#Matildas#AUSvNZL@JacquelineH_ABC (Pic:AAP) pic.twitter.com/GfzTzvQS8K — ABC Grandstand (@abcgrandstand) February 28, 2019 Hayley Raso spilaði fyrsta leikinn með félagsliði sínu í janúar en hún spilar með Brisbane Roar. Næst á dagskránni er síðan að vinna sér sæti í HM-hópi Ástrala. Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira
Knattspyrnukonan Hayley Raso hefur náð hreint ótrúlegum bata eftir hryllileg meiðsli sem hún varð fyrir í knattspyrnuleik síðasta haust. Hayley Raso braut þriðja hryggjarlið í leik með Portland Thorns í bandarísku deildinni í ágúst síðastliðnum. Hayley gafst ekki upp heldur kom sér aftur í gang og aftur inn á fótboltavöllinn og nú sex mánuðum síðar er hún farin að banka vel á landsliðsdyrnar fyrir HM í Frakklandi í sumar.Six months ago Australia footballer Hayley Raso broke her back and feared her career could be over. On Thursday she returned in stunning fashion https://t.co/mXFXUykjD5pic.twitter.com/4kq8xcRwo8 — BBC Sport (@BBCSport) March 1, 2019 Þessi 24 ára gamli kantmaður kórónaði endurkomu sína með því að skora fyrir ástralska landsliðið í 2-0 sigri á Nýja-Sjálandi í æfingamóti í dag. „Þetta er svolítið yfirþyrmandi fyrir mig. Ég er svo spennt að vera aftur farin að spila fótbolta og það toppaði síðan allt að ná að skora,“ sagði Hayley Raso í viðtali við BBC eftir leikinn. Hayley Raso kom inn á sem varamaður í leiknum og innsiglaði sigurinn aðeins þremur mínútum síðar. Fyrir sex mánuðum lenti hún í mjög slæmu samstuði við markvörðinn Aubrey Bledsoe í leik með Portland Thorns á móti Washington Spirit. Hún braut þriðja hryggjarlið og hefði getað verið lömum fyrir lífstíð. „Mín fyrsta hugsun var: Ég mun ekki geta gengið aftur,“ sagði Hayley Raso í viðtali á heimasíðu ástralska knattspyrnusambandsins í september. „Ég brotnaði niður og allar þessar tilfinningar helltust yfir mig. Það eina sem ég gat hugsað um er hvernig get ég lifað svona,“ sagði Raso en betur fór en á horfðist. Hún var í eina og hálfa viku á sjúkrahúsi og fór síðan í krefjandi endurhæfingu þar sem hún lærði að ganga á nýjan leik. „Það kom nokkrum sinnum fyrir að það leið yfir mig vegna sársaukans,“ sagði Hayley Raso í viðtali við ABC. Það má sjá meira um sögu hennar með því að smella hér fyrir neðan.Six months after breaking her back, Hayley Raso needed only three minutes to score: https://t.co/1c6WYoIfZs#Matildas#AUSvNZL@JacquelineH_ABC (Pic:AAP) pic.twitter.com/GfzTzvQS8K — ABC Grandstand (@abcgrandstand) February 28, 2019 Hayley Raso spilaði fyrsta leikinn með félagsliði sínu í janúar en hún spilar með Brisbane Roar. Næst á dagskránni er síðan að vinna sér sæti í HM-hópi Ástrala.
Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira